Byggjum réttlátt samfélag 7. mars 2007 09:36 Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Allir vita að venjulegt fólk tapar á hlutabréfabraski. Það eru bara hinir ofurríku eigendur vogunarsjóða og einkafjármagns sem moka inn milljörðum á þessum tilefnislausu gervihækkunum á meðan almenningur tapar þeim fáu krónum sem hann hefur unnið sér inn í sveita síns andlitis og fjárfest í þeirri trú að hann muni fá hlutdeild í þeirri ævintýralegu auðsköpun sem haldið er fram að eigi sér stað, einkum í fyrirtækjum sem framleiða ekkert nema rafeindaskilaboð og excel-skjöl. En það er auðvitað ekki hugmyndin með hinni risavöxnu svikamyllu hlutabréfamarkaða að almenningur auðgist. Þvert á móti er það þaulhugsað samsæri fjármagnseigenda sem tala sig saman um að halda uppi verðinu þangað til almenningur blekkist til þess að taka þátt í spilinu. Þá taka fjármagnseigendurnir peningana sína til baka, selja sauðsvörtum almúganum bréfin á uppsprengdu verði og leggja afraksturinn inn á banka þar sem hann bólgnar út þegar yfirdráttarvöxtum almúgans er smurt ofan á sparifé broddborgaranna. Það er einlæg von Aurasálarinnar að næsta ríkisstjórn muni taka hart á braski. Góð byrjun væri að hækka skatta á gjaldeyriskaup til að koma í veg fyrir að stórgrósserar þessa lands stingi auðæfum sínum undan hagkerfinu með því að flytja þau í erlendar myntir. Með því að setja til dæmis tíu prósenta skatt á gjaldeyriskaup, hækka skatta á fyrirhafnarlausan fjármagnsgróða úr 10 prósentum í 35 og með því að hækka aftur skatta á arðrán fyrirtækja, til dæmis úr 18 prósentum í 40, væru stór skref stigin í átt að nýju og réttlátara jafnvægi í samfélaginu. Að auki myndu tekjur ríkissjóðs augljóslega stóraukast ef þessi leið yrði farin og hægt væri að byggja risastórar íþróttahallir til þess að bæta heilsu fólks, lækka skatt á íslensk matvæli, niðurgreiða sumarleyfi fyrir verkamenn og margt fleira sem horfir til bóta í samfélaginu. Með sameiginlegu átaki stjórnmálamanna og verkalýðsfélaga er hér hægt að koma á fót réttlátara og fegurra samfélagi þar sem menn verða metnir af framlagi sínu til raunverulegrar verðmætasköpunar en ekki vegnir á vogarskálum nakinnar gróðahyggju á grundvelli ómanneskjulegra viðmiða hinnar steinrunnu nýfrjálshyggju sem nú ræður för í heiminum. Aurasálin vonar því að markaðir haldi áfram að hrynja þannig að almenningur losni sem fyrst við þá blekkingu að raunveruleg verðmæti verði til í kauphöllum og hjá auðmönnum. Raunveruleg verðmæti verða til þegar fólk svitnar af líkamlegu erfiði, en ekki þegar það fitnar af þaulsetu við tölvuskjái.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira