Viðskipti innlent

Enn tapar DeCode

Tap af rekstri DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar nam fimm komma átta milljörðum króna í fyrra, sem er talsvert verri afkoma en í hitteðfyrra, en þá var afkoman verri en árið þar áður. Í tilkynningu frá félaginu segir að aukið tap í fyrra megi rekja til fjárfestingar í lyfjarannsóknum og vaxandi þróunarkostnaðar.

Tekjur félagsins dógust einni saman í fyrra, eða um 3,8 milljarða íslenskra króna. Handbært fé DeCode um síðustu áramót var rösklega tíu milljarðar króna en með sama áframhaldi verður það upp urið fyrir áramót árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×