Tuttugufalt hraðari tengingar frá 2007 Hafliðí Helgason skrifar 5. október 2016 13:00 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur Fréttabladid/GVA Frá og með síðustu mánaðamótum býður Gagnaveita Reykjavíkur upp á 1 gígabits tengingu til heimila eða 1.000 megabit yfir ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir þetta mikla byltingu, en áður var mest hægt að fá 500 megabit og algengar tengingar eru 100 megabit. Þessi breyting nær til þeirra 77 þúsund heimila sem nú þegar tengjast ljósleiðara Gagnaveitunnar. „Það er mikil eftirvænting hjá fjarskiptafyrirtækjunum að bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Erling og líkir breytingunni við að akreinum í Ártúnsbrekkunni yrði fjölgað í 10 í hvora átt. „Þetta er þjónusta sem stendur öllum sem tengjast ljósleiðaranum til boða,“ bætir hann við, en bendir á að þeir sem fengu tengibox fyrir árið 2012 gætu þurft að endurnýja það fyrir svo hraða tengingu. En er einhver þörf á þessu? kynni einhver að spyrja. Erling svarar því til að þeim tækjum á heimili sem tengjast neti fari ört fjölgandi. Hvert þessara tækja tekur til sín gagnamagn og það hefur áhrif á önnur tæki. „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“ Hann bendir á að þróun sjónvarpstækni, þar sem mynd- og hljóðgæði verða sífellt meiri, taki til sín mikinn flutning gagna. „Ég get tekið dæmi af mínu eigin heimili, þar sem ég er með 23 tæki tengd við netið og enn að bætast við.“ Erling bendir á til dæmis að með hverri kynslóð farsíma aukist þörfin verulega. „Við viðurkennum fúslega að við erum á undan og við segjum að með þessum hraða séum við tilbúin fyrir næstu kynslóð síma.“ Hann bætir við að þörfin vaxi hratt. „Netflix og sjónvarpssendingar í háskerpu ásamt geymslu gagna svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar í skýi og upphleðsla myndbanda á Facebook gerir það að verkum að fólk vill sífellt hraðari tengingar.“ Erling segir að kosturinn við ljósleiðarann sé sú að hann geti vaxið áfram með breytingu á endabúnaði. „Það eru í raun engin takmörk á ljósleiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Gagnaveitan er öflug vél fyrir þjónustufyrirtækin á fjarskiptamarkaði og við erum bara spennt að sjá hvernig þau nýta möguleikana.“ Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Frá og með síðustu mánaðamótum býður Gagnaveita Reykjavíkur upp á 1 gígabits tengingu til heimila eða 1.000 megabit yfir ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir þetta mikla byltingu, en áður var mest hægt að fá 500 megabit og algengar tengingar eru 100 megabit. Þessi breyting nær til þeirra 77 þúsund heimila sem nú þegar tengjast ljósleiðara Gagnaveitunnar. „Það er mikil eftirvænting hjá fjarskiptafyrirtækjunum að bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Erling og líkir breytingunni við að akreinum í Ártúnsbrekkunni yrði fjölgað í 10 í hvora átt. „Þetta er þjónusta sem stendur öllum sem tengjast ljósleiðaranum til boða,“ bætir hann við, en bendir á að þeir sem fengu tengibox fyrir árið 2012 gætu þurft að endurnýja það fyrir svo hraða tengingu. En er einhver þörf á þessu? kynni einhver að spyrja. Erling svarar því til að þeim tækjum á heimili sem tengjast neti fari ört fjölgandi. Hvert þessara tækja tekur til sín gagnamagn og það hefur áhrif á önnur tæki. „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“ Hann bendir á að þróun sjónvarpstækni, þar sem mynd- og hljóðgæði verða sífellt meiri, taki til sín mikinn flutning gagna. „Ég get tekið dæmi af mínu eigin heimili, þar sem ég er með 23 tæki tengd við netið og enn að bætast við.“ Erling bendir á til dæmis að með hverri kynslóð farsíma aukist þörfin verulega. „Við viðurkennum fúslega að við erum á undan og við segjum að með þessum hraða séum við tilbúin fyrir næstu kynslóð síma.“ Hann bætir við að þörfin vaxi hratt. „Netflix og sjónvarpssendingar í háskerpu ásamt geymslu gagna svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar í skýi og upphleðsla myndbanda á Facebook gerir það að verkum að fólk vill sífellt hraðari tengingar.“ Erling segir að kosturinn við ljósleiðarann sé sú að hann geti vaxið áfram með breytingu á endabúnaði. „Það eru í raun engin takmörk á ljósleiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Gagnaveitan er öflug vél fyrir þjónustufyrirtækin á fjarskiptamarkaði og við erum bara spennt að sjá hvernig þau nýta möguleikana.“
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira