Fleiri fréttir Kaupir franskt matvælafyrirtæki SÍF er að kaupa franskt matvælafyrirtæki fyrir 29 milljarða króna. Verið er að ganga frá kaupunum. Franska fyrirtækið heitir Labeyrie Group og er að sögn SÍF leiðandi í framleiðslu og dreifingu á kældum matvælum fyrir smásölu. 24.10.2004 00:01 Kaup fyrir 29 milljarða króna SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. 24.10.2004 00:01 Sparisjóðirnir fjármagna mest Flestar uppgreiðslur á lánum Íbúðalánasjóðs koma frá sparisjóðunum, eða 32,5 prósent allra uppgreiðslna lána. Þetta kemur fram í svari Íbúðalánasjóðs við fyrirspurn sem Jóhanna Sigurðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, lagði fram á Alþingi sjötta þessa mánaðar. 24.10.2004 00:01 Kaupverð EasyJet 6,3 milljarðar Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu<em> Independent</em> að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. 23.10.2004 00:01 Tilfinningar ráða meiru en rökvísi Á hverju ári verja íslensk fyrirtæki á bilinu 5,5 til sex milljörðum króna í auglýsingar og upphæðin er að líkindum töluvert hærri ef allur kostnaður við kynningu og markaðssetningu er tekinn saman. Þrátt fyrir að hér sé um gríðarlega mikla fjárfestingu að ræða hafa fyrirtæki enn ekki fundið leiðir til þess að meta raunverulega arðsemi hennar. 23.10.2004 00:01 Avion ætlar að kaupa Easy Jet Nýi íslenski flugrisinn, Avion Group, sem á meðal annars flugfélagið Atlanta, ætlar sér að kaupa eitt þekktasta og stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, Easy Jet. Þetta kemur fram í dagblaðinu <em>Guardian</em> í dag. 22.10.2004 00:01 Öll íslensku flugfélögin nefnd Íslenskt flugfélag er orðað við eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu. Breskir fjölmiðlar segja orðróm um yfirtökutilboð á kreiki. Avion Group, Icelandair og Iceland Express eru öll nefnd sem hugsanlegir kaupendur. 22.10.2004 00:01 Tap upp á 66 milljónir króna Rekstrartap á Íslenska sjónvarpsfélaginu, sem rekur Skjá einn, var rúmlega 66 milljónir í fyrra samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið hafði tæpar fimm hundruð milljónir króna í auglýsingatekjur á árinu en reksturinn kostaði um 570 milljónir. 22.10.2004 00:01 Flugleiðir keyptu í easyJet Flugleiðir hafa keypt 8,4% hlutabréfa í easyJet sem er annað af tveimur stærstu lággjaldaflugfélögum í Evrópu. Ársvelta félagsins er tæplega 130 milljarðar króna á ári og hagnaður um níu milljarðar króna síðastliðið ár. 22.10.2004 00:01 Rekstrarbati hjá Nýherja Nýherji skilaði 27 milljón króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi í ár. Þetta er nokkur viðsnúningur frá fyrri hluta ársins þegar tap var á rekstrinum. 22.10.2004 00:01 Ný kjölfesta í Iceland Express Jóhannes Kristinsson mun eignast meirihluta í Iceland Express. Samkomulag hefur náðst við núverandi eigendur um aðkomu hans að félaginu. Nýtt hlutafé verður gefið út og ný stjórn skipuð þegar áreiðanleikakönnun lýkur. Búist er við að það verði í næstu viku. 22.10.2004 00:01 Hátækni er hálf stóriðjan Samtök iðnaðarins telja að útflutningsverðmæti hátæknivöru verði yfir 21 milljarður króna í ár. Mikill vöxtur hefur verið í þessum þætti útflutningstekna á síðustu árum og eru gjaldeyristekjurnar nú komnar upp í helming af því sem þjóðarbúið fær fyrir útflutning á vörum úr stóriðju. 21.10.2004 00:01 Uppgjör hjá Nýherji Nýherji birtir í dag níu mánaða uppgjör sitt. Hagnaður fyrirtækisins var ein milljón króna á öðrum ársfjórðungi og á fyrri helmingi ársins tapaði félagið 31 milljón. Búist er við að rekstrarniðurstaðan á þriðja ársfjórðungi verði betri. 21.10.2004 00:01 Kaupstefna í Kópavogi Í gær var sett kaupstefnan Rekstur 2004 í Fífunni í Kópavogi. Dagskránni lýkur í dag. Sjötíu fyrirtæki taka þátt í viðburðinum. 21.10.2004 00:01 Ný umboð hjá Ölgerðinni Ölgerðin Egill Skallagrímsson sagði frá því í gær að fyrirtækið hefði fengið umboð fyrir vörur frá nokkrum þekktum vínframleiðendum. Meðal þeirra eru framleiðendur af hinu fræga Dom Perignon kampavíni. 21.10.2004 00:01 Sækja hundruð milljarða á markað Íslensk fyrirtæki hafa sótt yfir hundrað milljarða á hlutabréfamarkaði í ár og ekkert útlit er fyrir að það hægi á þessari þróun. 20.10.2004 00:01 Atvinnuleysi óbreytt Atvinnuleysi er 2,6 prósent samkvæmt nýjustu tölum hjá Hagstofu Ísland. Atvinnulausir voru að meðaltali 4.300 á þriðja ársfjórðungi í ár sem er svipað og í fyrra þegar 4.400 voru atvinnulausir. 20.10.2004 00:01 Breytingar hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur gert skipulagsbreytingar til að styðja vöxt í alþjóðlegri starfsemi bankans. 20.10.2004 00:01 Kaupa fasteignir í Búlgaríu Íslenskir kaupsýslumenn hafa áhuga á að kaupa fasteignir í Búlgaríu og að byggja þar bæði upp iðnað og verslun, að því er greint er frá í viðskiptablaðinu <em>Sofia Morning News</em>. Íslensk orkufyrirtæki leita einnig samstarfsaðila í Búlgaríu og hafa áhuga á að byggja þar gufuaflsvirkjanir. 19.10.2004 00:01 Prófanir hjartalyfs jákvæðar Íslensk erfðagreining greindi í morgun frá jákvæðum niðurstöðum prófana á hjartalyfinu DG031. Í tilkynningu segir að lyfjaprófanir sýni að lyfið hafi marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. 19.10.2004 00:01 Stórtíðindi fyrir læknavísindin Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. 19.10.2004 00:01 Hlutabréf í DeCode tóku stökk Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. 19.10.2004 00:01 Nemendur fá aðgang að Kauphöllinni Nemendur Háskólans í Reykjavík fá ókeypis aðgang að upplýsingum í á netinu af íslenskum fjármálamarkaði frá Kauphöll Íslands. Samningur þessa efnis var undirrituður fyrir skömmu og nær hann til um 150 nemenda. 19.10.2004 00:01 Nauðsynlegt að selja Símann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. 19.10.2004 00:01 Bjóst við meiri hækkun Ef Decode nær að þróa og markaðssetja hjartalyfið DG031 mun það hafa veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. Fréttir um að öðrum fasa lyfjaþróunar væri lokið ollu snarpri hækkun á verði hlutabréfa í fyrirtækinu á Nasdaq markaðinum í gær. 19.10.2004 00:01 Ótti við vaxtarverki Greiningardeild Landsbankans sér fleira en hagvöxt og hamingju í spilum efnahagslífsins á næstunni. Greiningardeildin óttast að verðbólga rjúki upp árið 2006 og hefur áhyggjur af því að tök á efnahagsmálum séu ekki nógu hörð og að hagvaxtarverkirnir kunni að vera þungbærir við lok núverandi uppsveiflu. 19.10.2004 00:01 Bakkavör eykur hlutafé Bakkavör hyggst bjóða fjárfestum að kaupa nýtt hlutafé að nafnvirði 790 milljónir króna. Tillaga um heimild til slíkrar hækkunar liggur fyrir hluthafafundi sem haldinn verður á fimmtudag í næstu viku. 19.10.2004 00:01 Metvelta á fasteignamarkaði Velta á fasteignamarkaði hefur aldrei verið meiri en síðastliðnar fjórar vikur samkvæmt hálf fimm fréttum KB banka. Í kjölfar nýrra fasteignalána frá innlánsstofnunum og lægri vaxta hefur verið slegið nýtt met á markaðinum en veltan á umræddum tíma nemur 19 milljörðum og 4,8 til 4,9 milljarðar í hverri viku að undanförnu. 18.10.2004 00:01 Neyslan vex Smásöluvelta dagvöru jókst um 4,9 prósent frá september í fyrra til septembers í ár. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu. Sala á áfengi jókst meira og er átta prósentum meiri en í fyrra en smásala á lyfjum jókst um 1,5 prósent. 18.10.2004 00:01 Stefna að stækkun Íslandsbanki hyggur á hlutafjáraukningu og hyggst stjórnin fá samþykki fyrir því á hluthafafundi að gefa út nýtt hlutafé að nafnvirði þrír millljarðar króna. Markaðsverðmæti slíkrar aukningar er um þrjátíu og fimm milljarðar ef miðað er við gengi á bréfum í félaginu í gær. Hlutaféð jafngildir tæplega þrjátíu prósent af bankanum. 18.10.2004 00:01 Hlutabréfin komin í 507 krónur Hlutabréf í KB banka hækkuðu upp í 507 krónur á markaði í gær eftir hlutafjárútboðið í fyrradag, og hafa aldrei verið jafn hátt skráð. Lokagengi var 500 krónur og nam hækkun dagsins 1,1%, þótt loka gengið færi niður í sama gengi og var á bréfunum daginn fyrir útboðið. 15.10.2004 00:01 Líkur á yfirtöku United aukast Bandaríski athafnamaðurinn Malcolm Glazer, sem stefnt hefur að því að taka yfir fótboltafélagið Manchester United, jók í gær hlut sinn í félaginu í rúman fjórðung. Hlutabréf í félaginu hækkuðu um átta prósent í kjölfarið. 15.10.2004 00:01 Stærst sinnar tegundar Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. 15.10.2004 00:01 Kögun kaupir Opin kerfi Kögun hefur eignast ríflega tvo þriðju í Opnum kerfum og keypt út Frosta Bergsson, stofnanda og stjórnarformann félagsins. Átök hafa verið um eignarhald á félaginu undanfarna mánuði eftir að Kögun keypti 35,77 prósent í félaginu um miðjan ágúst. 15.10.2004 00:01 Eigið fé þrefaldast frá áramótum Eigið fé KB banka er orðið 149 milljarðar króna eftir hlutafjárútboðið í gær en var fjörutíu og sex milljarðar í ársbyrjun. Það hefur því ríflega þrefaldast frá áramótum. 14.10.2004 00:01 Tryggja sjálfstæði Skjás eins Landssíminn styrkti stöðu sína í Íslenska sjónvarpsfélaginu til að tryggja áfram rekstur Skjás eins sem sjálfstæðrar sjónvarpsstöðvar samkvæmt tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir einnig að fyrirtækið gæti þannig að aðgangi Landssímans að gæðaefni til að dreifa um fjarskiptakerfi Símans. 14.10.2004 00:01 Athyglin vex í London Íslenskir kaupsýslumenn eru í kastljósi breskra fjölmiðla. Stórblöðin Financial Times og Guardian fjalla um áhuga Íslendinga á kaupum á breskum fyrirtækjum. Baugur kannar nú áreiðanleika reikninga Big Food Group og hefur stjórn Big Food samþykkt fyrir sitt leyti yfirtökutilboð Baugs. 14.10.2004 00:01 Formaður útvarpsráðs segi af sér Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. 14.10.2004 00:01 SPK í sameiningarhug Fulltrúar frá Sparisjóði Kópavogs (SPK) hafa rætt óformlega við fulltrúa frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) um þátttöku SPK í sameiningu sparisjóða á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hefur verið tilkynnt um samrunaviðræður SPV og SPRON. 14.10.2004 00:01 Síminn ræður Skjá einum Síminn ræður nú meirihluta Íslenska sjónvarpsfélaginu sem rekur Skjá einn.<font face="Helv"></font> 14.10.2004 00:01 Bjarni styrkti stöðu sína Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. 13.10.2004 00:01 Kaupa ekki Numis Talsmaður Landsbankans segir að fréttir breskra fjölmiðla um að bankinn hyggist gera yfirtökutilboð í fjármálafyrirtækið Numis í Bretlandi séu rangar. Hann staðfestir hins vegar að Landsbankinn hafi ráðið alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið HSBC til þess að aðstoða við leit að tækifærum til fjárfestingar í breskum fjármálafyrirtækjum. 13.10.2004 00:01 Ísland í áttunda sæti Ísland er í áttunda sæti á lista yfir 104 þjóðir þegar hagvaxtarlíkur á komandi árum eru metnar. Niðurstöður í alþjóðlegri rannsókn World Economic Forum voru kynntar í gær og þar kemur fram að Ísland fellur um tvö sæti. Í fyrra var Ísland í áttunda sæti. 13.10.2004 00:01 Sölu nýrra hluta í KB banka lokið Söluferli á nýjum hlutum í Kaupþingi Búnaðarbanka er lokið. Á bilinu 80 - 110 milljónir hluta voru í boði á genginu 460 – 500, háð eftirspurn. Alls skráðu fagfjárfestar sig fyrir rúmum 86 milljörðum króna og var því umframeftirspurn. Samtals voru seldir 110 milljónir hlutir til fagfjárfesta á genginu 480 krónur á hlut og er markaðsvirði þeirra 52,8 milljarðar króna. 13.10.2004 00:01 Útboði hluta lokið hjá KB banka Af 110 milljónum hluta sem seldir voru í söluferli nýrra hluta í Kaupþingi Búnaðarbanka fóru um 55 milljónir hluta til fjárfesta sem ekki tilheyrðu hluthafahópi Kaupþings Búnaðarbanka fyrir útboðið. Gengið var 480 krónur á hlut og nam því markaðsvirði sölunnar 52,8 milljörðum króna. 13.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kaupir franskt matvælafyrirtæki SÍF er að kaupa franskt matvælafyrirtæki fyrir 29 milljarða króna. Verið er að ganga frá kaupunum. Franska fyrirtækið heitir Labeyrie Group og er að sögn SÍF leiðandi í framleiðslu og dreifingu á kældum matvælum fyrir smásölu. 24.10.2004 00:01
Kaup fyrir 29 milljarða króna SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. 24.10.2004 00:01
Sparisjóðirnir fjármagna mest Flestar uppgreiðslur á lánum Íbúðalánasjóðs koma frá sparisjóðunum, eða 32,5 prósent allra uppgreiðslna lána. Þetta kemur fram í svari Íbúðalánasjóðs við fyrirspurn sem Jóhanna Sigurðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, lagði fram á Alþingi sjötta þessa mánaðar. 24.10.2004 00:01
Kaupverð EasyJet 6,3 milljarðar Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu<em> Independent</em> að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. 23.10.2004 00:01
Tilfinningar ráða meiru en rökvísi Á hverju ári verja íslensk fyrirtæki á bilinu 5,5 til sex milljörðum króna í auglýsingar og upphæðin er að líkindum töluvert hærri ef allur kostnaður við kynningu og markaðssetningu er tekinn saman. Þrátt fyrir að hér sé um gríðarlega mikla fjárfestingu að ræða hafa fyrirtæki enn ekki fundið leiðir til þess að meta raunverulega arðsemi hennar. 23.10.2004 00:01
Avion ætlar að kaupa Easy Jet Nýi íslenski flugrisinn, Avion Group, sem á meðal annars flugfélagið Atlanta, ætlar sér að kaupa eitt þekktasta og stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, Easy Jet. Þetta kemur fram í dagblaðinu <em>Guardian</em> í dag. 22.10.2004 00:01
Öll íslensku flugfélögin nefnd Íslenskt flugfélag er orðað við eitt stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu. Breskir fjölmiðlar segja orðróm um yfirtökutilboð á kreiki. Avion Group, Icelandair og Iceland Express eru öll nefnd sem hugsanlegir kaupendur. 22.10.2004 00:01
Tap upp á 66 milljónir króna Rekstrartap á Íslenska sjónvarpsfélaginu, sem rekur Skjá einn, var rúmlega 66 milljónir í fyrra samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið hafði tæpar fimm hundruð milljónir króna í auglýsingatekjur á árinu en reksturinn kostaði um 570 milljónir. 22.10.2004 00:01
Flugleiðir keyptu í easyJet Flugleiðir hafa keypt 8,4% hlutabréfa í easyJet sem er annað af tveimur stærstu lággjaldaflugfélögum í Evrópu. Ársvelta félagsins er tæplega 130 milljarðar króna á ári og hagnaður um níu milljarðar króna síðastliðið ár. 22.10.2004 00:01
Rekstrarbati hjá Nýherja Nýherji skilaði 27 milljón króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi í ár. Þetta er nokkur viðsnúningur frá fyrri hluta ársins þegar tap var á rekstrinum. 22.10.2004 00:01
Ný kjölfesta í Iceland Express Jóhannes Kristinsson mun eignast meirihluta í Iceland Express. Samkomulag hefur náðst við núverandi eigendur um aðkomu hans að félaginu. Nýtt hlutafé verður gefið út og ný stjórn skipuð þegar áreiðanleikakönnun lýkur. Búist er við að það verði í næstu viku. 22.10.2004 00:01
Hátækni er hálf stóriðjan Samtök iðnaðarins telja að útflutningsverðmæti hátæknivöru verði yfir 21 milljarður króna í ár. Mikill vöxtur hefur verið í þessum þætti útflutningstekna á síðustu árum og eru gjaldeyristekjurnar nú komnar upp í helming af því sem þjóðarbúið fær fyrir útflutning á vörum úr stóriðju. 21.10.2004 00:01
Uppgjör hjá Nýherji Nýherji birtir í dag níu mánaða uppgjör sitt. Hagnaður fyrirtækisins var ein milljón króna á öðrum ársfjórðungi og á fyrri helmingi ársins tapaði félagið 31 milljón. Búist er við að rekstrarniðurstaðan á þriðja ársfjórðungi verði betri. 21.10.2004 00:01
Kaupstefna í Kópavogi Í gær var sett kaupstefnan Rekstur 2004 í Fífunni í Kópavogi. Dagskránni lýkur í dag. Sjötíu fyrirtæki taka þátt í viðburðinum. 21.10.2004 00:01
Ný umboð hjá Ölgerðinni Ölgerðin Egill Skallagrímsson sagði frá því í gær að fyrirtækið hefði fengið umboð fyrir vörur frá nokkrum þekktum vínframleiðendum. Meðal þeirra eru framleiðendur af hinu fræga Dom Perignon kampavíni. 21.10.2004 00:01
Sækja hundruð milljarða á markað Íslensk fyrirtæki hafa sótt yfir hundrað milljarða á hlutabréfamarkaði í ár og ekkert útlit er fyrir að það hægi á þessari þróun. 20.10.2004 00:01
Atvinnuleysi óbreytt Atvinnuleysi er 2,6 prósent samkvæmt nýjustu tölum hjá Hagstofu Ísland. Atvinnulausir voru að meðaltali 4.300 á þriðja ársfjórðungi í ár sem er svipað og í fyrra þegar 4.400 voru atvinnulausir. 20.10.2004 00:01
Breytingar hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur gert skipulagsbreytingar til að styðja vöxt í alþjóðlegri starfsemi bankans. 20.10.2004 00:01
Kaupa fasteignir í Búlgaríu Íslenskir kaupsýslumenn hafa áhuga á að kaupa fasteignir í Búlgaríu og að byggja þar bæði upp iðnað og verslun, að því er greint er frá í viðskiptablaðinu <em>Sofia Morning News</em>. Íslensk orkufyrirtæki leita einnig samstarfsaðila í Búlgaríu og hafa áhuga á að byggja þar gufuaflsvirkjanir. 19.10.2004 00:01
Prófanir hjartalyfs jákvæðar Íslensk erfðagreining greindi í morgun frá jákvæðum niðurstöðum prófana á hjartalyfinu DG031. Í tilkynningu segir að lyfjaprófanir sýni að lyfið hafi marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. 19.10.2004 00:01
Stórtíðindi fyrir læknavísindin Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. 19.10.2004 00:01
Hlutabréf í DeCode tóku stökk Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. 19.10.2004 00:01
Nemendur fá aðgang að Kauphöllinni Nemendur Háskólans í Reykjavík fá ókeypis aðgang að upplýsingum í á netinu af íslenskum fjármálamarkaði frá Kauphöll Íslands. Samningur þessa efnis var undirrituður fyrir skömmu og nær hann til um 150 nemenda. 19.10.2004 00:01
Nauðsynlegt að selja Símann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. 19.10.2004 00:01
Bjóst við meiri hækkun Ef Decode nær að þróa og markaðssetja hjartalyfið DG031 mun það hafa veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins í framtíðinni. Fréttir um að öðrum fasa lyfjaþróunar væri lokið ollu snarpri hækkun á verði hlutabréfa í fyrirtækinu á Nasdaq markaðinum í gær. 19.10.2004 00:01
Ótti við vaxtarverki Greiningardeild Landsbankans sér fleira en hagvöxt og hamingju í spilum efnahagslífsins á næstunni. Greiningardeildin óttast að verðbólga rjúki upp árið 2006 og hefur áhyggjur af því að tök á efnahagsmálum séu ekki nógu hörð og að hagvaxtarverkirnir kunni að vera þungbærir við lok núverandi uppsveiflu. 19.10.2004 00:01
Bakkavör eykur hlutafé Bakkavör hyggst bjóða fjárfestum að kaupa nýtt hlutafé að nafnvirði 790 milljónir króna. Tillaga um heimild til slíkrar hækkunar liggur fyrir hluthafafundi sem haldinn verður á fimmtudag í næstu viku. 19.10.2004 00:01
Metvelta á fasteignamarkaði Velta á fasteignamarkaði hefur aldrei verið meiri en síðastliðnar fjórar vikur samkvæmt hálf fimm fréttum KB banka. Í kjölfar nýrra fasteignalána frá innlánsstofnunum og lægri vaxta hefur verið slegið nýtt met á markaðinum en veltan á umræddum tíma nemur 19 milljörðum og 4,8 til 4,9 milljarðar í hverri viku að undanförnu. 18.10.2004 00:01
Neyslan vex Smásöluvelta dagvöru jókst um 4,9 prósent frá september í fyrra til septembers í ár. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka verslunar og þjónustu. Sala á áfengi jókst meira og er átta prósentum meiri en í fyrra en smásala á lyfjum jókst um 1,5 prósent. 18.10.2004 00:01
Stefna að stækkun Íslandsbanki hyggur á hlutafjáraukningu og hyggst stjórnin fá samþykki fyrir því á hluthafafundi að gefa út nýtt hlutafé að nafnvirði þrír millljarðar króna. Markaðsverðmæti slíkrar aukningar er um þrjátíu og fimm milljarðar ef miðað er við gengi á bréfum í félaginu í gær. Hlutaféð jafngildir tæplega þrjátíu prósent af bankanum. 18.10.2004 00:01
Hlutabréfin komin í 507 krónur Hlutabréf í KB banka hækkuðu upp í 507 krónur á markaði í gær eftir hlutafjárútboðið í fyrradag, og hafa aldrei verið jafn hátt skráð. Lokagengi var 500 krónur og nam hækkun dagsins 1,1%, þótt loka gengið færi niður í sama gengi og var á bréfunum daginn fyrir útboðið. 15.10.2004 00:01
Líkur á yfirtöku United aukast Bandaríski athafnamaðurinn Malcolm Glazer, sem stefnt hefur að því að taka yfir fótboltafélagið Manchester United, jók í gær hlut sinn í félaginu í rúman fjórðung. Hlutabréf í félaginu hækkuðu um átta prósent í kjölfarið. 15.10.2004 00:01
Stærst sinnar tegundar Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. 15.10.2004 00:01
Kögun kaupir Opin kerfi Kögun hefur eignast ríflega tvo þriðju í Opnum kerfum og keypt út Frosta Bergsson, stofnanda og stjórnarformann félagsins. Átök hafa verið um eignarhald á félaginu undanfarna mánuði eftir að Kögun keypti 35,77 prósent í félaginu um miðjan ágúst. 15.10.2004 00:01
Eigið fé þrefaldast frá áramótum Eigið fé KB banka er orðið 149 milljarðar króna eftir hlutafjárútboðið í gær en var fjörutíu og sex milljarðar í ársbyrjun. Það hefur því ríflega þrefaldast frá áramótum. 14.10.2004 00:01
Tryggja sjálfstæði Skjás eins Landssíminn styrkti stöðu sína í Íslenska sjónvarpsfélaginu til að tryggja áfram rekstur Skjás eins sem sjálfstæðrar sjónvarpsstöðvar samkvæmt tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir einnig að fyrirtækið gæti þannig að aðgangi Landssímans að gæðaefni til að dreifa um fjarskiptakerfi Símans. 14.10.2004 00:01
Athyglin vex í London Íslenskir kaupsýslumenn eru í kastljósi breskra fjölmiðla. Stórblöðin Financial Times og Guardian fjalla um áhuga Íslendinga á kaupum á breskum fyrirtækjum. Baugur kannar nú áreiðanleika reikninga Big Food Group og hefur stjórn Big Food samþykkt fyrir sitt leyti yfirtökutilboð Baugs. 14.10.2004 00:01
Formaður útvarpsráðs segi af sér Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. 14.10.2004 00:01
SPK í sameiningarhug Fulltrúar frá Sparisjóði Kópavogs (SPK) hafa rætt óformlega við fulltrúa frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs vélstjóra (SPV) um þátttöku SPK í sameiningu sparisjóða á höfuðborgarsvæðinu. Þegar hefur verið tilkynnt um samrunaviðræður SPV og SPRON. 14.10.2004 00:01
Síminn ræður Skjá einum Síminn ræður nú meirihluta Íslenska sjónvarpsfélaginu sem rekur Skjá einn.<font face="Helv"></font> 14.10.2004 00:01
Bjarni styrkti stöðu sína Kaflaskipti urðu í baráttunni um Íslandsbanka í gær. Forstjóri bankans hefur styrkt stöðu sína og stuðningsmenn hans mynda kjölfestu bankans ásamt Straumi. 13.10.2004 00:01
Kaupa ekki Numis Talsmaður Landsbankans segir að fréttir breskra fjölmiðla um að bankinn hyggist gera yfirtökutilboð í fjármálafyrirtækið Numis í Bretlandi séu rangar. Hann staðfestir hins vegar að Landsbankinn hafi ráðið alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið HSBC til þess að aðstoða við leit að tækifærum til fjárfestingar í breskum fjármálafyrirtækjum. 13.10.2004 00:01
Ísland í áttunda sæti Ísland er í áttunda sæti á lista yfir 104 þjóðir þegar hagvaxtarlíkur á komandi árum eru metnar. Niðurstöður í alþjóðlegri rannsókn World Economic Forum voru kynntar í gær og þar kemur fram að Ísland fellur um tvö sæti. Í fyrra var Ísland í áttunda sæti. 13.10.2004 00:01
Sölu nýrra hluta í KB banka lokið Söluferli á nýjum hlutum í Kaupþingi Búnaðarbanka er lokið. Á bilinu 80 - 110 milljónir hluta voru í boði á genginu 460 – 500, háð eftirspurn. Alls skráðu fagfjárfestar sig fyrir rúmum 86 milljörðum króna og var því umframeftirspurn. Samtals voru seldir 110 milljónir hlutir til fagfjárfesta á genginu 480 krónur á hlut og er markaðsvirði þeirra 52,8 milljarðar króna. 13.10.2004 00:01
Útboði hluta lokið hjá KB banka Af 110 milljónum hluta sem seldir voru í söluferli nýrra hluta í Kaupþingi Búnaðarbanka fóru um 55 milljónir hluta til fjárfesta sem ekki tilheyrðu hluthafahópi Kaupþings Búnaðarbanka fyrir útboðið. Gengið var 480 krónur á hlut og nam því markaðsvirði sölunnar 52,8 milljörðum króna. 13.10.2004 00:01