Markaðurinn fór fram úr sér: Vaxtalækkunin byggð á vitlausum tölum Sæunn Gísladóttir skrifar 5. október 2016 14:12 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Aðstoðarseðlabankastjóri sagði á stýrivaxtafundi í dag að síðasta vaxtalækkun hefði verði byggð á röngum forsendum að hluta þar sem skekkja hefði verði í verðbólgumælingu Hagstofunnar. Bætti seðlabankastjóri því við að viðbrögð markaðarins við þeirri ákvörðun hefði verið þannig að hann hefði tímabundið farið nokkuð fram úr sér. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans hélt stýrivöxtum bankans óbreyttum í takti við spá flestra sem spá opinberlega fyrir um stýrivexti. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. Viðbrögð á innlendum fjármálamarkaði við ákvörðun peningastefnunefndar voru þau í morgun að ávöxtunarkrafa óverðtryggra skuldabréfa hækkaði nokkuð. Veltan á markaði hefur hins vegar verið hófleg enn sem komið er.Sjá einnig: Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðumFyrstu skref í losun hafta fyrir 16. nóvemberSeðlabankastjóri nefndi á kynningarfundi vegna ákvörðunarinnar í morgun að næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður 16. nóvember, en þá mun nefndin vera með í höndunum nýa verðbólgu- og hagvaxtarspá bankans og einnig verður þá væntanlega búið að stíga fyrstu skref í losun hafta. Ljóst er að nefndin verður þá með afar mikilvæga þætti er varðar ákvörðun um stýrivexti og næstu skref í peningastjórnuninni. Sagði Seðlabankastjóri að í ljósi væntanlegra skrefa í losun hafta gæti það orðið hluti af spá bankans í nóvember að hafa gengið sem spábreytu, en hingað til hefur bankinn verið með fast gengi sem forsendu í sínum spám.Hafa ekki áhyggjur af kostnaði við stóran gjaldeyrisforðaVarðandi kostnað við núverandi gjaldeyrisforða, sem er umtalsverður fyrir Seðlabankann, sagði seðlabankastjóri að allir væru með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir og það væri kostnaðarsamt vegna þess að varasjóðsmyntirnar væru með lága vexti. Sagði hann að ekki væri rétt að gera of mikið úr þessum kostnaði, að hér væri ekki um vandamál að ræða þó svo að forðinn væri kominn nokkuð yfir lágmarksviðmið um stærð forðans. Einnig sagði hann að rétt væri að hafa það í huga að ekki væri búið að losa gjaldeyrishöftin og að bankinn yrði að vera með viðbúnað til að standast það útflæði sem reiknað væri með að í versta felli gæti orðið. Sagði hann að allskonar tækifæri yrðu í framtíðinni til að losa forðann og að vonandi sköpuðust aðstæður til að draga úr mun á innlendum og erlendum vöxtum þegar fram í sækir. Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. 5. október 2016 08:55 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Aðstoðarseðlabankastjóri sagði á stýrivaxtafundi í dag að síðasta vaxtalækkun hefði verði byggð á röngum forsendum að hluta þar sem skekkja hefði verði í verðbólgumælingu Hagstofunnar. Bætti seðlabankastjóri því við að viðbrögð markaðarins við þeirri ákvörðun hefði verið þannig að hann hefði tímabundið farið nokkuð fram úr sér. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans hélt stýrivöxtum bankans óbreyttum í takti við spá flestra sem spá opinberlega fyrir um stýrivexti. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. Viðbrögð á innlendum fjármálamarkaði við ákvörðun peningastefnunefndar voru þau í morgun að ávöxtunarkrafa óverðtryggra skuldabréfa hækkaði nokkuð. Veltan á markaði hefur hins vegar verið hófleg enn sem komið er.Sjá einnig: Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðumFyrstu skref í losun hafta fyrir 16. nóvemberSeðlabankastjóri nefndi á kynningarfundi vegna ákvörðunarinnar í morgun að næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður 16. nóvember, en þá mun nefndin vera með í höndunum nýa verðbólgu- og hagvaxtarspá bankans og einnig verður þá væntanlega búið að stíga fyrstu skref í losun hafta. Ljóst er að nefndin verður þá með afar mikilvæga þætti er varðar ákvörðun um stýrivexti og næstu skref í peningastjórnuninni. Sagði Seðlabankastjóri að í ljósi væntanlegra skrefa í losun hafta gæti það orðið hluti af spá bankans í nóvember að hafa gengið sem spábreytu, en hingað til hefur bankinn verið með fast gengi sem forsendu í sínum spám.Hafa ekki áhyggjur af kostnaði við stóran gjaldeyrisforðaVarðandi kostnað við núverandi gjaldeyrisforða, sem er umtalsverður fyrir Seðlabankann, sagði seðlabankastjóri að allir væru með stóran gjaldeyrisforða um þessar mundir og það væri kostnaðarsamt vegna þess að varasjóðsmyntirnar væru með lága vexti. Sagði hann að ekki væri rétt að gera of mikið úr þessum kostnaði, að hér væri ekki um vandamál að ræða þó svo að forðinn væri kominn nokkuð yfir lágmarksviðmið um stærð forðans. Einnig sagði hann að rétt væri að hafa það í huga að ekki væri búið að losa gjaldeyrishöftin og að bankinn yrði að vera með viðbúnað til að standast það útflæði sem reiknað væri með að í versta felli gæti orðið. Sagði hann að allskonar tækifæri yrðu í framtíðinni til að losa forðann og að vonandi sköpuðust aðstæður til að draga úr mun á innlendum og erlendum vöxtum þegar fram í sækir.
Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. 5. október 2016 08:55 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Stýrivextir óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25 prósent. 5. október 2016 08:55