Telur stýrinefnd hafa brotið lög og FME sofið á verðinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. febrúar 2014 12:19 Stýrinefnd ríkisstjórnarinnar ræddi það á fundi sínum árið 2009 hvernig best væri að komast hjá málshöfðunum sem reist væru á þeirri forsendu að ríkisvaldið hefði ekki fylgt ákvæðum neyðarlaganna. Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum eigandi BM Vallár segir stýrinefndina hafa brotið lög í störfum sínum og FME hafi sofið á verðinum.Víglundur Þorsteinsson, lögfræðingur og fyrrum eigandi BM Vallár, aflaði fundargerða stýrihópsins með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Merkileg söguleg heimild um aðgerðir eftir hrun Fundargerðirnar sem Víglundur aflaði eru merkileg heimild því þær varpa einstöku ljósi á atburðarásina í aðdraganda þess að kröfuhafar föllnu bankanna eignuðust Arion banka og Íslandsbanka. Það tók Víglund þrjú ár að fá fundargerðirnar afhentar því embættismenn í fjármálaráðuneytinu gerðu allt til að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Á fundi stýrinefndarinnar frá 16. júní 2009 er rætt um hvernig eigi að afhenda kröfuhöfum bankanna eignarhluti í Arion banka og Íslandsbanka þannig að neyðarlögunum verði fylgt. Svo segir: „Unnið er að lausnum til að uppfylla kröfur um sjálfstætt mat á eignasöfnum samkvæmt neyðarlögunum." Þarna er verið vísa í mat á þeim eignasöfnum sem flutt voru yfir til Arion banka og Íslandsbanka eftir að FME tók yfir starfsemi Kaupþings og Glitnis í krafti neyðarlaganna. Verðmatið sem lagt var til grundvallar við flutning eignanna hefur alltaf verið umdeilt. Í fundargerðinni er haft eftir Richard Brown, frá lögmannsstofunni Lovells sem ásamt lögmannsstofunni Landslögum voru helstu ráðgjafar ríkisins í málinu: Richard Brown sagði að það væri „mikilvægt að loka öllum málshöfðunarleiðum á þeirri forsendu að ríkisstjórnin væri ekki að fylgja eigin lögum eftir orðanna hljóðan,“ en þarna var hann að vísa til neyðarlaganna. Víglundur Þorsteinsson segir að þarna séu menn beinlínis að viðurkenna á prenti að þeir hafi farið framhjá neyðarlögunum. „Ég hef aldrei séð skráð í opinbera fundargerð að mönnum sé ljóst að þeir séu að brjóta lög, en það er alveg ljóst að þeim var fulljóst hvað þeir voru að gera. Þeir voru að brjóta neyðarlögin og þeir voru að reyna að smeygja sér framhjá þeim,“ segir Víglundur. Fundargerð ekki tæmandi Þeir sem þekkja til málsins segja að þarna sé um misskilning að ræða eða að fundargerð sé ekki tæmandi. Aldrei hafi staðið til að fylgja ekki neyðarlögunum. Richard Brown hafi átt við að búa ætti þannig um hnútana að lögunum væri fylgt og ekki væri hægt að halda öðru fram. Ljóst er að skilja má ummælin á báða vegu. Víglundur telur að stýrinefndin sjálf hafi brotið lög í störfum sínum með því að fylgja ekki ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) um útgáfu skuldabréfs frá nýju bönkunum til þeirra gömlu. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir að þrotabúin eignuðust nýju bankana með húð og hári. FME hafi sofið á verðinum að þessu leyti. Sjá má ítarlegri umfjöllun og viðtal við Víglund úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Stýrinefnd ríkisstjórnarinnar ræddi það á fundi sínum árið 2009 hvernig best væri að komast hjá málshöfðunum sem reist væru á þeirri forsendu að ríkisvaldið hefði ekki fylgt ákvæðum neyðarlaganna. Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum eigandi BM Vallár segir stýrinefndina hafa brotið lög í störfum sínum og FME hafi sofið á verðinum.Víglundur Þorsteinsson, lögfræðingur og fyrrum eigandi BM Vallár, aflaði fundargerða stýrihópsins með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Merkileg söguleg heimild um aðgerðir eftir hrun Fundargerðirnar sem Víglundur aflaði eru merkileg heimild því þær varpa einstöku ljósi á atburðarásina í aðdraganda þess að kröfuhafar föllnu bankanna eignuðust Arion banka og Íslandsbanka. Það tók Víglund þrjú ár að fá fundargerðirnar afhentar því embættismenn í fjármálaráðuneytinu gerðu allt til að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Á fundi stýrinefndarinnar frá 16. júní 2009 er rætt um hvernig eigi að afhenda kröfuhöfum bankanna eignarhluti í Arion banka og Íslandsbanka þannig að neyðarlögunum verði fylgt. Svo segir: „Unnið er að lausnum til að uppfylla kröfur um sjálfstætt mat á eignasöfnum samkvæmt neyðarlögunum." Þarna er verið vísa í mat á þeim eignasöfnum sem flutt voru yfir til Arion banka og Íslandsbanka eftir að FME tók yfir starfsemi Kaupþings og Glitnis í krafti neyðarlaganna. Verðmatið sem lagt var til grundvallar við flutning eignanna hefur alltaf verið umdeilt. Í fundargerðinni er haft eftir Richard Brown, frá lögmannsstofunni Lovells sem ásamt lögmannsstofunni Landslögum voru helstu ráðgjafar ríkisins í málinu: Richard Brown sagði að það væri „mikilvægt að loka öllum málshöfðunarleiðum á þeirri forsendu að ríkisstjórnin væri ekki að fylgja eigin lögum eftir orðanna hljóðan,“ en þarna var hann að vísa til neyðarlaganna. Víglundur Þorsteinsson segir að þarna séu menn beinlínis að viðurkenna á prenti að þeir hafi farið framhjá neyðarlögunum. „Ég hef aldrei séð skráð í opinbera fundargerð að mönnum sé ljóst að þeir séu að brjóta lög, en það er alveg ljóst að þeim var fulljóst hvað þeir voru að gera. Þeir voru að brjóta neyðarlögin og þeir voru að reyna að smeygja sér framhjá þeim,“ segir Víglundur. Fundargerð ekki tæmandi Þeir sem þekkja til málsins segja að þarna sé um misskilning að ræða eða að fundargerð sé ekki tæmandi. Aldrei hafi staðið til að fylgja ekki neyðarlögunum. Richard Brown hafi átt við að búa ætti þannig um hnútana að lögunum væri fylgt og ekki væri hægt að halda öðru fram. Ljóst er að skilja má ummælin á báða vegu. Víglundur telur að stýrinefndin sjálf hafi brotið lög í störfum sínum með því að fylgja ekki ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) um útgáfu skuldabréfs frá nýju bönkunum til þeirra gömlu. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir að þrotabúin eignuðust nýju bankana með húð og hári. FME hafi sofið á verðinum að þessu leyti. Sjá má ítarlegri umfjöllun og viðtal við Víglund úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira