Kjartan Ragnarsson vill byggja hótel í Brákarey í Borgarnesi Heiðar Lind Hansson skrifar 5. október 2016 07:00 Svæðið þar sem hugmyndin er að hótelið rísi. mynd/gunnhildur lind Kjartan Ragnarsson, einn aðaleigandi Landnámssetursins í Borgarnesi, hefur farið þess á leit að Borgarbyggð breyti skipulagi í Brákarey svo hægt verði að sækja um lóð undir hótel við Borgarneshöfn. Þetta kemur fram í bréfi Kjartans til sveitarfélagsins sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 15. september, en hann hyggst sjálfur sækja um lóðina fyrir hönd rekstrarfélags Landnámssetursins.Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.vísir/antonNúgildandi skipulag gerir ráð fyrir hafnarstarfsemi á svæðinu sem er á forræði Faxaflóahafna. Þar hafa lítil sem engin umsvif verið síðustu áratugi. „Þau tíu ár sem ég hef verið hérna þá hef ég alltaf talað um að þetta væri eyja í atvinnuleit,“ segir Kjartan, en Brákarey var áður meginvettvangur landbúnaðarvinnslu og iðnaðar í Borgarnesi. „Framtíð þessa byggðakjarna er ferðaþjónustan,“ segir Kjartan sem kveðst horfa til byggingar Reykjavik Marina hótelsins við gömlu höfnina í Reykjavík sem fyrirmyndar að því að auka athafnalíf í eynni. Svæðið sem Kjartan hefur augastað á er elsti hluti hafnarinnar, svonefnd gamla bryggja. Hann segir um fallega staðsetningu að ræða, en þaðan er útsýni yfir Mýrar og út á Snæfellsnes. Hann er vongóður um framhaldið og hefur fengið jákvæðar undirtektir hjá sveitarstjórnarmönnum. „Hugmyndin hjá okkur er að sjálfsögðu að fá sterka fjárfestingu inn í dæmið. Þetta er langhlaup og eitthvað sem verður ekki hlaupið að í hvelli,“ segir Kjartan sem ítrekar að hugmyndin sé á frumstigi. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir hugmyndina áhugaverða. Hann minnir á að sveitarfélagið hafi ýmsar skyldur í þessu sambandi bæði hvað varðar deiliskipulag og jafnræðisreglu og að hugleiða þurfi vel öll skref í þeim efnum. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kveðst vera ánægður með hugmyndina. „Sem kunnugt er er ekki mikið líf í höfninni í Borgarnesi. Hótel í þeim dúr sem Kjartan er að tala um myndi bara lífga upp á svæðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Kjartan Ragnarsson, einn aðaleigandi Landnámssetursins í Borgarnesi, hefur farið þess á leit að Borgarbyggð breyti skipulagi í Brákarey svo hægt verði að sækja um lóð undir hótel við Borgarneshöfn. Þetta kemur fram í bréfi Kjartans til sveitarfélagsins sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 15. september, en hann hyggst sjálfur sækja um lóðina fyrir hönd rekstrarfélags Landnámssetursins.Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.vísir/antonNúgildandi skipulag gerir ráð fyrir hafnarstarfsemi á svæðinu sem er á forræði Faxaflóahafna. Þar hafa lítil sem engin umsvif verið síðustu áratugi. „Þau tíu ár sem ég hef verið hérna þá hef ég alltaf talað um að þetta væri eyja í atvinnuleit,“ segir Kjartan, en Brákarey var áður meginvettvangur landbúnaðarvinnslu og iðnaðar í Borgarnesi. „Framtíð þessa byggðakjarna er ferðaþjónustan,“ segir Kjartan sem kveðst horfa til byggingar Reykjavik Marina hótelsins við gömlu höfnina í Reykjavík sem fyrirmyndar að því að auka athafnalíf í eynni. Svæðið sem Kjartan hefur augastað á er elsti hluti hafnarinnar, svonefnd gamla bryggja. Hann segir um fallega staðsetningu að ræða, en þaðan er útsýni yfir Mýrar og út á Snæfellsnes. Hann er vongóður um framhaldið og hefur fengið jákvæðar undirtektir hjá sveitarstjórnarmönnum. „Hugmyndin hjá okkur er að sjálfsögðu að fá sterka fjárfestingu inn í dæmið. Þetta er langhlaup og eitthvað sem verður ekki hlaupið að í hvelli,“ segir Kjartan sem ítrekar að hugmyndin sé á frumstigi. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir hugmyndina áhugaverða. Hann minnir á að sveitarfélagið hafi ýmsar skyldur í þessu sambandi bæði hvað varðar deiliskipulag og jafnræðisreglu og að hugleiða þurfi vel öll skref í þeim efnum. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kveðst vera ánægður með hugmyndina. „Sem kunnugt er er ekki mikið líf í höfninni í Borgarnesi. Hótel í þeim dúr sem Kjartan er að tala um myndi bara lífga upp á svæðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00