„Verulegur skortur“ á formfestu og utanumhaldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2020 13:47 Máni Atlason, framkvæmdastjóri Gamma. Vísir/vilhelm Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara. GAMMA Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Sjá meira
Verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan Upphafs fasteignafélags, sem er að fullu í eigu fjárfestingasjóðsins Gamma: Novus. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og félagsins. Þá hafa stjórnendur Gamma tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins til héraðssaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gamma. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því í mars síðastliðnum að verktakafyrirtækið VHE hafi greitt Pétri Hannessyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs, 58 milljónir króna á árunum 2015 til 2019. Í tilkynningu sem send var út í dag segir að stjórnendur GAMMA hafi í dag haldið fund með eigendum hlutdeildarskírteina í Gamma: Novus, þar sem kynnt var úttekt sérfræðinga Grant Thornton á starfsemi sjóðsins og Upphafs fasteignafélags á árunum 2013-2019. „Tilefni úttektarinnar var að síðastliðið haust kom í ljós, við skoðun nýs teymis hjá GAMMA, að virði GAMMA: Novus var verulega ofmetið,“ segir í tilkynningu. Þetta var einnig umfjöllunarefni í umræddum Kveiksþætti, þar sem fram kom að virði sjóðsins hefði rýrnað óhemjulega síðan í upphafi árs 2018. Niðurstöður Grant Thornton um starfsemi Upphafs fasteignafélags eru að „verulegur skortur var á formfestu við ákvarðanatöku og utanumhald með verkefnum innan félagsins,“ segir í tilkynningu. „Þetta birtist m.a. í því að oftar en ekki var það einn einstaklingur sem sat við stjórnvölinn og stýrði framkvæmd félagsins, án virkar aðkomu eða eftirlits frá stjórn og/eða öðrum aðilum. Þá lágu í sumum tilfellum ekki til grundvallar verkum skriflegir samningar og ákvarðanir og rökstuðningur fyrir þeim voru ekki skjalfestar.“ Virði eigna sjóðsins var jafnframt metið með mismunandi hætti milli ára og óljóst hvernig forsendur að baki verðmati voru fundnar í sumum tilfellum, að því er segir í tilkynningu. „Eftirstöðvar verka í eigu sjóðsins voru verulega vanmetnar, sem var leiðrétt haustið 2019 líkt og greint var í tilkynningu frá félaginu á þeim tíma. Þessi staða hefur leitt til algerrar endurskipulagningar á umgjörð félagsins.“ Þá segjast stjórnendur Gamma jafnframt hafa tilkynnt greiðslur fleiri en eins samstarfsaðila Upphafs til fyrrverandi framkvæmdastjóra til héraðssaksóknara, á grundvelli upplýsinga sem fram komu við rannsókn Grant Thornton. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir í samtali við Vísi að umræddar greiðslur hafi verið tilkynntar til saksóknara í framhaldi af Kveiksþættinum í mars. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki tjáð sig frekar um greiðslurnar, hvorki um fjölda þeirra né fk+arhæðir. Fréttastofa hefur óskað eftir frekari upplýsingum um málið hjá héraðssaksóknara.
GAMMA Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Sjá meira