Hefur alltaf valið sér krefjandi störf Sæunn Gísladóttir skrifar 5. október 2016 12:00 Guðný Helga Herbertsdóttir segir mestan frítímann fara í fjölskylduna, þau skíða og ferðast saman, auk þess sem hún kann að meta góð matarboð. Vísir/GVA Guðný Helga Herbertsdóttir var á dögunum ráðin markaðsstjóri VÍS og hefur störf þar eftir nokkrar vikur. Guðný Helga mun leiða markaðs- og ímyndarstarf VÍS sem og stefnumótun markaðsdeildar. Hún hefur að undanförnu gegnt stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítala, allt frá fyrri hluta árs 2015. „Þetta er mjög spennandi, mig langaði að breyta til og færa mig meira yfir í markaðsmálin. En ég er þó þeirrar skoðunar að línan þarna á milli sé rosalega fín. Þú verður alltaf að horfa á það sem kemur frá stofnun og fyrirtæki sem eina heild hvort sem maður er almannatengill eða í markaðsdeild,“ segir hún. Guðný Helga er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku. Áður var hún upplýsingafulltrúi Íslandsbanka þar sem hún leiddi einnig stefnumótun bankans í samfélagsábyrgð. Fyrir það starfaði hún um árabil sem fréttamaður og þáttastjórnandi hjá 365 miðlum. „Þetta er búinn að vera ævintýralegur tími hjá Landspítalanum og það eru forréttindi að fá tækifæri til að kynnast þjóðarsjúkrahúsinu eins vel og ég hef gert. Ég hef séð hluti og kynnst hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum gerir það vegna hugsjónar og það verður öðruvísi ástríða í því,“ segir Guðný Helga. Frá því að hún tók við starfinu á Landspítalanum hefur margt gengið þar á, hún segist þó ekki fara vegna mikils álags. „Ég hef alltaf valið mér þannig störf að það sé mikið að gera hjá mér. Ég var viðskiptablaðamaður í hruninu, ég vann hjá bönkunum eftir hrun og vann hjá Landspítalanum í gegnum verkföll. Álag á ekki illa við mig,“ segir hún. Maður Guðnýjar Helgu er Pétur Rúnar Pétursson flugstjóri og eiga þau samtals fjögur börn. „Við erum með börn á öllum skólastigum í Garðabæ, þannig að það má segja að við séum að nýta útsvarið sem best,“ segir Guðný Helga kímin. Utan vinnunnar fer því mikill tími í fjölskylduna. „Við erum með litla stelpu sem er þriggja ára þannig að það sem við gerum í frítíma okkar er mjög mikið fjölskyldutengt. Við höfum spilað mikið golf í gegnum tíðina, en forgjöfin fór hressilega niður þegar yngsta barnið bættist við. Svo höfum við farið á skíði og verið dugleg að ferðast. Einnig finnst okkur voða gott að hitta vini okkar, borða góðan mat og drekka gott vín,“ segir Guðný Helga. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Guðný Helga Herbertsdóttir var á dögunum ráðin markaðsstjóri VÍS og hefur störf þar eftir nokkrar vikur. Guðný Helga mun leiða markaðs- og ímyndarstarf VÍS sem og stefnumótun markaðsdeildar. Hún hefur að undanförnu gegnt stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítala, allt frá fyrri hluta árs 2015. „Þetta er mjög spennandi, mig langaði að breyta til og færa mig meira yfir í markaðsmálin. En ég er þó þeirrar skoðunar að línan þarna á milli sé rosalega fín. Þú verður alltaf að horfa á það sem kemur frá stofnun og fyrirtæki sem eina heild hvort sem maður er almannatengill eða í markaðsdeild,“ segir hún. Guðný Helga er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku. Áður var hún upplýsingafulltrúi Íslandsbanka þar sem hún leiddi einnig stefnumótun bankans í samfélagsábyrgð. Fyrir það starfaði hún um árabil sem fréttamaður og þáttastjórnandi hjá 365 miðlum. „Þetta er búinn að vera ævintýralegur tími hjá Landspítalanum og það eru forréttindi að fá tækifæri til að kynnast þjóðarsjúkrahúsinu eins vel og ég hef gert. Ég hef séð hluti og kynnst hlutum sem ég hefði annars ekki haft tækifæri til. Fólk sem vinnur í heilbrigðisgeiranum gerir það vegna hugsjónar og það verður öðruvísi ástríða í því,“ segir Guðný Helga. Frá því að hún tók við starfinu á Landspítalanum hefur margt gengið þar á, hún segist þó ekki fara vegna mikils álags. „Ég hef alltaf valið mér þannig störf að það sé mikið að gera hjá mér. Ég var viðskiptablaðamaður í hruninu, ég vann hjá bönkunum eftir hrun og vann hjá Landspítalanum í gegnum verkföll. Álag á ekki illa við mig,“ segir hún. Maður Guðnýjar Helgu er Pétur Rúnar Pétursson flugstjóri og eiga þau samtals fjögur börn. „Við erum með börn á öllum skólastigum í Garðabæ, þannig að það má segja að við séum að nýta útsvarið sem best,“ segir Guðný Helga kímin. Utan vinnunnar fer því mikill tími í fjölskylduna. „Við erum með litla stelpu sem er þriggja ára þannig að það sem við gerum í frítíma okkar er mjög mikið fjölskyldutengt. Við höfum spilað mikið golf í gegnum tíðina, en forgjöfin fór hressilega niður þegar yngsta barnið bættist við. Svo höfum við farið á skíði og verið dugleg að ferðast. Einnig finnst okkur voða gott að hitta vini okkar, borða góðan mat og drekka gott vín,“ segir Guðný Helga.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira