Fleiri fréttir

Vindmyllur í Búrfellslundi gætu orðið 67 talsins

Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur sem verða allt að 135 metra háar á sandsléttunni austan Þjórsár og á Hafinu þar sem fyrirtækið rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Vindmyllurnar munu skila 200 megawöttum í raforkuframleiðslu.

Ríkið eignast Geysi

Samkvæmt samningnum verður kaupverð eignarhlutans lagt í mat þriggja dómkvaddra matsmanna.

Emmessís fær nýja eigendur

Einar Arnar Jónsson í Nóatúni og Gyða Dan Johansen, eiginkona forstjóra MS, eru meðal nýrra eigenda Emmessís.

Árvakur festir kaup á útvarpsrekstri Símans

Árvakur hf. sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is hefur fest kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum fyrirtækis síðdegis í dag.

Með landsmönnum í hálfa öld

Hálf öld er síðan framleiðsla á Thule léttöli hófst á Akureyri hjá fyrirtækinu Sana. Landsmenn tóku léttölinu fagnandi og áttu skemmtilegar sjónvarpsauglýsingar þar stóran þátt.

Miðstöð fiskeldis verður á Ísafirði

Sviðsstjóri fiskeldismála hjá Hafrannsóknastofnun verður staðsettur á Ísafirði, ásamt sérfræðingum, samkvæmt ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þrenn verðlaun Alvogen

Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til þrennra verðlauna á alþjóðlegri lyfjasýningu sem haldin er í vikunni. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er að þessu sinni haldin í Barcelona þar sem öll stærstu lyfjafyrirtæki heims taka þátt. Alvogen hlaut verðlaun fyrir skráningu og markaðssetningu tveggja stórra lyfja í Evrópu á þessu ári. Alls hlaut Alvogen sjö tilnefningar til verðlauna en veitt voru verðlaun í fjórtán flokkum.

Watchbox sækir út með nýja vöru

Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Watchbox er um þessar mundir að rúlla út Watchbox for work vöru sinni, eins konar Snapchat fyrir vinnustaði. Hvert fyrirtæki fær lokaðan séraðgang og heimasvæði þar sem starfsmenn geta deilt myndum og stuttum myndböndum af því sem gerist í vinnunni, allt frá einhverju sniðugu úr hádegismatnum til árshátíðarinnar.

Atvinnuleysið minnst á Íslandi

Atvinnuleysi hjá bæði ungu fólki (15-29 ára) og hjá almenningi á aldrinum 15 til 65 ára er minnst á Íslandi meðal OECD-ríkja

Náttúru­laugar opna við Deildar­tungu­hver í vetur

Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga á næstu mánuðum við Deildartunguhver, vatnsmesta hver í Evrópu. Bræður frá Deildartungu ásamt eiginkonum sínum standa að baki laugunum. Á svæðinu verða heitir pottar, gufuböð, munaverslun og ve

Tap Fréttatímans tvöfaldast

Morgundagur ehf útgefandi Fréttatímans tapaði 13,5 milljónum króna árið 2015 sem er tæplega tvöfalt meira en árið áður.

Tuttugufalt hraðari tengingar frá 2007

Netsjónvarp, fullkomnari snjallsímar, fjölskyldumyndbönd og myndir í skýi. Allt kallar þetta á hraðari aðgang og meiri gagnaflutninga. Þróunin er líka hröð og kröfur neytenda vaxa hratt. Nú stendur 1.000 megabita tenging til boða.

Hefur alltaf valið sér krefjandi störf

Guðný Helga Herbertsdóttir tekur brátt við starfi markaðsstjóra VÍS eftir að hafa verið deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala. Utan vinnunnar ver hún miklum tíma með fjölskyldunni á skíðum og ferðalögum og heldur matarboð.

Staða lífeyrissjóða hefur batnað mikið

Almennir lífeyrissjóðir áttu 3,2% umfram skuldbindingar að jafnaði um síðustu áramót og hefur staða þeirra batnað stöðugt frá árinu 2009 þegar vantaði 10,5% til að mæta skuldbindingum. Á þeim tíma voru réttindi lækkuð, sem skekkir samanburð. Árið 2011, sem er samanburðarhæft, var staða þessara sjóða neikvæð um tæp fimm prósent.

Í hópi svölustu vörumerkja

Vörumerki Icelandic Group, Saucy Fish Co, var valið eitt af svölustu vörumerkjum Bretlands. Árlega er gefinn út listi undir merkinu „CoolBrands“ og er þetta í fjórða sinn í röð sem Saucy Fish Co er valið í hópinn.

Stýrivextir óbreyttir

Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent.

Íslendingar fljúga í Karíbahafi

Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum.

Gagnrýnir sölu á bréfum stjórnarmanns í Icelandair

Svanhildur segir í harðorðri grein að sala Katrínar Olgu Jóhannesdóttur á bréfum í félaginu skömmu áður en uppgjörstímabili lauk sé til marks um að hún láti eigin hagsmuni ganga fyrir hagsmunum fyrirtækisins.

Funda um rafrænar undirskriftir

„Rafræn skilríki eru til í ýmsum formum en þau eiga það sameiginlegt að auðvelda viðskipti, lækka kostnað og spara gríðarlegan tíma fyrir stofnanir og fyrirtæki.“

Sjá næstu 50 fréttir