Náttúrulaugar opna við Deildartunguhver í vetur Sæunn Gísladóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Framkvæmdir við Kraumu eru á lokametrunum en náttúrulaugarnar verða í fyrsta lagi opnaðar í nóvember. vísir/vilhelm Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Stefnt er að opnun Kraumu-náttúrulauga við Deildartunguhver í vetur. Á svæðinu verða steyptir heitir pottar, tvö gufuböð og veitingastaður og munasala. „Ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur Andrésson. Dagur, ásamt eiginkonu sinni Báru Einarsdóttur, bróður sínum Sveini Andréssyni og eiginkonu hans Jónu Ester Kristjánsdóttur, stendur að baki félaginu Deildartungu ehf. sem vinnur að uppbyggingunni. Bræðurnir eru fæddir og uppaldir í Deildartungu og hluti af landi þeirra fer undir framkvæmdirnar. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, austan við hverahólinn og suður fyrir hann liggur sprunga sem úr streyma um 180 lítrar af 100°C heitu vatni á hverri sekúndu. Dagur áætlar að yfir tvö hundruð þúsund manns heimsæki svæðið á ári hverju.Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum blönduðu með köldu vatni úr Rauðsgili.vísir/vilhelmKrauma-náttúrulaugar verða með steypta potta sem ekki innihalda sjálfhreinsandi efni eins og klór. Gestir munu baða sig í vatni beint úr hvernum, sem blandað verður með köldu vatni úr Rauðsgili. „Þarna verður einnig hvíldarherbergi og tvær gufur á þessu laugarsvæði sem verður skjólsælt, inni verður svo fínn veitingastaður, bar og munasala, þar sem áherslan verður lögð á lúxusvörur,“ segir Dagur. Byggingarnar á svæðinu verða rúmir 550 fermetrar. Skiptiaðstaða verður fyrir 140 manns í aðalbyggingu svæðisins, hámarksfjöldinn verður því 140 manns í laugunum að sögn Dags. „Við viljum frekar hafa lægri hámarksfjölda til að fólk njóti þess betur, ef það verður yfirfullt þá lækkum við bara hámarksfjöldann, við leggjum meiri áherslu á að fólk njóti aðstöðunnar.“ Lögð verður áhersla á gott aðgengi frá Deildartunguhver og upphitaður gangstígur mun liggja þaðan að Kraumu. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 26. apríl í fyrra og hófust framkvæmdir tveimur dögum síðar. Nú er allt á lokametrunum. „Það er búið að helluleggja allt nema laugarsvæðið, það er verið að flísaleggja inni og setja upp innréttingar, þannig að ef allt gengur að óskum ættum við að geta opnað í nóvember,“ segir Dagur. Dagur gerir ráð fyrir ellefu til tólf ársverkum í upphafi, en svo mun starfsmönnum vonandi fjölga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira