Hafa áhyggjur af stöðu tækni- og hugverkafyrirtækja Haraldur Guðmundsson skrifar 25. september 2013 08:47 Fulltrúar fjölmargra tækni- og hugverkafyrirtækja voru samankomnir á Startup Reykjavík 2013. MYND/GVA. Sex innlend tækni- og hugverkafyrirtæki hafa flutt úr landi eða hætt starfsemi á þeim fimm árum sem liðin eru frá íslenska efnahagshruninu. Að auki hafa sjö fyrirtæki úr greininni verið seld eða flutt höfuðstöðvar sínar til útlanda, þótt þau í flestum tilvikum reki áfram starfsemi hér á landi. Hluti stjórnenda fimm fyrirtækja til viðbótar býr erlendis þar sem starfsemi þeirra fer að einhverju leyti fram. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni,“ segir Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins. Davíð segir gjaldeyrishöftin og fjárfestingarleið Seðlabankans, sem virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til landsins og fengið afslátt af íslenskum krónum, vera áhrifavalda í þróun síðustu ára. „Fyrirtæki sem eru að auka starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi þurfa til þess aukið fjármagn og hlutafé. Í rauninni má segja að hlutabréf þessara fyrirtækja séu á útsölu því krónan er svo lágt skrifuð og þar að auki fá menn krónurnar á enn lægra verði í gegnum fjárfestingarleiðina. Því er oft forsenda fyrir því að nýir aðilar komi að fyrirtækjunum, að höfuðstöðvar þeirra séu færðar út úr íslenskri lögsögu, vegna viðskiptaumhverfisins hér á landi. Mönnum er því stillt upp við vegg,“ segir Davíð. Hann segir þó að flest þeirra fyrirtækja sem flutt hafa höfuðstöðvar sínar til útlanda kjósi að halda þróunarstarfi áfram hér á landi. Ástæðan sé sú að þróunarumhverfið hér sé að mörgu leyti gott. „Það helgast af því að það er ákveðinn grunnur í starfsfólkinu og okkur hefur tekist að lagfæra ýmislegt í starfsskilyrðum fyrirtækjanna. Tækniþróunarsjóðurinn var efldur eftir hrun, þótt nú séu blikur á lofti með hann í ljósi niðurskurðar í fjárlögum, og það tókst að koma á endurgreiðslum rannsókna- og þróunarkostnaðar í tengslum við skattkerfið, sem hefur skipt sköpum.“ Davíð undirstrikar einnig að greinin hafi misst lykilfólk úr samtökum og stjórnum tækni- og hugverkafyrirtækja. Til marks um það segist hann auðveldlega geta nefnt tíu einstaklinga sem séu nú farnir af landi brott en hafi áður lagt verulegan skerf til þróunar greinarinnar hér á landi. „Í mörgum tilfellum hefur þetta fólk starfað hjá þessum fyrirtækjum sem um ræðir og aðstæður þeirra því breyst. Einnig er spurning hvort hér ríki ákveðið þreytuástand þar sem fólk er búið að berjast í bökkum frá hruni. Fáar greinar hafa komið betur út úr hruninu en það hefur farið mikil vinna og orka í að ná þeim árangri.“ Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Sex innlend tækni- og hugverkafyrirtæki hafa flutt úr landi eða hætt starfsemi á þeim fimm árum sem liðin eru frá íslenska efnahagshruninu. Að auki hafa sjö fyrirtæki úr greininni verið seld eða flutt höfuðstöðvar sínar til útlanda, þótt þau í flestum tilvikum reki áfram starfsemi hér á landi. Hluti stjórnenda fimm fyrirtækja til viðbótar býr erlendis þar sem starfsemi þeirra fer að einhverju leyti fram. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni,“ segir Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins. Davíð segir gjaldeyrishöftin og fjárfestingarleið Seðlabankans, sem virkar þannig að einstaklingar og fyrirtæki geta komið með erlendan gjaldeyri til landsins og fengið afslátt af íslenskum krónum, vera áhrifavalda í þróun síðustu ára. „Fyrirtæki sem eru að auka starfsemi sína á alþjóðlegum vettvangi þurfa til þess aukið fjármagn og hlutafé. Í rauninni má segja að hlutabréf þessara fyrirtækja séu á útsölu því krónan er svo lágt skrifuð og þar að auki fá menn krónurnar á enn lægra verði í gegnum fjárfestingarleiðina. Því er oft forsenda fyrir því að nýir aðilar komi að fyrirtækjunum, að höfuðstöðvar þeirra séu færðar út úr íslenskri lögsögu, vegna viðskiptaumhverfisins hér á landi. Mönnum er því stillt upp við vegg,“ segir Davíð. Hann segir þó að flest þeirra fyrirtækja sem flutt hafa höfuðstöðvar sínar til útlanda kjósi að halda þróunarstarfi áfram hér á landi. Ástæðan sé sú að þróunarumhverfið hér sé að mörgu leyti gott. „Það helgast af því að það er ákveðinn grunnur í starfsfólkinu og okkur hefur tekist að lagfæra ýmislegt í starfsskilyrðum fyrirtækjanna. Tækniþróunarsjóðurinn var efldur eftir hrun, þótt nú séu blikur á lofti með hann í ljósi niðurskurðar í fjárlögum, og það tókst að koma á endurgreiðslum rannsókna- og þróunarkostnaðar í tengslum við skattkerfið, sem hefur skipt sköpum.“ Davíð undirstrikar einnig að greinin hafi misst lykilfólk úr samtökum og stjórnum tækni- og hugverkafyrirtækja. Til marks um það segist hann auðveldlega geta nefnt tíu einstaklinga sem séu nú farnir af landi brott en hafi áður lagt verulegan skerf til þróunar greinarinnar hér á landi. „Í mörgum tilfellum hefur þetta fólk starfað hjá þessum fyrirtækjum sem um ræðir og aðstæður þeirra því breyst. Einnig er spurning hvort hér ríki ákveðið þreytuástand þar sem fólk er búið að berjast í bökkum frá hruni. Fáar greinar hafa komið betur út úr hruninu en það hefur farið mikil vinna og orka í að ná þeim árangri.“
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent