Leggja til matarvagn í anda ísbílsins til að sporna við matarsóun Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 14:08 Lagt er til að sett verði markmið þess efnis að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan. Matur Umhverfismál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan.
Matur Umhverfismál Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent