Reykjavík Geothermal fær risaverkefni í Eþíópíu Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. september 2013 15:56 Gufustrókur á Hellisheiði. Í Eþíópíu á að nýta íslenskt hugvit í tvær 500 megavatta jarðvarmavirkjanir. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkisstjórn Eþíópíu tilkynnti í dag um samkomulag við fyrirtækið Reykjavík Geothermal um að byggja og reka allt að 1.000 megavatta jarðvarmaorkuver í tveimur 500 megavatta áföngum. Áætluð fjárfesting verkefnisins er um 500 milljarðar íslenskra króna. Reykjavík Geothermal er íslensk - bandarískt fyrirtæki á sviði jarðvarmanýtingar og hefur, samkvæmt tilkynningu félagsins, síðastliðin tvö ár unnið að orkusölusamningi við Landsvirkjun Eþíópíu (EEPCO) og ýmis þarlend ráðuneyti. „Fyrsta 500 MW virkjunin verður reist á háhitasvæði Corbetti öskjunnar í Suður Eþíópíu. Corbetti er virk eldstöð með öskjumyndun svipaða og víða á Íslandi. Íslenskir og Eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið ítarlega telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu 10 megavött raforkuvinnslunnar verða framleidd árið 2015 og 100 megavött ári síðar. Áætlað er að 500 megavatta jarðorkuver verði komið í fullan rekstur árið 2018. Í sameiginlegri fréttatilkynningu EEPCO og Reykjavík Geothermal segist Dr. Michael Debretsion, aðstoðarforsætisráðherra og stjórnarformaður EEPCO, mjög ánægjulegt að tilkynna „þetta sögulega samkomulag“ við Reykjavík Geothermal. „Þetta er mikilvægt skref fyrir EEPCO í átt að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að verða leiðandi í orkuöflun og orkuútflutningi í Austur-Afríku,“ segir hann. „Við teljum Eþíópíu hafa yfir að ráða 10.000 megavöttum af óbeisluðum jarðvarma, sem veitir stöðugt grunnafl og fellur vel að yfir 50.000 megavöttum af virkjanlegu vatnsafli landsins.“ „Samningur okkar við EEPCO og ríkisstjórn Eþíópíu er gríðarlega mikilvægur. Reykjavik Geothermal verður fyrsti sjálfstæði orkuframleiðandinn í Eþíópíu og Corbetti verkefnið verður stærsta jarðvarmavirkjun Afríku,“ er jafnframt haft eftir Michael Philipp stjórnarformanni Reykjavík Geothermal.Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavik Geothermal.Fréttablaðið/Stefán„Samningurinn um 1.000 megavött jarðhitaorku, fjárfesting upp á fjóra milljarða bandaríkjadala [innsk. um 487 milljarðar krónur] á átta til tíu ára tímabili, staðfestir tiltrú alþjóðlegra fjárfesta í vexti og stöðugleika efnahags Eþíópíu. Verkefnið sem er leitt af bandarískum einkafjárfestum hefur notið mikillar athygli þróunarstofnana sem taka þátt í verkefninu „Afl Afríku“ sem Obama Bandaríkjaforseti hefur haft forystu um.“ Þá er haft eftir Miheret Debebe, fortjóra EEPCO að Corbetti orkuverkefnið sé ný fyrirmynd að þróun stórra orkuverkefna í Afríku Verkefnið sameini umtalsverða sérþekkingu í raforkuvinnslu Eþíópíu við jarðvarmaþekkingu Íslands og fjármálaþekkingu í Bandaríkjunum. „Verkefnið mun setja ný viðmið fyrir stórverkefni fjármögnuð af einkaaðilum og mun hjálpa Eþíópíu að leysa úr læðingi mikla orkuvinnslumöguleika,“ er haft eftir Debebe. Þá er haft eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Reykjavík Geothermal að með Corbetti jarðorkuverkefninu verði Eþíópía leiðtogi í uppbyggingu jarðvarma í heiminum. „Eþíópía hefur nokkur af bestu háhitasvæðum heims. Corbetti jarðvarmavirkjunin verður ein sú hagkvæmasta og háþróaðasta í heiminum. Markmið okkar til langs tíma er að flytja íslenska jarðhitaþekkingu- og reynslu til Eþíópíu.“ Nejib Abba Biya, stjórnarformaður fyrirtækisins Valley Rift Geothermal, samstarfsaðila Reykjavík Geothermal í Eþíópíu, segir við hæfi að þetta „sögulega“ samkomulag fyrir Eþíópíu sé gert um ári eftir andlát hins framsýna leiðtoga og forsætisráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi. „Sem forsætisráðherra var hann einn helsti talsmaður Afríku á alþjóðlegum ráðstefnum um loftslagsbreytingar og staðfastur talsmaður fyrir hreina og endurnýjanlega orku,“ er haft eftir honum. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Ríkisstjórn Eþíópíu tilkynnti í dag um samkomulag við fyrirtækið Reykjavík Geothermal um að byggja og reka allt að 1.000 megavatta jarðvarmaorkuver í tveimur 500 megavatta áföngum. Áætluð fjárfesting verkefnisins er um 500 milljarðar íslenskra króna. Reykjavík Geothermal er íslensk - bandarískt fyrirtæki á sviði jarðvarmanýtingar og hefur, samkvæmt tilkynningu félagsins, síðastliðin tvö ár unnið að orkusölusamningi við Landsvirkjun Eþíópíu (EEPCO) og ýmis þarlend ráðuneyti. „Fyrsta 500 MW virkjunin verður reist á háhitasvæði Corbetti öskjunnar í Suður Eþíópíu. Corbetti er virk eldstöð með öskjumyndun svipaða og víða á Íslandi. Íslenskir og Eþíópískir jarðvísindamenn sem hafa rannsakað svæðið ítarlega telja Corbetti vera eitt besta jarðhitasvæði heims til framleiðslu raforku,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu 10 megavött raforkuvinnslunnar verða framleidd árið 2015 og 100 megavött ári síðar. Áætlað er að 500 megavatta jarðorkuver verði komið í fullan rekstur árið 2018. Í sameiginlegri fréttatilkynningu EEPCO og Reykjavík Geothermal segist Dr. Michael Debretsion, aðstoðarforsætisráðherra og stjórnarformaður EEPCO, mjög ánægjulegt að tilkynna „þetta sögulega samkomulag“ við Reykjavík Geothermal. „Þetta er mikilvægt skref fyrir EEPCO í átt að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að verða leiðandi í orkuöflun og orkuútflutningi í Austur-Afríku,“ segir hann. „Við teljum Eþíópíu hafa yfir að ráða 10.000 megavöttum af óbeisluðum jarðvarma, sem veitir stöðugt grunnafl og fellur vel að yfir 50.000 megavöttum af virkjanlegu vatnsafli landsins.“ „Samningur okkar við EEPCO og ríkisstjórn Eþíópíu er gríðarlega mikilvægur. Reykjavik Geothermal verður fyrsti sjálfstæði orkuframleiðandinn í Eþíópíu og Corbetti verkefnið verður stærsta jarðvarmavirkjun Afríku,“ er jafnframt haft eftir Michael Philipp stjórnarformanni Reykjavík Geothermal.Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavik Geothermal.Fréttablaðið/Stefán„Samningurinn um 1.000 megavött jarðhitaorku, fjárfesting upp á fjóra milljarða bandaríkjadala [innsk. um 487 milljarðar krónur] á átta til tíu ára tímabili, staðfestir tiltrú alþjóðlegra fjárfesta í vexti og stöðugleika efnahags Eþíópíu. Verkefnið sem er leitt af bandarískum einkafjárfestum hefur notið mikillar athygli þróunarstofnana sem taka þátt í verkefninu „Afl Afríku“ sem Obama Bandaríkjaforseti hefur haft forystu um.“ Þá er haft eftir Miheret Debebe, fortjóra EEPCO að Corbetti orkuverkefnið sé ný fyrirmynd að þróun stórra orkuverkefna í Afríku Verkefnið sameini umtalsverða sérþekkingu í raforkuvinnslu Eþíópíu við jarðvarmaþekkingu Íslands og fjármálaþekkingu í Bandaríkjunum. „Verkefnið mun setja ný viðmið fyrir stórverkefni fjármögnuð af einkaaðilum og mun hjálpa Eþíópíu að leysa úr læðingi mikla orkuvinnslumöguleika,“ er haft eftir Debebe. Þá er haft eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Reykjavík Geothermal að með Corbetti jarðorkuverkefninu verði Eþíópía leiðtogi í uppbyggingu jarðvarma í heiminum. „Eþíópía hefur nokkur af bestu háhitasvæðum heims. Corbetti jarðvarmavirkjunin verður ein sú hagkvæmasta og háþróaðasta í heiminum. Markmið okkar til langs tíma er að flytja íslenska jarðhitaþekkingu- og reynslu til Eþíópíu.“ Nejib Abba Biya, stjórnarformaður fyrirtækisins Valley Rift Geothermal, samstarfsaðila Reykjavík Geothermal í Eþíópíu, segir við hæfi að þetta „sögulega“ samkomulag fyrir Eþíópíu sé gert um ári eftir andlát hins framsýna leiðtoga og forsætisráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi. „Sem forsætisráðherra var hann einn helsti talsmaður Afríku á alþjóðlegum ráðstefnum um loftslagsbreytingar og staðfastur talsmaður fyrir hreina og endurnýjanlega orku,“ er haft eftir honum.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira