Nýtt íslenskt forrit fær skrifstofufólkið til að teygja á Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2013 18:45 Ágúst Ævar Guðbjörnsson, Daníel Brandur Sigurgeirsson og Þórdís Filipsdóttir standa að baki SitStretch-forritinu Aðsend mynd Þrír frumkvöðlar, Ágúst Ævar Guðbjörnsson, Þórdís Filipsdóttir og Daníel Brandur Sigurgeirsson, stofnuðu fyrirtæki og hönnuðu forrit sem fær skrifstofufólk sem vinnur langa vinnudaga fyrir framan tölvuna til að gera æfingar og teygja á stífum vöðvum. Þórdís og Daníel fengu þessa hugmynd fyrir nokkru og tóku þátt í Gullegginu, frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanemenda og nýútskrifaðra. Þar lentu þau í tíunda sæti. Nýlega bættist Ágúst Ævar í hópinn og hópurinn ákvað að láta hugmyndina verða að veruleika. Úr hugmyndavinnunni varð forritið SitStretch til sem notandinn borgar eingöngu einu sinni fyrir og er verðið á því aðeins rétt rúmar sex hundruð krónur. Hægt er að nálgast forritið á heimasíðu SitStretch. „Fólk situr mikið og vinnur við tölvu getur fundið fyrir stífleika, vöðvabólgu og ýmis konar líkamlegum kvillum. Við vildum leysa þetta vanamál með því að láta kyrrsetufólk gera fjölbreyttar, stuttar og hnitmiðaðar æfingar yfir daginn. Maður getur annað hvort valið að hafa áminningu og þá opnast reglulega lítill gluggi á tölvuskjánum sem býður þér að opna myndband með teygjuæfingum sem taka bara örstutta stund. Einnig er hægt að opna forritið þegar manni hentar, valið svæði sem maður vill teygja á og fengið æfingar í myndbandi fyrir það svæði,“ segir Ágúst. Þórdís Filipsdóttir er einkaþjálfari og Qi-gong þjálfari og hannaði æfingarnar fyrir kerfið. Ágúst er hönnuður kerfisins og Daníel Brandur er forritarinn. Þessa dagana er forritið aukavinna hjá öllum í hópnum en þau stefna á erlendan markað og stór fyrirtæki. „Við erum ekki komin langt í sölupælingum og markaðssetningu. Íslenskur markaður er lítill fyrir svo ódýrt forrit þannig að við verðum að stefna út fyrir landsteinana. Framtíðarsýnin er til dæmis að koma þessu inn í flugvélar sem eru á langri leið, þar sem farþegar þurfa að muna eftir að liðka sig og teygja,“ segir Ágúst. Vigdís Finnbogadóttir og Björn Bjarnason eru meðal þeirra sem hafa prófað forritið fyrir fyrirtækið og eru umsagnirnar sem finna má á heimasíðu SitStretch ekki af verri endanum. „Ég var fullur efasemda þegar ég var beðinn um að prófa forritið því að ég trúði ekki að einstaka teygjur gætu gert eitthvað gagn. Eftir að hafa notað forritið í nokkra mánuði tók ég þó eftir mun minni stífleika í líkamanum og mér fannst ánægjulegt að vinna mín væri brotin upp reglulega með æfingum, að ég væri meðvitaður um stöðu mína og öndun," segir Björn Bjarnason meðal annars í ummælum sínum. SitStretch from SitStretch on Vimeo. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Þrír frumkvöðlar, Ágúst Ævar Guðbjörnsson, Þórdís Filipsdóttir og Daníel Brandur Sigurgeirsson, stofnuðu fyrirtæki og hönnuðu forrit sem fær skrifstofufólk sem vinnur langa vinnudaga fyrir framan tölvuna til að gera æfingar og teygja á stífum vöðvum. Þórdís og Daníel fengu þessa hugmynd fyrir nokkru og tóku þátt í Gullegginu, frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanemenda og nýútskrifaðra. Þar lentu þau í tíunda sæti. Nýlega bættist Ágúst Ævar í hópinn og hópurinn ákvað að láta hugmyndina verða að veruleika. Úr hugmyndavinnunni varð forritið SitStretch til sem notandinn borgar eingöngu einu sinni fyrir og er verðið á því aðeins rétt rúmar sex hundruð krónur. Hægt er að nálgast forritið á heimasíðu SitStretch. „Fólk situr mikið og vinnur við tölvu getur fundið fyrir stífleika, vöðvabólgu og ýmis konar líkamlegum kvillum. Við vildum leysa þetta vanamál með því að láta kyrrsetufólk gera fjölbreyttar, stuttar og hnitmiðaðar æfingar yfir daginn. Maður getur annað hvort valið að hafa áminningu og þá opnast reglulega lítill gluggi á tölvuskjánum sem býður þér að opna myndband með teygjuæfingum sem taka bara örstutta stund. Einnig er hægt að opna forritið þegar manni hentar, valið svæði sem maður vill teygja á og fengið æfingar í myndbandi fyrir það svæði,“ segir Ágúst. Þórdís Filipsdóttir er einkaþjálfari og Qi-gong þjálfari og hannaði æfingarnar fyrir kerfið. Ágúst er hönnuður kerfisins og Daníel Brandur er forritarinn. Þessa dagana er forritið aukavinna hjá öllum í hópnum en þau stefna á erlendan markað og stór fyrirtæki. „Við erum ekki komin langt í sölupælingum og markaðssetningu. Íslenskur markaður er lítill fyrir svo ódýrt forrit þannig að við verðum að stefna út fyrir landsteinana. Framtíðarsýnin er til dæmis að koma þessu inn í flugvélar sem eru á langri leið, þar sem farþegar þurfa að muna eftir að liðka sig og teygja,“ segir Ágúst. Vigdís Finnbogadóttir og Björn Bjarnason eru meðal þeirra sem hafa prófað forritið fyrir fyrirtækið og eru umsagnirnar sem finna má á heimasíðu SitStretch ekki af verri endanum. „Ég var fullur efasemda þegar ég var beðinn um að prófa forritið því að ég trúði ekki að einstaka teygjur gætu gert eitthvað gagn. Eftir að hafa notað forritið í nokkra mánuði tók ég þó eftir mun minni stífleika í líkamanum og mér fannst ánægjulegt að vinna mín væri brotin upp reglulega með æfingum, að ég væri meðvitaður um stöðu mína og öndun," segir Björn Bjarnason meðal annars í ummælum sínum. SitStretch from SitStretch on Vimeo.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent