Viðskipti innlent

Kaupstefna í Kópavogi

Í gær var sett kaupstefnan Rekstur 2004 í Fífunni í Kópavogi. Dagskránni lýkur í dag. Sjötíu fyrirtæki taka þátt í viðburðinum. Á kaupstefnunni kynna fjölmörg fyrirtæki starfsemi sína en þar er einnig boðið upp á fyrirlestra þar sem fjallað er um ýmsa þætti sem kunna að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setti ráðstefnuna í gær. Meðal þeirra fyrirlestra sem fram fóru í gær var umfjöllun um rekstrarform fyrirtækja og horfur í efnahagsmálum. Í dag geta gestir meðal annars fræðst um stjórnun auk þess sem Sævar Karl Ólason fjallar um klæðaburð og atvinnulífið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×