Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 15:56 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent. Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að það sem af er ári hafi félagið flutt rúmlega 2,2 milljónir farþega. Í júní hafi 35 prósent farþega verið á leið til Íslands, sautján prósent frá Íslandi, 44 hafi verið tengifarþegar og fjögur prósent hafi ferðast innanlands. Aukningin á mörkuðunum til og frá Íslandi sé í samræmi við aukna áherslu félagsins á þá markaði. Sætanýting hafi numið 85,1 prósent samanborið við 83,4 prósent í júní á síðasta ári og stundvísi hafi verið 86,8 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi hafi aukist um 52 prósent og fraktflutningar um sextán prósent miðað við júní í fyrra. Kolefnislosun hafi minnkað um fimm prósent á tonnkílómetra. „Það er ánægjulegt að sjá markaðinn til Íslands halda áfram að styrkjast og fjölgaði farþegum til landsins um 20% í júní í kjölfar aukinnar áherslu okkar á markaðina til og frá Íslandi að undanförnu. Við bættum Gautaborg við sem áfangastað í leiðakerfinu á ný eftir sjö ára hlé og í júní bættist BYKO í hóp samstarfsaðila Saga Club, vildarklúbbs Icelandair. Saga Club er stærsta fríðindakerfi á Íslandi með um 400 þúsund virka félaga og skapar mikið virði fyrir viðskiptavini okkar bæði með söfnun og nýtingu vildarpunkta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að það sem af er ári hafi félagið flutt rúmlega 2,2 milljónir farþega. Í júní hafi 35 prósent farþega verið á leið til Íslands, sautján prósent frá Íslandi, 44 hafi verið tengifarþegar og fjögur prósent hafi ferðast innanlands. Aukningin á mörkuðunum til og frá Íslandi sé í samræmi við aukna áherslu félagsins á þá markaði. Sætanýting hafi numið 85,1 prósent samanborið við 83,4 prósent í júní á síðasta ári og stundvísi hafi verið 86,8 prósent. Seldir blokktímar í leiguflugi hafi aukist um 52 prósent og fraktflutningar um sextán prósent miðað við júní í fyrra. Kolefnislosun hafi minnkað um fimm prósent á tonnkílómetra. „Það er ánægjulegt að sjá markaðinn til Íslands halda áfram að styrkjast og fjölgaði farþegum til landsins um 20% í júní í kjölfar aukinnar áherslu okkar á markaðina til og frá Íslandi að undanförnu. Við bættum Gautaborg við sem áfangastað í leiðakerfinu á ný eftir sjö ára hlé og í júní bættist BYKO í hóp samstarfsaðila Saga Club, vildarklúbbs Icelandair. Saga Club er stærsta fríðindakerfi á Íslandi með um 400 þúsund virka félaga og skapar mikið virði fyrir viðskiptavini okkar bæði með söfnun og nýtingu vildarpunkta,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Sjá meira