Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Jón, Friðrik Bjartur og Unnur kanna nýja útibúið. Vísir/Friðrik Bjartur Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“ Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“
Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira