Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 13:59 Isavia segist ekki koma að úthlutun afgreiðslutíma á Leifsstöð. „Við hörmum að WOW Air sjái sér ekki fært að efna til aukinnar samkeppni og nýta afgreiðslutíma sem félaginu voru úthlutaðir í samræmi við viðurkenndar aðferðir í starfsemi flugfélaga og flugvalla á alþjóðavísu. Isavia kýs ekki að eiga í deilum við viðskiptavini sína en bent skal á að ekki er hægt að úthluta sama afgreiðslutíma tvisvar,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia í yfirlýsingu sem Isavia sendi frá sér rétt í þessu. Björn Óli segir Isavia þegar hafa ráðist í stækkun flugstöðvarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli svo mæta megi aukinni eftirspurn. „Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun á næsta ári. Misskilningur er að ríkið komi að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Notendur greiða,“ segir Björn.Skúli Mogsensen forstjóri Wow air sagði í samtali við Markaðinn í dag að Isavia hafi með þessu máli sýnt af sér vanhæfni í máli sem snýr að úthlutun komu- og brottfaratíma á Leifsstöð og með því að bregðast ekki við vanda Leifsstöðvar sem hann segir of litla til að geta tekið á móti öllum þeim ferðamönnum sem vilja koma til landsins. Isavia segir úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum fara eftir samræmdum evrópskum reglum sem lögfestar eru hérlendis. Óháður aðili annist úthlutun og samræmir afgreiðslutíma á upphafs- og endastöð hvers flugs. Isavia komi þannig ekki að úthlutun afgreiðslutíma og getur ekki haft afskipti af störfum samræmingarstjóra, enda er það óheimilt samkvæmt reglum. Isavia annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurfugvallar. Í yfirlýsingunni segir að eitt af helstu markmiðum í starfi félagsins sé að auka tíðni, og þar með samkeppni, í áætlunarflugi til og frá landinu. Til þess að ýta undir fjölgun flugleiða bjóði Isavia tímabundinn afslátt af lendingargjöldum samkvæmt sérsniðnu hvatakerfi. „Starfsmenn félagsins hafa undanfarin ár fundað með fjölmörgum flugfélögum til þess að kynna þjónustu flugvallarins og Ísland sem áfangastað. Markaðsstarfs félagsins hefur meðal annars skilað sér með þeim hætti að nú halda 17 flugfélög uppi áætlunarflugi til Íslands yfir sumarmánuðina og fimm til sex flugfélög allt árið. Til samanburðar voru fyrir 10 árum einungis sjö flugfélög með tímabundna áætlun og aðeins tvö með áætlun allt árið. Fullyrðingar um að Isavia stuðli ekki að samkeppni í áætlunarflugi eiga því ekki við rök að styðjast," segir í yfirlýsingunni. Isavia segir næga afgreiðslutíma í boði á Keflavíkurflugvelli utan einnar og hálfrar klukkustundar að morgni og síðdegis. „Fjöldi flugfélaga sem geta fengið úthlutað afgreiðslutíma á þessum tveimur háannatímum takmarkast af stærð flugstöðvarinnar og fjölda flugvélastæða við hana. Góður árangur hefur náðst í að auka nýtingu flugstöðvarinnar með dreifðri notkun. Frekari stækkun til aukinnar afkastagetu er mjög kostnaðarsöm,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Isavia. Isavia segir Wow air ekki hafa nýtt sér samkeppnisákvæði í reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum veitir nýjum aðilum á tiltekinni flugleið forgang að helmingi nýrra og lausra afgreiðslutíma. „Isavia hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að félaginu beri að hlutast til um störf óháðs samræmingarstjóra. Félagið telur ákvörðunina vera óeðlilegt inngrip í samræmdar EES-reglur og til þess fallin að skaðað samkeppni í flugi til og frá landinu og kunni að letja erlend flugfélög sökum þess að Samkeppniseftirlitið hygli flugfélögum á heimaflugvelli,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
„Við hörmum að WOW Air sjái sér ekki fært að efna til aukinnar samkeppni og nýta afgreiðslutíma sem félaginu voru úthlutaðir í samræmi við viðurkenndar aðferðir í starfsemi flugfélaga og flugvalla á alþjóðavísu. Isavia kýs ekki að eiga í deilum við viðskiptavini sína en bent skal á að ekki er hægt að úthluta sama afgreiðslutíma tvisvar,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia í yfirlýsingu sem Isavia sendi frá sér rétt í þessu. Björn Óli segir Isavia þegar hafa ráðist í stækkun flugstöðvarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli svo mæta megi aukinni eftirspurn. „Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun á næsta ári. Misskilningur er að ríkið komi að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Notendur greiða,“ segir Björn.Skúli Mogsensen forstjóri Wow air sagði í samtali við Markaðinn í dag að Isavia hafi með þessu máli sýnt af sér vanhæfni í máli sem snýr að úthlutun komu- og brottfaratíma á Leifsstöð og með því að bregðast ekki við vanda Leifsstöðvar sem hann segir of litla til að geta tekið á móti öllum þeim ferðamönnum sem vilja koma til landsins. Isavia segir úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum fara eftir samræmdum evrópskum reglum sem lögfestar eru hérlendis. Óháður aðili annist úthlutun og samræmir afgreiðslutíma á upphafs- og endastöð hvers flugs. Isavia komi þannig ekki að úthlutun afgreiðslutíma og getur ekki haft afskipti af störfum samræmingarstjóra, enda er það óheimilt samkvæmt reglum. Isavia annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurfugvallar. Í yfirlýsingunni segir að eitt af helstu markmiðum í starfi félagsins sé að auka tíðni, og þar með samkeppni, í áætlunarflugi til og frá landinu. Til þess að ýta undir fjölgun flugleiða bjóði Isavia tímabundinn afslátt af lendingargjöldum samkvæmt sérsniðnu hvatakerfi. „Starfsmenn félagsins hafa undanfarin ár fundað með fjölmörgum flugfélögum til þess að kynna þjónustu flugvallarins og Ísland sem áfangastað. Markaðsstarfs félagsins hefur meðal annars skilað sér með þeim hætti að nú halda 17 flugfélög uppi áætlunarflugi til Íslands yfir sumarmánuðina og fimm til sex flugfélög allt árið. Til samanburðar voru fyrir 10 árum einungis sjö flugfélög með tímabundna áætlun og aðeins tvö með áætlun allt árið. Fullyrðingar um að Isavia stuðli ekki að samkeppni í áætlunarflugi eiga því ekki við rök að styðjast," segir í yfirlýsingunni. Isavia segir næga afgreiðslutíma í boði á Keflavíkurflugvelli utan einnar og hálfrar klukkustundar að morgni og síðdegis. „Fjöldi flugfélaga sem geta fengið úthlutað afgreiðslutíma á þessum tveimur háannatímum takmarkast af stærð flugstöðvarinnar og fjölda flugvélastæða við hana. Góður árangur hefur náðst í að auka nýtingu flugstöðvarinnar með dreifðri notkun. Frekari stækkun til aukinnar afkastagetu er mjög kostnaðarsöm,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Isavia. Isavia segir Wow air ekki hafa nýtt sér samkeppnisákvæði í reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum veitir nýjum aðilum á tiltekinni flugleið forgang að helmingi nýrra og lausra afgreiðslutíma. „Isavia hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að félaginu beri að hlutast til um störf óháðs samræmingarstjóra. Félagið telur ákvörðunina vera óeðlilegt inngrip í samræmdar EES-reglur og til þess fallin að skaðað samkeppni í flugi til og frá landinu og kunni að letja erlend flugfélög sökum þess að Samkeppniseftirlitið hygli flugfélögum á heimaflugvelli,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira