Viðskipti innlent

Uppgjör hjá Nýherji

Nýherji birtir í dag níu mánaða uppgjör sitt. Hagnaður fyrirtækisins var ein milljón króna á öðrum ársfjórðungi og á fyrri helmingi ársins tapaði félagið 31 milljón. Búist er við að rekstrarniðurstaðan á þriðja ársfjórðungi verði betri. Greiningardeildir bankanna gefa ekki út spár varðandi rekstur Nýherja og almennt er fremur lítil stemmning fyrir félaginu á markaði og eru viðskipti með bréf í félaginu lítil og fremur fátíð. Þeir sem fylgst hafa með rekstrinum undrast að Nýherja hafi ekki tekist að nýta sér uppsveiflu í efnahagslífinu á sama hátt og til dæmis Opin kerfi. Þeir segja að svo virðist sem ekki hafi tekist nægilega vel til með niðurskurð kostnaðar hjá fyrirtækinu á undanförnum misserum. Nýherji hefur fjárfest í fjölda lítilla fyrirtækja á síðustu árum og lagt mikinn kostnað í þróun hugbúnaðar. Sá kostnaður ætti að skila sér í auknum tekjum en það hefur enn ekki gengið nægilega vel eftir að mati þeirra sem fylgjast með rekstrinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×