Viðskipti innlent

365 hækka hlutafé og kaupa Innn

365 hf hefur keypt allt hlutafé Innn hf af Fons Eignarhaldsfélagi hf. Stjórn 365 ákvað í gær að hækka hlutafé í félaginu um rúmar 60 milljónir. Hækkunin var nýtt til að kaupa allt hlutafé Innn.

Með hækkun hlutafjárins er heimild til hækkunar nýtt að hluta og verður heildarhlutafé þá orðið rúmlega 3,4 milljarðar. Hækkunin tekur gildi eftir skráningu hjá fyrirtækjaskrá.

Ráðgjafa- og hugbúnaðarhúsið Innn var stofnað árið 1997. Það er eitt elsta fyrirtæki á Íslandi á sínu sviði og hefur sérhæft sig í veflausnum með þróun vefumsjónarkerfisins LiSA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×