Viðskipti innlent

Íslandsprent bætir við sig

Annabella Jósefsdóttir
Annabella Jósefsdóttir

Annabella Jósefsdóttir hefur verið ráðin til Íslandsprents sem nýr starfsmaður í söludeild til að sinna auknum verkefnum fyrirtækisins. Hún sér um samskipti við viðskiptavini, tilboðsgerð og öflun nýrra viðskiptavina.

Áður starfaði Annabella sem sölumaður umbúða hjá Kassagerðinni, sinnti viðskiptavinum og hélt utan um pantanir og verkefni, auk þess að sjá um áætlanagerð og verðútreikninga, að því er fram kemur í tilkynningu.

Hjá Íslandsprenti starfa nú þrjátíu og fimm manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×