Viðskipti innlent

Gætu aukið eigið fé um 150 milljarða

Stjórn Kaupþings leggur það til við aðalfund í lok næstu viku að henni verði heimilað að hækka hlutafé um fimmtung, það er 150 milljónir nýrra hluta.

Jafnframt er lagt til að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum en stjórn hafi þó heimild til að selja nýja hlutaféð, að hluta eða öllu leyti, til einstakra hluthafa.

Jónas Gauti Friðþjófsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, segir að þessi tillaga komi honum ekki á óvart, enda hafi bankinn yfirlýst markmið um ytri vöxt. „150 milljón hlutir gæfu þeim 150 milljarða króna miðað við gengið 1.000 krónur á hlut. Síðan eykst svigrúm við töku víkjandi lána. Eiginfjárstaða bankans er nokkuð rúm ennþá þannig að við gætum verið að tala um 300-400 milljarða innkaupagetu að gefnum þessum forsendum.“

Hlutabréf í Kaupþingi hækkuðu um 2,45 prósent í gær og var lokagengið 1.044 krónur á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×