Viðskipti innlent

Glitnir hækkar verðmiðann á Kaupþingi

Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Kaupþingi úr genginu 968 krónum á hlut í 1.171.
Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Kaupþingi úr genginu 968 krónum á hlut í 1.171.

Greining Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Kaupþingi í 1.171 krónu á hlut úr 968 samkvæmt verðmatsgengi sem sent var út til viðskiptavina Glitnis í gær. Glitnir metur markaðsvirði Kaupþings á 860 milljarða króna og mælir með kaupum í bankanum. Markgengi Kaupþings til sex mánaða stendur í 1.200 krónum og hækkar úr eitt þúsund krónum.

Greiningardeildin nefnir að öll afkomusvið bankans skila góðri afkomu og reksturinn er arðbær. Viðbúið er að grunntekjur bankans vaxi á næstu árum og þá er talið að Kaupþing muni hagnast í komandi hræringum á norrænum fjármálamarkaði.

Hlutabréf í Kaupþingi hækkuðu um tæp tvö prósent í gær og stóð gengið í 1.016 krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×