Viðskipti innlent

Finnur farinn úr Icelandair Group

MYND/Pjetur

Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group, hefur selt 15,5 prósenta hlut sinn í félaginu. Við söluna hverfur hann úr stjórn félagsins. Meðalgengi viðskiptana var 31,5 á hlut.

Í tilkynningu frá Finni segir að í framhaldi af þessum viðskiptum verði boðað til hluthafafundar í Icelandair Group hf þar sem hann mun láta af stjórnarmennsku.

„Þetta hefur verið afar ánægjulegur tími hjá Icelandair Group og mjög lærdómsríkur. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka samstarfsfólki mínu kærlega fyrir bæði vel unnin störf og þann mikla árangur sem náðst hefur upp á síðkastið. Framtíðin hjá Icelandair er mjög björt," segir Finnur í tilkynningunni.

Hann segist hafa fengið mjög hagstætt verð fyrir hlutinn og því hafi hann ákveðið að selja núna og snúa sér að öðrum verkefnum. „Hið góða verð sem boðið var endurspeglar betur en nokkuð annað hversu eftirsóknarverður fjárfestingakostur Icelandair Group er orðið."

Finnur segir einnig að framundan hjá sér séu fjölmörg verkefni á sviði fjárfestinga, sum þeirra eru spennandi. „Ég kveð félagið með þakklæti í huga og horfi spenntur til nýrra verkefna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×