Viðskipti innlent

Miklar líkur á samdrætti í landsframleiðslu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að spá hagvísisins Analytics samræmist því sem samtökin óttast að hafi verið að gerast.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að spá hagvísisins Analytics samræmist því sem samtökin óttast að hafi verið að gerast. MYND/GVA.
Líkur á samdrætti í landsframleiðslu hafa ekki verið meiri síðan árið 2007. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag þar sem vitnað er í leiðandi hagvísi Analytics, sem sinnir áhættu- og fjárfestingaráðgjöf.

Hagvísirinn lækkaði í ágúst, fjórða mánuðinn í röð, og þegar árið 2013 er skoðað í heild bendir hann til þess að hagvöxtur verði með lakara móti á árinu, eða um 1-2 prósent.

Morgunblaðið vitnar meðal annars í Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þar sem hann segir spá Analytics um hagvöxt á árinu ekki koma sér á óvart.

„Þetta samræmist því sem við höfum óttast að hafi verið að gerast. Það hafa verið ýmsi merki um að hagkerfið hafi verið að hægja á sér aftur en einnig hafa verið jákvæð teikn á lofti," segir Þorsteinn og vísar meðal annars í gott gengi íslenskrar ferðaþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×