Reykjavík Geothermal fær 640 milljóna króna styrk Haraldur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2014 07:15 Jarðvarmavirkjunin sem á að rísa á Corbetti-svæðinu verður ein sú stærsta í heiminum. Mynd/Reykjavík Geothermal Orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal (RG) hefur fengið styrk upp á 4,1 milljónir evra, um 640 milljónir íslenskra króna, vegna framkvæmda við fyrsta áfanga í verkefni fyrirtækisins í Suður-Eþíópíu. Þetta staðfestir Davíð Stefánsson forstöðumaður ráðgjafasviðs RG. Fyrirtækið, sem er í eigu íslenskra og bandarískra fjárfesta, komst í haust að samkomulagi við ríkisstjórn Eþíópíu um að byggja og reka um eitt þúsund megavatta jarðvarmaorkuver í landinu.Davíð StefánssonStyrkurinn kemur úr sjóði sem er ætlað að styðja við jarðvarmaverkefni í Austur-Afríku sem nefnist The Geothermal Risk Mitigation Facility (GRMF). Sjóðurinn var stofnaður af framkvæmdastjórn Afríkubandalagsins (AUC), Innviðasjóði Evrópusambandsins fyrir Afríku og ráðuneyti þróunarmála í Þýskalandi, í samvinnu við þýska þróunarbankann KfW. „Markmið GRMF er að hvetja almenning og fjárfesta til að þróa raforkuframleiðslu með jarðhita í Austur-Afríku með því að veita styrki til rannsókna á yfirborði og borana á fyrstu borholum við leit að jarðhitaauðlindum til orkuframleiðslu. Sjóðurinn veitir styrki til að koma mönnum yfir fyrsta hjallann,“ segir Davíð og bætir því við að styrkurinn geti á endanum orðið enn hærri, eða um 5,8 milljónir evra, um níu hundruð milljónir króna. Verkefni RG í Eþíópíu er unnið í samstarfi við alþjóðlega fjárfesta og miðast við tvo fimm hundruð megavatta áfanga. Áætluð heildarfjárfesting hljómar upp á fimm hundruð milljarða króna. Jarðvarmaorkuverið á að rísa á svæði sem heitir Corbetti þar sem finna má virka eldstöð sem svipar til margra íslenskra eldstöðva. Davíð segir styrkinn eiga að duga fyrir að lágmarki fjörutíu prósentum af kostnaði við borun fyrstu tveggja borholanna. „Þessi styrkur mun auðvelda upphafið að þessu stóra verki sem framundan er í Corbetti-öskjunni í Suður-Eþíópíu jafnframt því að vera viðurkenning á mikilvægi verkefnisins. Íslenskir og eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku.“ Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal (RG) hefur fengið styrk upp á 4,1 milljónir evra, um 640 milljónir íslenskra króna, vegna framkvæmda við fyrsta áfanga í verkefni fyrirtækisins í Suður-Eþíópíu. Þetta staðfestir Davíð Stefánsson forstöðumaður ráðgjafasviðs RG. Fyrirtækið, sem er í eigu íslenskra og bandarískra fjárfesta, komst í haust að samkomulagi við ríkisstjórn Eþíópíu um að byggja og reka um eitt þúsund megavatta jarðvarmaorkuver í landinu.Davíð StefánssonStyrkurinn kemur úr sjóði sem er ætlað að styðja við jarðvarmaverkefni í Austur-Afríku sem nefnist The Geothermal Risk Mitigation Facility (GRMF). Sjóðurinn var stofnaður af framkvæmdastjórn Afríkubandalagsins (AUC), Innviðasjóði Evrópusambandsins fyrir Afríku og ráðuneyti þróunarmála í Þýskalandi, í samvinnu við þýska þróunarbankann KfW. „Markmið GRMF er að hvetja almenning og fjárfesta til að þróa raforkuframleiðslu með jarðhita í Austur-Afríku með því að veita styrki til rannsókna á yfirborði og borana á fyrstu borholum við leit að jarðhitaauðlindum til orkuframleiðslu. Sjóðurinn veitir styrki til að koma mönnum yfir fyrsta hjallann,“ segir Davíð og bætir því við að styrkurinn geti á endanum orðið enn hærri, eða um 5,8 milljónir evra, um níu hundruð milljónir króna. Verkefni RG í Eþíópíu er unnið í samstarfi við alþjóðlega fjárfesta og miðast við tvo fimm hundruð megavatta áfanga. Áætluð heildarfjárfesting hljómar upp á fimm hundruð milljarða króna. Jarðvarmaorkuverið á að rísa á svæði sem heitir Corbetti þar sem finna má virka eldstöð sem svipar til margra íslenskra eldstöðva. Davíð segir styrkinn eiga að duga fyrir að lágmarki fjörutíu prósentum af kostnaði við borun fyrstu tveggja borholanna. „Þessi styrkur mun auðvelda upphafið að þessu stóra verki sem framundan er í Corbetti-öskjunni í Suður-Eþíópíu jafnframt því að vera viðurkenning á mikilvægi verkefnisins. Íslenskir og eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku.“
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira