Fleiri fréttir

Nýju bankarnir of stórir og áhættan enn til staðar

Sérfræðingar á fjármálamarkaði telja að of mikil áhætta sé í bankakerfinu, bankarnir séu of stórir og séu í reynd smækkuð útgáfa af stóru bönkunum fyrir hrun. Framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum telur þó ekki ástæðu til að hafa áhyggjur.

Fitch segir langtímahorfur stöðugar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest ákveðið að halda lánshæfismati Íslands áfram í einkunninni BBB og BBB+. Fyrirtækið metur það sem svo að horfur í efnahagsmálum hér á landi séu stöðugar til langs tíma.

Ódýrara að byggja fjölbýlishús en kaupa

Kostnaður við að byggja þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishús í Reykjavík er nú í fyrsta sinn frá hruni lægri en kaupverð fjölbýlis. Hagstæðast að byggja fjölbýlishús með lyftu.

Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum VM grípi til aðgerða

Stjórn Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) hefur óskað eftir því að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum félagsmanna VM sjái til þess að sjóðirnir selji hlutabréf sín í fyrirtækjum sem bjóða stjórnendum "ofurlaun, bónusa og fríðindi."

Fasteignamarkaðurinn hóflega verðlagður

Regína Bjarnadóttir forstöðurmaður greiningardeildar Arion banka telur að svigrúm sé til hækkana. Vísir spjallaði við Regínu á Framkvæmdaþingi í dag.

Telur stýrinefnd hafa brotið lög og FME sofið á verðinum

Stýrinefnd ríkisstjórnarinnar ræddi það á fundi sínum árið 2009 hvernig best væri að komast hjá málshöfðunum sem reist væru á þeirri forsendu að ríkisvaldið hefði ekki fylgt ákvæðum neyðarlaganna. Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum eigandi BM Vallár segir stýrinefndina hafa brotið lög í störfum sínum og FME hafi sofið á verðinum.

Leikskólinn 101 gjaldþrota

Leikskólanum var lokað síðasta haust þegar mikil umræða varð um harðræði starfsmanna gegn börnunum sem skólann sóttu.

Ekkert bólar á loðnunni

29 norsk loðnuskip leitanú að loðnu austur af landinu en finna ekkert. Íslensku skipin eru hinsvegar öll í höfn og bíða fregna af miðunum. Ástæða þess að norsku skipin leggja ofur áherslu á að finna loðnuna sem fyrst, er að þau hafa ekki veiðiheimildir til að veiða í íslenkri lögsögu lengur en til 15. febrúar.

Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum

Seldum gistinóttum heilsárshótela fjölgaði um 31 prósent í desember miðað við sama mánuð 2012. Á Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði seldum gistinóttum um 135 prósent.

Twitter tapar 74 milljörðum

Samskiptamiðillinn Twitter tapaði 645 milljónum dala, eða um 74 milljörðum króna, á síðasta ár.

Öll norsku skipin leita nú að loðnunni

Öll tuttugu og fimm norsku loðnuskipi sem verið hafa í höfnum undanfarna daga vegna óveðurs og þess, að loðnan finnst ekki, eru haldin út til leitar austur af landinu og sömuleiðis nokkur íslensk loðnuskip.

Öllum skipverjum á Brimnesi sagt upp

Ölllum skipverjum á frystitogaranum Brimnesi RE var sagt upp í gær. Leita á verkefna fyrir skipið erlendis og er Grænland eitt þeirra landa sem horft er til. Þar í landi er kveðið á um að allir undirmenn verði að vera grænlenskir.

Wow air ekki til Norður-Ameríku

Flugfélagið Wow air hefur frestað Norður-Ameríkuflugi sínu sem átti að hefjast í maí 2014 fram á næsta sumar. Einnig verður hætt við flug til Stokkhólms.

Varaborgarfulltrúi í hart við smálánafyrirtæki

„Það má segja að ég sé í aðför gegn smálánafyrirtækjum, enda tel ég þessa gjaldtöku flýtiþjónustugjalds ólögmæta," segir Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér

Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni.

Gamma ekki allsráðandi

Skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir slæmt ef félag á borð við Gamma verður allsráðandi á markaðnum. Það væri algjörlega andstætt húsnæðisstefnu ráðsins.

Taldi mikilvægt að halda frið við erlenda kröfuhafa

Fyrirtækið Hawkpoint sem var ráðgjafi síðustu ríkisstjórnar lagðist í fyrstu gegn því að þrotabú Kaupþings og Glitnis fengju eignarhluti í Arion banka og Íslandsbanka. Ráðuneytisstjóri taldi mikilvægt fyrir ríkið að halda frið við erlenda kröfuhafa bankanna.

Gæðingur í áldósir

Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta.

Sjá næstu 50 fréttir