Hátækni er hálf stóriðjan 21. október 2004 00:01 Samtök iðnaðarins telja að útflutningsverðmæti hátæknivöru verði yfir 21 milljarður króna í ár. Mikill vöxtur hefur verið í þessum þætti útflutningstekna á síðustu árum og eru gjaldeyristekjurnar nú komnar upp í helming af því sem þjóðarbúið fær fyrir útflutning á vörum úr stóriðju. Hins vegar er verðmætasköpunin í hátækniiðnaði meiri en í áliðnaði og járnblendi. Þetta helgast af því að þótt útflutningstekjur séu miklar úr stóriðju þá þarf líka að kaupa aðföng frá útlöndum. Tölur frá 2002 sýna að verðmætasköpun í stóriðjum nam 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu en verðmætasköpun í lyfja- og lækningatækjageirunum nam 1,4 prósent af landsframleiðslu. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, telur að þetta hlutfall hafi hækkað á síðustu árum. Samkvæmt spá Samtaka iðnaðarins verða útflutningstekjur í hátæknigeiranum 12,5 prósent af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins á þessu ári. Þorsteinn segir Samtök iðnarins leggja mikla áherslu á að búið sé vel að hátækniiðnaðinum. "Það sem við höfum verið að leggja áherslu á er það að hátæknigreinarnar skapa innlend verðmæti, þær skapa hátekjustörf og til að blómstra þurfa þessar greinar stöðug rekstrarskilyrði. Þá erum við að tala um vaxtastig sem er svipað og erlendis og stöðugt gengi. Þannig getum við búið til aðstæður þar sem þau sjá sér fært að halda áfram að starfa hér á landi í stað þess að auka starfsemina í útlöndum," segir Þorsteinn. Hann segir að Íslendingar græði mjög á rekstri hátæknifyrirtækja auk þess sem hálaunasvæði eins og Ísland eigi besta möguleika á að standast alþjóðlega samkeppni með aukinni áherslu á iðnað þar sem mannauður er mikilvægur og menntunarstig hátt. Þrátt fyrir þetta segir Þorsteinn að ekkert sé við það að athuga að stjórnvöld leggi áherslu á stóriðju. " Það er gæfuspor líka," segir hann. Hins vegar hefur Þorsteinn nokkrar efasemdir um hvort rekstrarskilyrði verði nægilega stöðug á næstu misserum. "Hagstjórnin þarf að vera vandanum vaxin. Það þarf að vera þjóðarsátt um það að það sé ekki verið að spenna upp þjóðfélagið með mikilli útgjaldaaukningu eða ótímabærri skattalækkun," segir hann. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Samtök iðnaðarins telja að útflutningsverðmæti hátæknivöru verði yfir 21 milljarður króna í ár. Mikill vöxtur hefur verið í þessum þætti útflutningstekna á síðustu árum og eru gjaldeyristekjurnar nú komnar upp í helming af því sem þjóðarbúið fær fyrir útflutning á vörum úr stóriðju. Hins vegar er verðmætasköpunin í hátækniiðnaði meiri en í áliðnaði og járnblendi. Þetta helgast af því að þótt útflutningstekjur séu miklar úr stóriðju þá þarf líka að kaupa aðföng frá útlöndum. Tölur frá 2002 sýna að verðmætasköpun í stóriðjum nam 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu en verðmætasköpun í lyfja- og lækningatækjageirunum nam 1,4 prósent af landsframleiðslu. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, telur að þetta hlutfall hafi hækkað á síðustu árum. Samkvæmt spá Samtaka iðnaðarins verða útflutningstekjur í hátæknigeiranum 12,5 prósent af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins á þessu ári. Þorsteinn segir Samtök iðnarins leggja mikla áherslu á að búið sé vel að hátækniiðnaðinum. "Það sem við höfum verið að leggja áherslu á er það að hátæknigreinarnar skapa innlend verðmæti, þær skapa hátekjustörf og til að blómstra þurfa þessar greinar stöðug rekstrarskilyrði. Þá erum við að tala um vaxtastig sem er svipað og erlendis og stöðugt gengi. Þannig getum við búið til aðstæður þar sem þau sjá sér fært að halda áfram að starfa hér á landi í stað þess að auka starfsemina í útlöndum," segir Þorsteinn. Hann segir að Íslendingar græði mjög á rekstri hátæknifyrirtækja auk þess sem hálaunasvæði eins og Ísland eigi besta möguleika á að standast alþjóðlega samkeppni með aukinni áherslu á iðnað þar sem mannauður er mikilvægur og menntunarstig hátt. Þrátt fyrir þetta segir Þorsteinn að ekkert sé við það að athuga að stjórnvöld leggi áherslu á stóriðju. " Það er gæfuspor líka," segir hann. Hins vegar hefur Þorsteinn nokkrar efasemdir um hvort rekstrarskilyrði verði nægilega stöðug á næstu misserum. "Hagstjórnin þarf að vera vandanum vaxin. Það þarf að vera þjóðarsátt um það að það sé ekki verið að spenna upp þjóðfélagið með mikilli útgjaldaaukningu eða ótímabærri skattalækkun," segir hann.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira