Svartur markaður blússar á Facebook Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2013 19:30 Skattrannsóknarstjóra hafa borist töluvert af ábendingum vegna netverslana sem starfræktar eru í gegnum Facebook. Grunur leikur á að slíkar verslanir séu í einhverjum tilfellum reknar svart, en sömu reglur gilda um netverslanir og önnur viðskipti. Ef orðinu netverslun er slegið upp í leitarglugga á Facebook kemur í ljós að slíkar íslenskar netverslanir skipta tugum. Þar er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar, en mest árberandi eru síður sem selja fatnað, skó skart og aukahluti fyrir síma og snjalltölvur. Það er greinilegt að fjöldi fólks hefur atvinnu og tekjur af því að reka slíkar síður. Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir sömu lög gilda um netverslanir á Facebook og aðrar verslanir. Tilkynna þurfi starfsemina, halda bókhald og borga af henni virðisaukaskatt.Frétt sem birtist á Vísi.is í dag um íslenska sölusíðu á Facebook hefur vakið mikla athygli. Í kommentakerfi fréttarinnar mynduðust heitar umræður þar sem því er meðal ananrs varpað fram að sölusíður á Facebook séu í mörgum tilfellum svört atvinnustarfssemi. Jón segir að viðurlög við slíkum skattsvikum geti verið háar fjárupphæðir og í verstu tilfellunum fangelsi. Fréttastofan spjallaði í dag við nokkra einstaklinga sem lent hafa í ýmsu misjöfnu eftir að hafa verslað í gegnum Facebook. Vörurnar komust í sumum tilfellum aldrei til skila, fólk átti erfiðleikum með að skila og fá endurgreitt, og í verstu tilfellunum hreinlega hurfu síðurnar af Facebook eða skiptu um nafn. Það er því öruggast að ganga í skugga um að kvittun fylgi öllum slíkum kaupum því annars getur verið um vafasaman verslunarrekstur að ræða. Fréttastofa ræddi einnig við Gunnar Thorberg Kristjánsson, forstöðumann rannsóknarsviðs hjá Skattrannsóknarstjóra, og sagði hann að starfsfólk þar væri meðvitað um þetta vandamál og fjöldi ábendinga bærust vegna netverslana á Facebook. Engin sérstök rannsókn er þó í gangi eins og er. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira
Skattrannsóknarstjóra hafa borist töluvert af ábendingum vegna netverslana sem starfræktar eru í gegnum Facebook. Grunur leikur á að slíkar verslanir séu í einhverjum tilfellum reknar svart, en sömu reglur gilda um netverslanir og önnur viðskipti. Ef orðinu netverslun er slegið upp í leitarglugga á Facebook kemur í ljós að slíkar íslenskar netverslanir skipta tugum. Þar er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar, en mest árberandi eru síður sem selja fatnað, skó skart og aukahluti fyrir síma og snjalltölvur. Það er greinilegt að fjöldi fólks hefur atvinnu og tekjur af því að reka slíkar síður. Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir sömu lög gilda um netverslanir á Facebook og aðrar verslanir. Tilkynna þurfi starfsemina, halda bókhald og borga af henni virðisaukaskatt.Frétt sem birtist á Vísi.is í dag um íslenska sölusíðu á Facebook hefur vakið mikla athygli. Í kommentakerfi fréttarinnar mynduðust heitar umræður þar sem því er meðal ananrs varpað fram að sölusíður á Facebook séu í mörgum tilfellum svört atvinnustarfssemi. Jón segir að viðurlög við slíkum skattsvikum geti verið háar fjárupphæðir og í verstu tilfellunum fangelsi. Fréttastofan spjallaði í dag við nokkra einstaklinga sem lent hafa í ýmsu misjöfnu eftir að hafa verslað í gegnum Facebook. Vörurnar komust í sumum tilfellum aldrei til skila, fólk átti erfiðleikum með að skila og fá endurgreitt, og í verstu tilfellunum hreinlega hurfu síðurnar af Facebook eða skiptu um nafn. Það er því öruggast að ganga í skugga um að kvittun fylgi öllum slíkum kaupum því annars getur verið um vafasaman verslunarrekstur að ræða. Fréttastofa ræddi einnig við Gunnar Thorberg Kristjánsson, forstöðumann rannsóknarsviðs hjá Skattrannsóknarstjóra, og sagði hann að starfsfólk þar væri meðvitað um þetta vandamál og fjöldi ábendinga bærust vegna netverslana á Facebook. Engin sérstök rannsókn er þó í gangi eins og er.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Sjá meira