Viðskipti innlent

Gæðingur í áldósir

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
MYND/EINKASAFN
Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta.„Við vorum að kaupa dósaátöppunarvél og stefnum á að gangsetja hana á morgun með það fyrir augum að fyrsti dósabjórinn komi í verslanir 1. mars,“ segir Árni Hafstað, einn eigandi brugghússins sem segir dagsetninguna ekki hafa verið ákveðna sérstaklega með afmælis bjórsins á Íslandi í huga. En það sé engu að síður skemmtileg tilviljun.Dósirnar segir hann eitthvað ódýrari í innkaupum en það muni ekki miklu fyrir neytandann, líklega um 15 krónur á stykkið. Kosturinn við dósir umfram flöskur sé að dósirnar séu ódýrari og þægilegri í flutningum enda séu þær miklu léttari.Margir nenna alls ekki að kaupa bjór í gleri að sögn Árna og vonir standa því til að ná til þess hóps. Áldósir eru umhverfisvænni en flöskur þar sem hægt er að endurvinna ál betur en gler.Hönnun dósanna var einföld. „Þær verða silfurlitaðar og við setjum miða á þær eins og flöskurnar,“ segir Árni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.