Viðskipti innlent

FL Group selur Kynnisferðir

FL-Group seldi í gær allan hlut sinn í rútubílafyrirtækinu Kynnisferðum og hagnaðist um 450 milljónir á sölunni, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Kaupandi er hópur fjárfesta undir forystu Norðurleiðar og Hópbíla-Hagvagna og er þar með orðinn til nýr rísi á hópferðabílamarkaðnum. Með þessu hefur FL Group lokið sölu á öllum dótturfyrirtækjum sínum, sem tengdust gamla ferðaþjónustuhluta Flugleiða, eins og hann var áður en félagið fékk nafnið FL Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×