Viðskipti innlent

Methagnaður SPRON

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON hagnaðist um 9 milljarða króna eftir skatt á síðasta ári. Þetta kom fram þegar endurskoðaðir árskreikningar Sparisjóðsins voru lagðir fram á aðalfundi sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í dag. Afkoma SPRON hefur aldrei verið betri og jókst hagnaður um 120% á milli ára.

Útlán jukust um 51% á árinu og heildarinnlán um 44%. Þá jókst eigið fé um tæpa 22 milljarða eða 167% og var tæpir 35 milljarðar í árslok. Arðsemi eigin fjár var 58,7%.

Haft er eftir Guðmundi Haukssyni sparisjóðsstjóra í tilkynningu að fjárhagslegur styrkur SPRON hafi margfaldast á nokkrum árum og að fyrirtækið sé vel búið undir það að takast á við áskoranir framtíðarinnar á vettvangi fjármálaþjónustu.

Stjórn SPRON var endurkjörin á fundinum og er Hildur Petersen eftir sem áður stjórnarformaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×