Fleiri fréttir

Verðbólga í þremur prósentum í Kína

Verðbólga var 3,0 prósent í Kína í nóvember, lækkaði um 0,1 prósentustig frá október. Að sögn IFS greiningar er niðurstaðan í takt við spár markaðsaðila sem gerðu ráð fyrir 3,1 prósenti.

Verður fyrsti kvenforstjóri General Motors

Mary Barra mun verða fyrsta konan sem sest í forstjórastól bandaríska bílaframleiðandans General Motors en frá þessu greinir vefsíðan Business Insider.

Tekjur ríkissjóðs jukust um tæpa 36 milljarða króna milli ára

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2013 liggur nú fyrir. Staða handbærs fjár frá rekstri batnaði miðað við sama tímabil 2012 og var neikvætt um 12,3 milljarða króna en var neikvætt um tæpa 37 milljarða á sama tíma fyrir ári 2012.

Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði

Í nýbirtum tölum Ferðamálastofu kemur fram að ríflega 46 þúsund erlendir ferðamenn hafi farið frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nóvember, eða um 9.500 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Aukningin milli ára nemur 25,7 prósentum.

Lausafjárstaða ríkissjóðs ekki verið lægri frá hruni

Handbært fé ríkissjóðs er 84, 3 milljarðar og hefur það ekki verið minna frá hruni. Samkvæmt stefnu í lánamálum ríkisins, 2013-2016, kemur fram að handbært fé, í krónum, á innlánsreikningum ríkissjóðs nemi á hverjum tíma a.m.k. 80 milljörðum íslenskra króna.

Verkís opnar í Osló

Verkís hefur það sem af er ári fengið yfir þrjátíu ný verkefni frá Noregi.

Sögulegt samkomulag WTO

Ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) lauk aðfaranótt laugardags með samkomulagi sem miðar að því að liðka fyrir alþjóðlegum viðskiptum og treysta fæðuöryggi þróunarríkja. Þetta er í fyrsta sinn í sögu stofnunarinnar sem bindandi samkomulag næst á meðal aðildarríkja þess.

Hinn hagsýni leigir nema hann taki sportið alla leið

Skíðamenn búast við góðri verðtíð í vetur að sögn formanns Skíðasambands Íslands. Það er ekki tekið út með sældinni að leggjast í kaup á nýjum búnaði en hann endist í tíu ár að meðaltali og kostnaðurinn jafnast út.

Betur borgið til langframa að breyta í óverðtryggt

Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli.

Fáir hafa flutt sig frá Vodafone

Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins.

Fá mest núna því þeir fengu minnst síðast

Þeir viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs sem fóru í gegnum 110 prósenta leiðina, fá meira leiðrétt með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar en viðskiptavinir bankanna, þar sem strangari frádráttarviðmið giltu við útfærslu 110 prósenta leiðarinnar hjá sjóðnum.

Ekkert samráð við sveitarfélög sem tapa milljörðum

Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna.

Framtíðin björt

Netverslanir og samfélagsmiðlar, bjóða upp á gríðarleg tækifæri fyrir óþekkta hönnuði og þá sem búa á afskekktum mörkuðum, til að selja hönnun sína erlendis. Rakel Sævarsdóttir heldur úti netgalleríinu muses.is og netversluninni kaupstaður.is og segir það

Viðsnúningur í framleiðslu og mesti hagvöxtur frá hruni

Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni.

Fitch: Skuldatillögur hafa ekki áhrif á ríkisfjármálin

Samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings munu skuldatillögurnar, sem miða að því að lækka skuldir heimilanna í gegnum lækkun höfuðstóls húsnæðislána og með skattaívilnun vegna séreignarlífeyrissparnaðar, vera í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda um aðhaldssemi í ríkisfjármálum, en þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands.

Nýr forstjóri HS Orku

Ásgeir Margeirsson mun taka við sem forstjóri HS Orku hf. þann 1. janúar næstkomandi.

3,1 prósent hagvöxtur

Hagvöxtur fyrstu níu mánuði þessa árs mældist 3,1 prósent samkvæmt Hagstofu Ísland.

Bjóða bankalaus kortaviðskipti

Fyrirtækið iKort hóf nýverið dreifingu á greiðslukorti sem er ekki tengt við bankareikning og er gefið út af breska fyrirtækinu Prepaid Financial Services.

Sjá næstu 50 fréttir