Svartur markaður blússar á Facebook Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2013 19:30 Skattrannsóknarstjóra hafa borist töluvert af ábendingum vegna netverslana sem starfræktar eru í gegnum Facebook. Grunur leikur á að slíkar verslanir séu í einhverjum tilfellum reknar svart, en sömu reglur gilda um netverslanir og önnur viðskipti. Ef orðinu netverslun er slegið upp í leitarglugga á Facebook kemur í ljós að slíkar íslenskar netverslanir skipta tugum. Þar er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar, en mest árberandi eru síður sem selja fatnað, skó skart og aukahluti fyrir síma og snjalltölvur. Það er greinilegt að fjöldi fólks hefur atvinnu og tekjur af því að reka slíkar síður. Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir sömu lög gilda um netverslanir á Facebook og aðrar verslanir. Tilkynna þurfi starfsemina, halda bókhald og borga af henni virðisaukaskatt.Frétt sem birtist á Vísi.is í dag um íslenska sölusíðu á Facebook hefur vakið mikla athygli. Í kommentakerfi fréttarinnar mynduðust heitar umræður þar sem því er meðal ananrs varpað fram að sölusíður á Facebook séu í mörgum tilfellum svört atvinnustarfssemi. Jón segir að viðurlög við slíkum skattsvikum geti verið háar fjárupphæðir og í verstu tilfellunum fangelsi. Fréttastofan spjallaði í dag við nokkra einstaklinga sem lent hafa í ýmsu misjöfnu eftir að hafa verslað í gegnum Facebook. Vörurnar komust í sumum tilfellum aldrei til skila, fólk átti erfiðleikum með að skila og fá endurgreitt, og í verstu tilfellunum hreinlega hurfu síðurnar af Facebook eða skiptu um nafn. Það er því öruggast að ganga í skugga um að kvittun fylgi öllum slíkum kaupum því annars getur verið um vafasaman verslunarrekstur að ræða. Fréttastofa ræddi einnig við Gunnar Thorberg Kristjánsson, forstöðumann rannsóknarsviðs hjá Skattrannsóknarstjóra, og sagði hann að starfsfólk þar væri meðvitað um þetta vandamál og fjöldi ábendinga bærust vegna netverslana á Facebook. Engin sérstök rannsókn er þó í gangi eins og er. Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skattrannsóknarstjóra hafa borist töluvert af ábendingum vegna netverslana sem starfræktar eru í gegnum Facebook. Grunur leikur á að slíkar verslanir séu í einhverjum tilfellum reknar svart, en sömu reglur gilda um netverslanir og önnur viðskipti. Ef orðinu netverslun er slegið upp í leitarglugga á Facebook kemur í ljós að slíkar íslenskar netverslanir skipta tugum. Þar er hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar, en mest árberandi eru síður sem selja fatnað, skó skart og aukahluti fyrir síma og snjalltölvur. Það er greinilegt að fjöldi fólks hefur atvinnu og tekjur af því að reka slíkar síður. Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir sömu lög gilda um netverslanir á Facebook og aðrar verslanir. Tilkynna þurfi starfsemina, halda bókhald og borga af henni virðisaukaskatt.Frétt sem birtist á Vísi.is í dag um íslenska sölusíðu á Facebook hefur vakið mikla athygli. Í kommentakerfi fréttarinnar mynduðust heitar umræður þar sem því er meðal ananrs varpað fram að sölusíður á Facebook séu í mörgum tilfellum svört atvinnustarfssemi. Jón segir að viðurlög við slíkum skattsvikum geti verið háar fjárupphæðir og í verstu tilfellunum fangelsi. Fréttastofan spjallaði í dag við nokkra einstaklinga sem lent hafa í ýmsu misjöfnu eftir að hafa verslað í gegnum Facebook. Vörurnar komust í sumum tilfellum aldrei til skila, fólk átti erfiðleikum með að skila og fá endurgreitt, og í verstu tilfellunum hreinlega hurfu síðurnar af Facebook eða skiptu um nafn. Það er því öruggast að ganga í skugga um að kvittun fylgi öllum slíkum kaupum því annars getur verið um vafasaman verslunarrekstur að ræða. Fréttastofa ræddi einnig við Gunnar Thorberg Kristjánsson, forstöðumann rannsóknarsviðs hjá Skattrannsóknarstjóra, og sagði hann að starfsfólk þar væri meðvitað um þetta vandamál og fjöldi ábendinga bærust vegna netverslana á Facebook. Engin sérstök rannsókn er þó í gangi eins og er.
Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent