Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári 31. ágúst 2007 14:03 Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Deildin telur lausafjárkrísu vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum hafa gengið yfir en spáir enn óstöðugleika á fjármálamarkaði og háu áhættuálagi. Mynd/E.Ól. Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Undirmálslán sem þessi voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum með litla greiðslugetu og lágar tekjur og urðu mikil vanskil á þeim til þess að samdráttur varð á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Áhrifin hafa leitt til lausafjárkrísu hjá fjármálafyrirtækjum víða um heim og talsverðra hræringa á fjármálamörkuðum síðan stuttu eftir miðjan júlí. Greiningardeildin segir að markaðir með hlutabréf og gjaldeyri hafi orðið fyrir mestum áhrifum af krísunni hérlendis og virðist sem fylgni á milli þeirra hafi farið vaxandi. Deildin gerir engu að síður ráð fyrir því að gengi krónu haldist tiltölulega sterkt þrátt fyrir ókyrrð að undanförnu auk þess sem spá bankans um gengi hlutabréfa frá í júlí haldist óbreytt. „Þegar svo snögg og áberandi gengislækkun á sér stað leiðir það iðulega til verðhækkunarskriðu hérlendis, þegar bæði birgjar og verslanir velta ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Á móti kemur að horfur á fasteignamarkaði hafa versnað. Af þeim sökum telur Greiningardeildar að verðbólguhorfur hafi versnað til skamms tíma en eilítið batnað þegar litið er lengra fram á veginn," segir í spá greiningardeildarinnar. Þá er mat greiningardeildarinnar að Seðlabanki Íslands þurfi að uppfæra spár sínar fyrir bæði hagvöxt og verðbólgu til hækkunar. Deildin býst ekki við vaxtahækkun af þessum sökum en þess í stað muni vaxtalækkunarferlinu verða skotið enn lengur á frest, eða fram í maí á næsta ári. <a href="http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11507" target="new_">Áhrif undirmálslánakrísunnar á Íslandi</a> Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. Undirmálslán sem þessi voru veitt einstaklingum í Bandaríkjunum með litla greiðslugetu og lágar tekjur og urðu mikil vanskil á þeim til þess að samdráttur varð á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum. Áhrifin hafa leitt til lausafjárkrísu hjá fjármálafyrirtækjum víða um heim og talsverðra hræringa á fjármálamörkuðum síðan stuttu eftir miðjan júlí. Greiningardeildin segir að markaðir með hlutabréf og gjaldeyri hafi orðið fyrir mestum áhrifum af krísunni hérlendis og virðist sem fylgni á milli þeirra hafi farið vaxandi. Deildin gerir engu að síður ráð fyrir því að gengi krónu haldist tiltölulega sterkt þrátt fyrir ókyrrð að undanförnu auk þess sem spá bankans um gengi hlutabréfa frá í júlí haldist óbreytt. „Þegar svo snögg og áberandi gengislækkun á sér stað leiðir það iðulega til verðhækkunarskriðu hérlendis, þegar bæði birgjar og verslanir velta ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið. Á móti kemur að horfur á fasteignamarkaði hafa versnað. Af þeim sökum telur Greiningardeildar að verðbólguhorfur hafi versnað til skamms tíma en eilítið batnað þegar litið er lengra fram á veginn," segir í spá greiningardeildarinnar. Þá er mat greiningardeildarinnar að Seðlabanki Íslands þurfi að uppfæra spár sínar fyrir bæði hagvöxt og verðbólgu til hækkunar. Deildin býst ekki við vaxtahækkun af þessum sökum en þess í stað muni vaxtalækkunarferlinu verða skotið enn lengur á frest, eða fram í maí á næsta ári. <a href="http://www.kaupthing.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11507" target="new_">Áhrif undirmálslánakrísunnar á Íslandi</a>
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira