Viðskipti innlent

Aldrei fleiri með Icelandair en í júlí

MYND/Pjetur
218 þúsund farþegar flugu með Icelandair í áætlunarflugi í síðasta mánuði og er það mesti fjöldi farþega sem flugfélagið hefur í einum mánuði í 70 ára sögu þess. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að farþegunum hafi fjölgað um 5 prósent frá því í sama mánuði í fyrra en þá voru þeir 207 þúsund. Sætaframboð jókst um þetta sama hlutfall milli ára og sætanýting félagsins í mánuðinum var 82,5 prósent.

Þegar horft er til fyrstu sjö mánaða ársins hefur farþegum Icelandair fjölgað um þrjú prósent frá sama tímabili í fyrra og eru þeir samtals orðnir um 910 þúsund.

Færri millilenda á Íslandi

Haft er eftir Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, að árangurinn megi meðal annars rekja til aukins framboðs á ferðum í sumar, teknir hafi verið upp nýir áfangastaðir og morgunflug frá Íslandi til Bandaríkjanna í fyrsta sinn. Verulega fjölgun sé á farþegum frá Íslandi og til Íslands en hins vegar fækkun á farþegum á leið milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×