Fleiri fréttir

Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair

Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir.

Góðir rekstrarmenn standa oft í veginum fyrir nýsköpun

Dr. Eyþór Ívar Jónsson segir að góðir rekstrarmenn séu oft þeir sem standa í veginum fyrir nýsköpun innan fyrirtækja því þeir hafa ekki þekkingu til þess að skilja um hvað nýsköpun snýst í raun. Stjórnir þurfa að bæta við þekkingu innan sinna raða.

Ninja og Shroud leika lausum hala eftir lokun Mixer

Microsoft hefur tekið þá ákvörðun að loka leikjastreymisþjónustunni Mixer í júlí og stefnir á að flytja samstarfsaðila sína yfir til Facebook Gaming. Microsoft hafði gert samninga við tvo af stærstu „streymurum“ heimsins, þá Ninja og Shroud.

„Áskorun að skapa sextíu þúsund ný störf“

Ekkert þak á endurgreiðslur rannsóknar- og þróunarkostnaðar og fjárfestar í foreldrahlutverki hjá nýsköpunaraðilum er meðal þess sem kemur fram í viðtölum Margrétar Kristínar Sigurðardóttur upplýsingafulltrúa SI í nýju blaði samtakanna um nýsköpun.

Fjögur ráðin til Nasdaq á Íslandi

Ástgeir Ólafsson, Brynja Þrastardóttir, Grímur Birgisson og Kristófer Númi Hlynsson hafa gengið til liðs við Nasdaq á Íslandi á undanförnum vikum

Teymið að baki QuizUp gefur út nýjan spurningaleik

Íslenska tæknifyrirtækið Teatime, sem var stofnað af frumkvöðlunum sem stóðu að Plain Vanilla, sem gaf út spurningaleikinn QuizUp, hefur gefið út sinn fyrsta spurningaleik frá því að QuizUp fór sigurför um heiminn. Nýi leikurinn ber heitið Trivia Royale og er í formi smáforrits.

Jökull hættir hjá Stefni

Jökull H. Úlfsson, framkvæmdastjóri Stefnis, hefur óskað eftir að láta af störfum og hefur komist að samkomulagi við félagið um starfslok.

Loks hægt að nálgast Ferða­­gjöfina

Einstaklingar með lögheimili á Íslandi, íslenska kennitölu og eru fæddir árið 2002 eða fyrr geta nýtt sér gjöfina sem er rafræna og að upphæð 5.000 krónur.

Aflýsa beinu flugi til Akureyrar frá Hollandi í sumar

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þar með talið til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.

Ungar konur leiða þróun á rafrænum ökuskírteinum

Fyrirtækið Smart Solutions þróar nú rafræn ökuskírteini en 87,5% starfsmanna eru nú konur. Þær ætla sér að hrista upp í þeim staðalímyndum sem lita tækniheiminn og sprotafyrirtæki á Íslandi í dag.

„Gekk út sexhundruð þúsund krónum ríkari“

Fyrirtæki geta fengið styrki fyrir t.d. meirapróf starfsmanna, leiðtogaþjálfun, kostnað við gerð fræðsluefnis og fleira en allt of fá fyrirtæki vita um þennan rétt sinn segir Lísbet Einarsdóttir framkvæmdastjóri Starfsafls.

Innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum

Hið norska félag Fredensborg ICE ehf hefur eignast 99,45 prósent hlutafjár í Heimavöllum eftir uppgjör á yfirtökutilboði félagsins til hluthafa félagsins fór fram.

Sjá næstu 50 fréttir