Viðskipti innlent

Watchbox sækir út með nýja vöru

Sæunn Gísladóttir skrifar
Starfsmenn Watchbox eru fjórir í dag en mun líklega fjölga á næstunni, sér í lagi í söludeild.
Starfsmenn Watchbox eru fjórir í dag en mun líklega fjölga á næstunni, sér í lagi í söludeild. vísir/gva
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Watchbox er um þessar mundir að rúlla út Watchbox for Work vöru sinni, eins konar Snapchat fyrir vinnustaði. Hvert fyrirtæki fær lokaðan séraðgang og heimasvæði þar sem starfsmenn geta deilt myndum og stuttum myndböndum af því sem gerist í vinnunni, allt frá einhverju sniðugu úr hádegismatnum til árshátíðarinnar.

„Við gáfum út fyrsta appið sem hét Watchbox í apríl 2015, við sáum svo stórt gat á markaði fyrir fyrirtækjalausn. Fyrirtæki eru með alls konar tól til að miðla upplýsingum og öðru en það er kannski ekki mikið af tólum fyrir vinnuna sem snúast um að hafa gaman, búa til meira fjör á vinnustaðnum og auka samheldnina,“ segir Davíð Símonarson, framkvæmdastjóri Watchbox.

„Við gáfum út appið Watchbox for Work í maí og nokkur fyrirtæki, meðal annars Já og Gallup, hafa verið mjög ánægðir kúnnar í nokkra mánuði. Við erum svo komin með samninga við Expectus og Advania. Varan sem slík er tilbúin núna, hún virkar mjög vel og nú er fókusinn á það að rúlla þessu út til eins margra fyrirtækja og við getum,“ segir Davíð.

Watchbox mun færa út kvíarnar á næstu mánuðum en Davíð mun verða í San Francisco næstu tvo mánuði, þar sem markmiðið er að rúlla vörunni út til fyrirtækja þar, sækja aukið hlutafé og opna söluskrifstofu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×