Lýsing tapaði gengislánaprófmáli Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. september 2013 07:00 Málalok gengislána fyrir dómstólum eru meðal óvissuþátta í rekstri íslenskra banka. Fréttablaðið/Anton Áfrýjunarfrestur í máli sem Lýsing tapaði í lok ágúst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur rennur út í lok nóvember. Málið er eitt nokkurra prófmála sem höfðuð voru vegna gengislána. Ólafur Hvanndal Ólafsson héraðsdómslögmaður sem fór með mál Lýsingar á hendur Írísi Fanneyju Friðriksdóttur, segir ákvörðun um áfrýjun ekki liggja fyrir. Þetta staðfestir Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar og segir ekkert hægt að segja um hvort Lýsing kunni að nýta sér allan áfrýjunarfrestinn. Samkvæmt niðurstöðu dómsins fékk Íris lækkaðar eftirstöðvar bílaláns um tæpar 690 þúsund krónur, frá endurútreikningi Lýsingar sem breytt hafði eftirstöðvum úr tæpum 9,3 milljónum króna í rúmar 5,2 milljónir. Þá voru henni dæmdar 5,1 milljón króna í málskostnað. Málið tók hins vegar nokkrum breytingum fyrir dómi og svarar því færri álitamálum varðandi úrlausn gengislána en að var stefnt í upphafi. Í því fékkst þó niðurstaða um að dráttur á greiðslu afborgana ónýtti ekki svokallaða „kvittanareglu“. Þá hefðu skilmálabreytingar til þess að létta greiðslubyrði skuldar ekki þá þýðingu að lán væri komið í vanefndir, líkt og Lýsing vildi halda fram. Sömuleiðis féllst dómurinn ekki á að kvittanagjalddagar eldri en fjögurra ára teldust fyrndir. „Í þessu máli er ekkert sem á að tefja endurútreikninga lána hjá Lýsingu,“ segir Magnús Hrafn Magnússon héraðsdómslögmaður sem flutti málið fyrir Írisi Fanneyju. Formlega segir hann ekki hafa verið tekna ákvörðun um áfrýjun af hennar hálfu. Áfrýjun væri hins vegar mjög ólíkleg. „Hún fékk öllum sínum kröfum framgengt. Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Áfrýjunarfrestur í máli sem Lýsing tapaði í lok ágúst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur rennur út í lok nóvember. Málið er eitt nokkurra prófmála sem höfðuð voru vegna gengislána. Ólafur Hvanndal Ólafsson héraðsdómslögmaður sem fór með mál Lýsingar á hendur Írísi Fanneyju Friðriksdóttur, segir ákvörðun um áfrýjun ekki liggja fyrir. Þetta staðfestir Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar og segir ekkert hægt að segja um hvort Lýsing kunni að nýta sér allan áfrýjunarfrestinn. Samkvæmt niðurstöðu dómsins fékk Íris lækkaðar eftirstöðvar bílaláns um tæpar 690 þúsund krónur, frá endurútreikningi Lýsingar sem breytt hafði eftirstöðvum úr tæpum 9,3 milljónum króna í rúmar 5,2 milljónir. Þá voru henni dæmdar 5,1 milljón króna í málskostnað. Málið tók hins vegar nokkrum breytingum fyrir dómi og svarar því færri álitamálum varðandi úrlausn gengislána en að var stefnt í upphafi. Í því fékkst þó niðurstaða um að dráttur á greiðslu afborgana ónýtti ekki svokallaða „kvittanareglu“. Þá hefðu skilmálabreytingar til þess að létta greiðslubyrði skuldar ekki þá þýðingu að lán væri komið í vanefndir, líkt og Lýsing vildi halda fram. Sömuleiðis féllst dómurinn ekki á að kvittanagjalddagar eldri en fjögurra ára teldust fyrndir. „Í þessu máli er ekkert sem á að tefja endurútreikninga lána hjá Lýsingu,“ segir Magnús Hrafn Magnússon héraðsdómslögmaður sem flutti málið fyrir Írisi Fanneyju. Formlega segir hann ekki hafa verið tekna ákvörðun um áfrýjun af hennar hálfu. Áfrýjun væri hins vegar mjög ólíkleg. „Hún fékk öllum sínum kröfum framgengt.
Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent