iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi 31. ágúst 2007 18:18 Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkjunum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkrum dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í framkvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphonesimfree. com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólarhringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskiptatæki sem nota á í löndum Evrópusambandsins, auk Íslands, Noregs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera markaðssett. Innflutningur einstaklinga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstaklingur ekki flytja iPhone inn til landsins þó hann sé aðeins til einkanota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetningu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til landsins. Þangað til verður hann stoppaður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heimsálfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af símanum ekki fallið í kramið hjá lögfræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri hjá Apple IMC, segist vonast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um tilraunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás. Tækni Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. Þeir sem hafa í hyggju að panta hann frá Bandaríkjunum eiga á hættu að hann komist ekki lengra en í tollinn. Fréttir af afrekum sautján ára bandarísks tölvusnillings bárust fyrir nokkrum dögum, en honum tókst fyrstum að taka lásinn af símanum með því að opna hann og beita lóðunarkúnstum. Nokkrum dögum síðar bárust síðan fréttir af öðrum hóp hakkara sem hafði tekist hið sama án þess að opna sjálft tækið. Þeirra lausn byggir eingöngu á hugbúnaði, og er því mun einfaldari í framkvæmd en að opna símann og lóða saman víra. Hugbúnaðurinn hefur ekki verið gefinn út en tæknisíður á borð við Engadget hafa sannreynt búnaðinn og segja hann virka afbragðsvel. Á síðu hópsins sem gerði hugbúnaðinn, www.iphonesimfree. com, má sjá tilkynningu um að hann verði seldur hverjum sem vill kaupa á næstu sólarhringum. Þó að mögulegt sé að nota iPhone á Íslandi eftir að hann hefur verið tekinn úr lás þýðir það ekki að auðvelt sé að koma honum til landsins. Öll fjarskiptatæki sem nota á í löndum Evrópusambandsins, auk Íslands, Noregs og Liechtensteins, þurfa að hafa svokallaða CE-merkingu, annars má varan ekki vera markaðssett. Innflutningur einstaklinga telst markaðssetning í þessu samhengi, og því má einstaklingur ekki flytja iPhone inn til landsins þó hann sé aðeins til einkanota. Þegar síminn verður formlega settur á markað í Evrópu, sem gerist í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, má ganga út frá því að öll skilyrði fyrir markaðssetningu verði uppfyllt, og löglegt verði að flytja símann til landsins. Þangað til verður hann stoppaður í tollinum. Apple er í hag að geta samið við símfyrirtæki um læsingar og stjórnað því nákvæmlega hvenær iPhone kemur út í hvaða heimsálfu, og því hafa fréttirnar af því að hægt sé að taka lásinn af símanum ekki fallið í kramið hjá lögfræðingum fyrirtækisins. Engar tilkynningar varðandi hugsanlega lögsókn hafa þó enn borist frá Apple eða AT&T. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri hjá Apple IMC, segist vonast til þess að fyrirtækið geti hafið sölu á Evrópuútgáfu símans sem fyrst á næsta ári. Að öðru leyti gat hann ekki tjáð sig um tilraunir hinna ýmsu hópa til að taka símann eftirsótta úr lás.
Tækni Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira