Viðskipti innlent

Actavis sjálft skotmark

Svo gæti farið að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark takist félaginu ekki að yfirtaka samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck eins og það hefur lýst áhuga á.

Actavis er lágt verðlagt miðað við áætlað EV/EBITDA-hlutfall fyrir árið 2007, upp á 9,7. Það er heildarvirði fyrirtækisins deilt með rekstrarhagnaði fyrir afskriftir. Til samanburðar má nefna að hlutfall Pliva, sem Actavis reyndi árangurslaust að komast yfir í fyrra, var tæplega sextán þegar það var selt.

Alþjóðlegi bankinn Credit Suisse gaf í gær út nýja og ítarlega greiningu á Actavis. Bankinn hækkaði verðmat sitt á félaginu í 76 krónur og mælir með því að fjárfestar yfirvogi bréf sín í félaginu. Seinni partinn í gær skiptu bréf í félaginu um hendur á genginu 68,70.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×