Fleiri fréttir

Breska pundið ekki lægra í rúm þrjátíu ár

Breska Sterlingspundið heldur áfram að veikjast á mörkuðum og í morgun hélt sú þróun áfram. Pundið hefur ekki verið lægra gagnvart bandaríkjadal í þrjátíu og eitt ár, eða frá árinu 1985. Hrun pundsins má fyrst og fremst rekja til þeirrar ákvörðunar Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en frá því það var ákveðið hefur gjaldmiðillinn veikst um fimmtán prósent.

Neikvæðni einkenndi markaði

Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir að eftir góða byrjun á mörkuðum í upphafi hausts hafi samverkandi fréttir og áhyggjur hafa haft neikvæð áhrif á stemninguna í lok mánaðarins, en svo hafi birt aftur til um helgina og léttara yfir mörkuðum á ný í byrjun þessarar viku.

Tvöfalt meiri sala hjá Tesla

Rafbílaframleiðandinn Tesla afhenti 24.500 bíla á síðasta ársfjórðungi, samanborið við 11.603 á sama ársfjórðungi árið áður.

Meirihlutinn á móti lækkun gjaldskrár OR

Borgarfulltrúi vill að skoðað verði hvort Orkuveitan geti lækkað gjaldskrár. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið greiði út arð eftir tvö ár. Meirihlutinn er á móti.

Bréfin hríðféllu eftir sölu Olgu

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkaði um 4,89 prósent í kjölfar þess að Katrín Olga Jóhannesdóttir, athafnakona og stjórnarmaður Icelandair Group, seldi 400 þúsund hluti í félaginu.

Fall Deutsche hefði lítil áhrif á Íslandi

Ef allt fer á versta veg hjá þýska bankarisanum Deutsche Bank og bankinn fer á hausinn mun það líklega hafa lítil efnahagsleg áhrif á Íslandi, en einhver markaðsáhrif. Þetta er mat Guðjóns Á. Guðjónsson, forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis.

Segja íslenskt viskí betra en það skoska

Eimverk Distillery hlaut Íslenska matarsprotann, sem veittur var í fyrsta sinn. Bruggverksmiðjan, sem bruggar íslenskt viskí og gin, hefur hlotið mörg verðlaun á síðustu árum og selur nú til þrettán landa. Taðreykt viskí er væntanlegt.

Fataverð ekki lækkað í takt við afnám gjalda

Fata- og skóverð hefur lækkað mun minna en sem nemur afnámi tolla og styrkingu krónunnar á síðasta ári. Varaformaður Neytendasamtakanna segir þetta vonbrigði. Hann segir afnám tolla ekki hafa átt að skila sér í vasa kaupmanna.

Telur að uppgötvanir ÍE á sviði erfðafræði standi upp úr á heimsvísu

Uppgötvanir Íslenskrar erfðagreiningar á stökkbreytingu í brjóstakrabbameinsgeni munu koma til með að skipta mestu máli þegar upp er staðið að mati forstjóra fyrirtækisins. Ritstjóri eins virtasta fagtímarits heims á sviði erfðafræði telur að röðun Íslenskrar erfðagreiningar á genamengi mannsins á árinu 2002 standi upp úr í rannsóknum á erfðafræði í heiminum.

Tjarnargatan vann til tveggja verðlauna

Verðlaunin voru fyrir "Hold Fokus” herferðina sem Tjarnargatan vann fyrir norska tryggingarfyrirtækið Gjensidige, Trygg Trafik og PR-opertørene.

Húsnæðislán lífeyrissjóðanna hafa margfaldast milli ára

Heildarupphæð nýrra útlána lífeyrissjóða til heimila áttfaldaðist á fyrri helmingi ársins. Samtök fjármálafyrirtækja vilja banna lífeyrissjóðunum að veita sjóðsfélagalán. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir lánin ve

Ekki fleiri uppsagnir á dagskrá

Engar hópuppsagnir eru fyrirhugaðar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka, en á miðvikudag var 46 starfsmönnum Arion banka sagt upp.

Íslensk þrívíddarlinsa fyrir snjallsíma komin á markað

Kúla Bebe, þrívíddarlinsa fyrir snjallsíma úr smiðju íslenska fyrirtækisins Kúlu, er nú komin í forsölu á vefsíðu fyrirtækisins. Kúlunni er smellt á snjallsíma og svo má nota frítt smáforrit Kúlu og Kúlacode-tölvuforritið til að breyta myndunum, sem teknar hafa verið, í þrívíddarformat og skoða þær í tölvu eða síma.

Virðing opnar í London

Gunnar Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Virðingar í Bretlandi.

Sjá næstu 50 fréttir