Markaðurinn fór fram úr sér: Vaxtalækkunin byggð á vitlausum tölum Sæunn Gísladóttir skrifar 5. október 2016 14:12 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Aðstoðarseðlabankastjóri sagði á stýrivaxtafundi í dag að síðasta vaxtalækkun hefði verði byggð á röngum forsendum að hluta þar sem skekkja hefði verði í verðbólgumælingu Hagstofunnar. Bætti seðlabankastjóri því við að viðbrögð markaðarins við þeirri ákvörðun hefði verið þannig að hann hefði tímabundið farið nokkuð fram úr sér. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans hélt stýrivöxtum bankans óbreyttum í takti við spá flestra sem spá opinberlega fyrir um stýrivexti. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. Viðbrögð á innlendum fjármálamarkaði við ákvörðun peningastefnunefndar voru þau í morgun að ávöxtunarkrafa óverðtryggra skuldabréfa hækkaði nokkuð. Veltan á markaði hefur hins vegar verið hófleg enn sem komið er.Sjá einnig: Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðumFyrstu skref í losun hafta fyrir 16. nóvemberSeðlabankastjóri nefndi á kynningarfundi vegna ákvörðunarinnar í morgun að næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður 16. nóvember, en þá mun nefndin vera með í höndunum nýa verðbólgu- og hagvaxtarspá bankans og einnig verður þá væntanlega búið að stíga fyrstu skref í losun hafta. Ljóst er að nefndin verður þá með afar mikilvæga þætti er varðar ákvörðun um stýrivexti og næstu skref í peningastjórnuninni. Sagði Seðlabankastjóri að í ljósi væntanlegra skrefa í losun hafta gæti það orðið hluti af spá bankans í nóvember að hafa gengið sem spábreytu, en hingað til hefur bankinn verið með fast gengi sem forsendu í sínum spám.Hafa ekki áhyggjur af kostnaði við stóran gjaldeyrisforðaVarðandi kostnað við núverandi gjaldeyrisforða, sem er umtalsverður fyrir Seðlabankann, sagði seðlabankastjóri að allir væru með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir og það væri kostnaðarsamt vegna þess að varasjóðsmyntirnar væru með lága vexti. Sagði hann að ekki væri rétt að gera of mikið úr þessum kostnaði, að hér væri ekki um vandamál að ræða þó svo að forðinn væri kominn nokkuð yfir lágmarksviðmið um stærð forðans. Einnig sagði hann að rétt væri að hafa það í huga að ekki væri búið að losa gjaldeyrishöftin og að bankinn yrði að vera með viðbúnað til að standast það útflæði sem reiknað væri með að í versta felli gæti orðið. Sagði hann að allskonar tækifæri yrðu í framtíðinni til að losa forðann og að vonandi sköpuðust aðstæður til að draga úr mun á innlendum og erlendum vöxtum þegar fram í sækir. Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. 5. október 2016 08:55 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Aðstoðarseðlabankastjóri sagði á stýrivaxtafundi í dag að síðasta vaxtalækkun hefði verði byggð á röngum forsendum að hluta þar sem skekkja hefði verði í verðbólgumælingu Hagstofunnar. Bætti seðlabankastjóri því við að viðbrögð markaðarins við þeirri ákvörðun hefði verið þannig að hann hefði tímabundið farið nokkuð fram úr sér. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans hélt stýrivöxtum bankans óbreyttum í takti við spá flestra sem spá opinberlega fyrir um stýrivexti. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. Viðbrögð á innlendum fjármálamarkaði við ákvörðun peningastefnunefndar voru þau í morgun að ávöxtunarkrafa óverðtryggra skuldabréfa hækkaði nokkuð. Veltan á markaði hefur hins vegar verið hófleg enn sem komið er.Sjá einnig: Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðumFyrstu skref í losun hafta fyrir 16. nóvemberSeðlabankastjóri nefndi á kynningarfundi vegna ákvörðunarinnar í morgun að næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður 16. nóvember, en þá mun nefndin vera með í höndunum nýa verðbólgu- og hagvaxtarspá bankans og einnig verður þá væntanlega búið að stíga fyrstu skref í losun hafta. Ljóst er að nefndin verður þá með afar mikilvæga þætti er varðar ákvörðun um stýrivexti og næstu skref í peningastjórnuninni. Sagði Seðlabankastjóri að í ljósi væntanlegra skrefa í losun hafta gæti það orðið hluti af spá bankans í nóvember að hafa gengið sem spábreytu, en hingað til hefur bankinn verið með fast gengi sem forsendu í sínum spám.Hafa ekki áhyggjur af kostnaði við stóran gjaldeyrisforðaVarðandi kostnað við núverandi gjaldeyrisforða, sem er umtalsverður fyrir Seðlabankann, sagði seðlabankastjóri að allir væru með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir og það væri kostnaðarsamt vegna þess að varasjóðsmyntirnar væru með lága vexti. Sagði hann að ekki væri rétt að gera of mikið úr þessum kostnaði, að hér væri ekki um vandamál að ræða þó svo að forðinn væri kominn nokkuð yfir lágmarksviðmið um stærð forðans. Einnig sagði hann að rétt væri að hafa það í huga að ekki væri búið að losa gjaldeyrishöftin og að bankinn yrði að vera með viðbúnað til að standast það útflæði sem reiknað væri með að í versta felli gæti orðið. Sagði hann að allskonar tækifæri yrðu í framtíðinni til að losa forðann og að vonandi sköpuðust aðstæður til að draga úr mun á innlendum og erlendum vöxtum þegar fram í sækir.
Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. 5. október 2016 08:55 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Stýrivextir óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. 5. október 2016 08:55