Tveir lífeyrissjóðir eiga í öllum félögum á Aðallista Kauphallarinnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Spáð í spilin. Frá morgunverðarfundi sem haldinn var í nóvember síðastliðnum um lífeyrissjóðina og atvinnulífið. Fréttablaðið/GVA Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,44 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Umsvifin hafa aukist töluvert á einu ári, en í ársbyrjun í fyrra var frá því greint að sjóðirnir ættu um 29 prósent af heildarvirði skráðra hlutabréfa á listanum. Líkast til er eignarhlutur sjóðanna eitthvað stærri því í samantektinni er einungis horft til skráningar á lista yfir 20 stærstu eigendur hvers félags, eins og hún var um síðustu mánaðamót. Einhverjir sjóðir gætu átt smærri hlut sem ekki nær á listann, auk þess sem ekki er tekið tillit til eignar í hlutabréfasjóðum.Langmest eiga lífeyrissjóðir í N1, eða 60,4 prósent hlutafjár. Þar á eftir koma svo Icelandair og Vodafone þar sem sjóðirnir eiga 46,8 og 45,1 prósent. Minnst er eign þeirra í VÍS, 17,4 prósent. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hvetur lífeyrissjóði til að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja. Þess sé þörf í ljósi aukinna umsvifa þeirra innanlands vegna gjaldeyrishafta. Hætt sé við að halli á samkeppnisumhverfið ef eigendaaðhald er ónógt með fyrirtækjum. Eins þurfi að hafa sérstaka gát á eignarhaldi félaga sem eiga í samkeppni, en yfirferð á lista yfir 20 stærstu leiðir í ljós að sex lífeyrissjóðir eiga bæði í TM og VÍS í Kauphöllinni. Þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna meðal stærstu eigenda. Þá eiga tveir lífeyrissjóðir í öllum íslensku félögunum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar. Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Samtals eiga lífeyrissjóðir landsins, beint og óbeint, að minnsta kosti 37,44 prósent hlutafjár íslenskra félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Umsvifin hafa aukist töluvert á einu ári, en í ársbyrjun í fyrra var frá því greint að sjóðirnir ættu um 29 prósent af heildarvirði skráðra hlutabréfa á listanum. Líkast til er eignarhlutur sjóðanna eitthvað stærri því í samantektinni er einungis horft til skráningar á lista yfir 20 stærstu eigendur hvers félags, eins og hún var um síðustu mánaðamót. Einhverjir sjóðir gætu átt smærri hlut sem ekki nær á listann, auk þess sem ekki er tekið tillit til eignar í hlutabréfasjóðum.Langmest eiga lífeyrissjóðir í N1, eða 60,4 prósent hlutafjár. Þar á eftir koma svo Icelandair og Vodafone þar sem sjóðirnir eiga 46,8 og 45,1 prósent. Minnst er eign þeirra í VÍS, 17,4 prósent. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hvetur lífeyrissjóði til að endurskoða hvernig þeir koma að eigendaaðhaldi fyrirtækja. Þess sé þörf í ljósi aukinna umsvifa þeirra innanlands vegna gjaldeyrishafta. Hætt sé við að halli á samkeppnisumhverfið ef eigendaaðhald er ónógt með fyrirtækjum. Eins þurfi að hafa sérstaka gát á eignarhaldi félaga sem eiga í samkeppni, en yfirferð á lista yfir 20 stærstu leiðir í ljós að sex lífeyrissjóðir eiga bæði í TM og VÍS í Kauphöllinni. Þar af er Lífeyrissjóður verslunarmanna meðal stærstu eigenda. Þá eiga tveir lífeyrissjóðir í öllum íslensku félögunum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar.
Tengdar fréttir Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00 Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00 Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Áætla má beinan kostnað vegna beiðna fyrirækja um undanþágur frá höftum. Frá og með 2009 hafa um 3.700 fyrirtæki sótt um undanþágu. Erfitt er að setja mælistiku á kostnað þjóðfélagsins við viðvarandi gjaldeyrishöft. 29. janúar 2014 07:00
Þróunarfyrirtæki á hraðri leið úr landi Lítil virkni er orðin í íslenskum félögum sem stofnuð voru um útrás á sviði virkjana og jarðvarma. Gjaldeyrishöft hrekja starfsemina úr landi því erlendir fjárfestar stíga ekki fæti inn fyrir höft. Fólk með sérhæfða þekkingu finnur samt vinnu víða. 30. janúar 2014 07:00
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15
Í haftaumhverfi þurfa lífeyrissjóðir að gæta að sér Eftir því sem gjaldeyrishöft eru lengur í gildi fækkar fjárfestingarkostum lífeyrissjóðanna. Áhætta eykst í rekstri þeirra og dregur úr ávöxtun. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir höftin til þess fallin að vega að samkeppni. 5. febrúar 2014 07:00