Tuttugufalt hraðari tengingar frá 2007 Hafliðí Helgason skrifar 5. október 2016 13:00 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur Fréttabladid/GVA Frá og með síðustu mánaðamótum býður Gagnaveita Reykjavíkur upp á 1 gígabits tengingu til heimila eða 1.000 megabit yfir ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir þetta mikla byltingu, en áður var mest hægt að fá 500 megabit og algengar tengingar eru 100 megabit. Þessi breyting nær til þeirra 77 þúsund heimila sem nú þegar tengjast ljósleiðara Gagnaveitunnar. „Það er mikil eftirvænting hjá fjarskiptafyrirtækjunum að bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Erling og líkir breytingunni við að akreinum í Ártúnsbrekkunni yrði fjölgað í 10 í hvora átt. „Þetta er þjónusta sem stendur öllum sem tengjast ljósleiðaranum til boða,“ bætir hann við, en bendir á að þeir sem fengu tengibox fyrir árið 2012 gætu þurft að endurnýja það fyrir svo hraða tengingu. En er einhver þörf á þessu? kynni einhver að spyrja. Erling svarar því til að þeim tækjum á heimili sem tengjast neti fari ört fjölgandi. Hvert þessara tækja tekur til sín gagnamagn og það hefur áhrif á önnur tæki. „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“ Hann bendir á að þróun sjónvarpstækni, þar sem mynd- og hljóðgæði verða sífellt meiri, taki til sín mikinn flutning gagna. „Ég get tekið dæmi af mínu eigin heimili, þar sem ég er með 23 tæki tengd við netið og enn að bætast við.“ Erling bendir á til dæmis að með hverri kynslóð farsíma aukist þörfin verulega. „Við viðurkennum fúslega að við erum á undan og við segjum að með þessum hraða séum við tilbúin fyrir næstu kynslóð síma.“ Hann bætir við að þörfin vaxi hratt. „Netflix og sjónvarpssendingar í háskerpu ásamt geymslu gagna svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar í skýi og upphleðsla myndbanda á Facebook gerir það að verkum að fólk vill sífellt hraðari tengingar.“ Erling segir að kosturinn við ljósleiðarann sé sú að hann geti vaxið áfram með breytingu á endabúnaði. „Það eru í raun engin takmörk á ljósleiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Gagnaveitan er öflug vél fyrir þjónustufyrirtækin á fjarskiptamarkaði og við erum bara spennt að sjá hvernig þau nýta möguleikana.“ Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Frá og með síðustu mánaðamótum býður Gagnaveita Reykjavíkur upp á 1 gígabits tengingu til heimila eða 1.000 megabit yfir ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir þetta mikla byltingu, en áður var mest hægt að fá 500 megabit og algengar tengingar eru 100 megabit. Þessi breyting nær til þeirra 77 þúsund heimila sem nú þegar tengjast ljósleiðara Gagnaveitunnar. „Það er mikil eftirvænting hjá fjarskiptafyrirtækjunum að bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Erling og líkir breytingunni við að akreinum í Ártúnsbrekkunni yrði fjölgað í 10 í hvora átt. „Þetta er þjónusta sem stendur öllum sem tengjast ljósleiðaranum til boða,“ bætir hann við, en bendir á að þeir sem fengu tengibox fyrir árið 2012 gætu þurft að endurnýja það fyrir svo hraða tengingu. En er einhver þörf á þessu? kynni einhver að spyrja. Erling svarar því til að þeim tækjum á heimili sem tengjast neti fari ört fjölgandi. Hvert þessara tækja tekur til sín gagnamagn og það hefur áhrif á önnur tæki. „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“ Hann bendir á að þróun sjónvarpstækni, þar sem mynd- og hljóðgæði verða sífellt meiri, taki til sín mikinn flutning gagna. „Ég get tekið dæmi af mínu eigin heimili, þar sem ég er með 23 tæki tengd við netið og enn að bætast við.“ Erling bendir á til dæmis að með hverri kynslóð farsíma aukist þörfin verulega. „Við viðurkennum fúslega að við erum á undan og við segjum að með þessum hraða séum við tilbúin fyrir næstu kynslóð síma.“ Hann bætir við að þörfin vaxi hratt. „Netflix og sjónvarpssendingar í háskerpu ásamt geymslu gagna svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar í skýi og upphleðsla myndbanda á Facebook gerir það að verkum að fólk vill sífellt hraðari tengingar.“ Erling segir að kosturinn við ljósleiðarann sé sú að hann geti vaxið áfram með breytingu á endabúnaði. „Það eru í raun engin takmörk á ljósleiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Gagnaveitan er öflug vél fyrir þjónustufyrirtækin á fjarskiptamarkaði og við erum bara spennt að sjá hvernig þau nýta möguleikana.“
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira