Fleiri fréttir

Svartur markaður blússar á Facebook

Skattrannsóknarstjóra hafa borist töluvert af ábendingum vegna netverslana sem starfræktar eru í gegnum Facebook. Grunur leikur á að slíkar verslanir séu í einhverjum tilfellum reknar svart, en sömu reglur gilda um netverslanir og önnur viðskipti.

Reykjavík Geothermal fær risaverkefni í Eþíópíu

Ríkisstjórn Eþíópíu semur við Reykjavík Geothermal um 1000 megavatta orkukaup frá jarðvarma. Áætluð fjárfesting verkefnisins er um 500 milljarðar íslenskra króna. Byggja á tvö jarðvarmaorkuver á Corbetti háhitasvæðinu.

Petrea nýr framkvæmdastjóri Tals

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Tals. Hún tekur við starfinu af Viktori Ólasyni sem sagði upp störfum í júní.

Oddviti sakaður um værukærð

Snarpar umræður urðu um endurheimtur úr þrotabúum íslensku bankanna á sveitarstjórnarfundi Wyre Forest í Worcesterskíri á Englandi á miðvikudag. Sveitarfélagið hefur endurheimt tæp 72 prósent innstæðna sinna í föllnu íslensku bönkunum.

Lýsing tapaði gengislánaprófmáli

Áfrýjunarfrestur í máli sem Lýsing tapaði í lok ágúst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur rennur út í lok nóvember. Málið er eitt nokkurra prófmála sem höfðuð voru vegna gengislána.

Anna Karen nýr sparisjóðstjóri Suður-Þingeyinga

Anna Karen Arnarsdóttir hefur verið ráðin sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga. Hún hefur undanfarin sex ár starfað hjá Seðlabanka Íslands, lengst af í markaðsviðskiptum og fjárstýringu.

Ársverðbólgan í 3,9 prósentum

lTólf mánaða verðbólga stendur í 3,9 prósentum í september samkvæmt nýrri mælingu Hagstofu Íslands. Án húsnæðis er verðbólgan 3,7 prósent.

Segir vinnuna eiga að vera skemmtilega

Rakel Sveinsdóttir hefur undanfarið ár rekið nýsköpunarfyrirtækið Spyr. Hún segir starfið eiga vel við sig þar sem hún sé frétta- og þjóðfélagsumræðufíkill.

Óvíst um uppskeru í óvissuástandi

Ísland var kynnt sem fjárfestingarkostur á ráðstefnunni Iceland Investment 2013 sem haldin var í Lundúnum fyrir helgi. Nokkurrar spennu gætti um hvernig til tækist. Ný ríkisstjórn segist bera hag fjárfesta fyrir brjósti.

Google biðst afsökunar á Gmail

Google hefur beðist afsökunar á því að tölvupóstþjónn fyrirtækisins, Gmail, lá að hluta til niðri eða var óstarfhæfur um tíma í yfir 12 klukkustundir á mánudag. Um helmingur notenda Gmail fann fyrir óþægindum vegna þessa.

Ferðast um sveitina á rafbíl

Ábúandinn á Engi í Bárðardal byggði sér rafstöð fyrir tuttugu árum sem nýtt til að knýja rafbíl heimilisins.

Framtíð gagnanna er skrifuð í skýin

Margar lausnir standa þeim til boða sem vilja afrita og geyma ljósmyndir eða önnur gögn á netinu. Í skýinu má nú nálgast mikið geymslurými án endurgjalds. Sérfræðingur segir skýið mun öruggara en hefðbundnari aðferðir og að það muni brátt skáka hörðu diskunum.

Minni og meðalstór fyrirtæki geti örvað efnahagslífið

Félag atvinnurekenda (FA) hefur lagt fram tillögur til úrbóta á ýmsum sviðum sem leysa eiga úr læðingi vöxt í minni og meðalstórum fyrirtækjum. Formaður FA segist bjartsýnn á að hægt verði að koma málum í gang fyrir þinglok næsta vor.

Afkoma Haga fram úr vonum

Hagnaður Haga eftir skatta fyrir tímabilið mars til ágúst 2013 rúmlega 1,9 milljarðar króna, samkvæmt drögum að hálfsársuppgjöri.

Vilja kaupa Blackberry

Fyrirtækið sér fram á gríðarlegt tap og þarf að segja upp 4500 starfsmönnum á meðan vandræðaleg kaup á einkaþotu litu dagsins ljós.

Ræða samruna Eikar og Landfesta

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. og Arion banki hf., eigandi Landfesta ehf., hafa ákveðið að hefja viðræður um hugsanlegan samruna Eikar og Landfesta.

Gas fannst á Svalbarða

Jarðgas hefur óvænt fundist á Svalbarða, og það án þess að ætlunin hafi verið að leita að gasi.

Viðskiptafræðideild HÍ og Hagstofan hefja samsstarf

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Hagstofa Íslands hafa undirritað samstarfssamning um að auka samstarf á sviði rannsókna. Nemendur í meistaranámi munu fá tækifæri til að vinna lokaverkefni sitt í samstarfi við Hagstofu Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu HÍ.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, ræðir við Þorbjörn Þórðarson um orku og auðlindamál.

118 milljarða tap hjá BlackBerry

Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna.

FME sektar HS Orku um 3,4 milljónir

Fjármálaeftirlitið hefur sektað HS Orku hf. um 3,4 milljónir króna vegna brots fyrirtækisins á 128. grein laga um verðbréfaviðskipti. Brotið felst í því að HS Orka skilaði ekki inn listum um fruminnherja og fjárhagslega tengda aðila til Fjármálaeftirlistins á tímabilinu 13. október 2012 til 1. júlí 2013.

Nýtt skip í flota Samskipa

Gengið var frá kaupum á skipinu, sem hefur fengið nafnið Samskip Akrafell, í byrjun mánaðarins.

Sjá næstu 50 fréttir