Björgólfur selur Nova Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2016 12:30 Björgólfur Thor Björgólfsson er eigandi Novator. Bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors hefur náð samningum við Novator um kaup á öllu hlutafé í fjarskiptafyrirtækinu Nova. Samningar eru háðir hefðbundnum fyrirvörum, en bæði kaupandi og seljandi eru bjartsýnir á að eigendaskipti gangi að fullu í gegn á næstu mánuðum. Kaupverðið er trúnaðarmál segir í tilkynningu. En samkvæmt heimildum Vísis má áætla að verðið sé ekki undir fimmtán milljörðum króna. Pt Capital Advisors er dótturfélag Pt Capital. Fyrirtækið, sem er með aðsetur í Anchorage, Alaska, leggur megin áherslu á fjárfestingar á norðurslóðum. Félög innan Pt samstæðunnar sameina viðskiptasambönd sín og sérþekkingu í fjármálum til að fjárfesta í tækifærum í Alaska, norðanverðu Kanada, Grænlandi og Íslandi. Nova er fyrsta fjárfesting Pt Capital Advisors hér á landi. Novator er fjárfestingafélag undir stjórn Björgólfs Thors Björgólfssonar. Novator stofnaði Nova árið 2006, en fyrirtækið tók til starfa í desember 2007. Á þeim tæpu 9 árum sem liðin eru hefur Nova náð mestri markaðshlutdeild fyrirtækja á íslenskum farsímamarkaði. Nova var fjármagnað frá grunni með eigin fé og hefur allan tímann verið að fullu í eigu Novators og stjórnenda Nova. Novator á tvö önnur fjarskiptafyrirtæki, Play í Póllandi og WOM í Chile, með 17 milljón viðskiptavini samtals.Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi Nova, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova og Hugh S. Short, stofnandi og stjórnarformaður Pt CapitalHugh S. Short, stofnandi og stjórnarformaður Pt Capital: „Fjárfesting Pt Capital Advisors á Íslandi fer saman við að nú horfir heimurinn til norðurslóða í leit að nýjum markaðstækifærum. Við teljum Nova hafa sýnt framúrskarandi árangur á íslenskum fjarskiptamarkaði undir forystu Novator sem stofnanda.Við ætlum okkur að styðja vel við stjórnendur og stefnu fyrirtækisins, þróa félagið inn á nýjar brautir og leggja áherslu á að viðskiptavinir Nova verði áfram ánægðustu viðskiptavinir í farsímaþjónustu á Íslandi.“ Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi Nova: „Nova er sterkt fyrirtæki og ég er stoltur af uppbyggingu þess og þeim störfum sem það hefur skapað sl. áratug. Sú samkeppni, sem fyrirtækið veitti þeim sem fyrir voru á markaði, hefur leitt til lægri farsímakostnaðar og betri þjónustu hér á landi. Það er sérstaklega ánægjulegt að erlendir fjárfestar með reynslu af farsímamarkaði telji góðan kost að taka þátt í íslensku viðskiptalífi. Slík innspýting í íslenskan efnahag er afar mikilvæg.“Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova: „Við höfum átt frábært samstarf við Novator undanfarin ár og á sama tíma og við kveðjum þá, þá hlökkum við til nýrra tíma með nýjum eigenda. Við erum stolt af því að hafa byggt upp fyrirtæki sem hefur náð góðum árangri á íslenskum fjarskiptamarkaði og fjárfesting Pt í Nova er viðurkenning á árangri okkar og framtíðarsýn.“ Kvika banki leiddi söluferlið af hálfu seljanda. Íslensk verðbréf hf. veitti PT Capital Advisors ráðgjöf í tengslum við kaupin. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors hefur náð samningum við Novator um kaup á öllu hlutafé í fjarskiptafyrirtækinu Nova. Samningar eru háðir hefðbundnum fyrirvörum, en bæði kaupandi og seljandi eru bjartsýnir á að eigendaskipti gangi að fullu í gegn á næstu mánuðum. Kaupverðið er trúnaðarmál segir í tilkynningu. En samkvæmt heimildum Vísis má áætla að verðið sé ekki undir fimmtán milljörðum króna. Pt Capital Advisors er dótturfélag Pt Capital. Fyrirtækið, sem er með aðsetur í Anchorage, Alaska, leggur megin áherslu á fjárfestingar á norðurslóðum. Félög innan Pt samstæðunnar sameina viðskiptasambönd sín og sérþekkingu í fjármálum til að fjárfesta í tækifærum í Alaska, norðanverðu Kanada, Grænlandi og Íslandi. Nova er fyrsta fjárfesting Pt Capital Advisors hér á landi. Novator er fjárfestingafélag undir stjórn Björgólfs Thors Björgólfssonar. Novator stofnaði Nova árið 2006, en fyrirtækið tók til starfa í desember 2007. Á þeim tæpu 9 árum sem liðin eru hefur Nova náð mestri markaðshlutdeild fyrirtækja á íslenskum farsímamarkaði. Nova var fjármagnað frá grunni með eigin fé og hefur allan tímann verið að fullu í eigu Novators og stjórnenda Nova. Novator á tvö önnur fjarskiptafyrirtæki, Play í Póllandi og WOM í Chile, með 17 milljón viðskiptavini samtals.Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi Nova, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova og Hugh S. Short, stofnandi og stjórnarformaður Pt CapitalHugh S. Short, stofnandi og stjórnarformaður Pt Capital: „Fjárfesting Pt Capital Advisors á Íslandi fer saman við að nú horfir heimurinn til norðurslóða í leit að nýjum markaðstækifærum. Við teljum Nova hafa sýnt framúrskarandi árangur á íslenskum fjarskiptamarkaði undir forystu Novator sem stofnanda.Við ætlum okkur að styðja vel við stjórnendur og stefnu fyrirtækisins, þróa félagið inn á nýjar brautir og leggja áherslu á að viðskiptavinir Nova verði áfram ánægðustu viðskiptavinir í farsímaþjónustu á Íslandi.“ Björgólfur Thor Björgólfsson, stofnandi Nova: „Nova er sterkt fyrirtæki og ég er stoltur af uppbyggingu þess og þeim störfum sem það hefur skapað sl. áratug. Sú samkeppni, sem fyrirtækið veitti þeim sem fyrir voru á markaði, hefur leitt til lægri farsímakostnaðar og betri þjónustu hér á landi. Það er sérstaklega ánægjulegt að erlendir fjárfestar með reynslu af farsímamarkaði telji góðan kost að taka þátt í íslensku viðskiptalífi. Slík innspýting í íslenskan efnahag er afar mikilvæg.“Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova: „Við höfum átt frábært samstarf við Novator undanfarin ár og á sama tíma og við kveðjum þá, þá hlökkum við til nýrra tíma með nýjum eigenda. Við erum stolt af því að hafa byggt upp fyrirtæki sem hefur náð góðum árangri á íslenskum fjarskiptamarkaði og fjárfesting Pt í Nova er viðurkenning á árangri okkar og framtíðarsýn.“ Kvika banki leiddi söluferlið af hálfu seljanda. Íslensk verðbréf hf. veitti PT Capital Advisors ráðgjöf í tengslum við kaupin.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira