Segir vinnuna eiga að vera skemmtilega Haraldur Guðmundsson skrifar 25. september 2013 14:04 Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr leggur mikla áherslu á skemmtilegt starfsumhverfi. MYND/ANTON BRINK Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Spyr, er þessa dagana að flytja fyrirtæki sitt í frumkvöðlasetrið á Eiðistorgi. Fyrirtækið, sem er að hennar sögn mitt á milli þess að vera fjölmiðill og samfélagsmiðill, hefur í um ár boðið notendum spyr.is upp á að senda inn spurningar sem starfsfólk vefsins leitar svara við og deilir með lesendum síðunnar. „Ég var áður framkvæmdastjóri hjá Creditinfo og þegar ég kvaddi fyrirtækið vorið 2011 vissi ég að það væru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan og sú varð raunin,“ segir Rakel og bætir því við að hún hafi alla tíð unnið við skemmtileg störf. „Vinnan á að vera skemmtileg og ég hef verið einstaklega lánsöm í þeim efnum.“ Rakel lærði framleiðslu- og rekstrarstjórnun fyrir sjónvarp í Los Angeles á árunum 1991-1992. Hennar fyrsta alvöru starf var sem sölustjóri á Morgunblaðinu. „Þar var ég til þrítugs þegar ég réð mig sem auglýsingastjóra Norðurljósa og þar á eftir rak ég talsetningarfyrirtækið Hljóðsetningu,“ segir Rakel. Sumarið 2005 tók hún við starfi framkvæmdastjóra Fjölmiðlavaktarinnar, sem síðar var sameinuð Lánstrausti, undir nafni Creditinfo. „Þá tók við mjög spennandi tími og það var mikil áskorun að leiða sameininguna því þessi vanskila- og fjárhagshluti sem fylgdi Lánstrausti var algjörlega nýr fyrir mér.“ Rakel er fædd í Stykkishólmi en eiginmaður hennar, Gylfi Freyr Konráðsson, girðingaverktaki og starfsmaður Stólpagáma, er frá Hellissandi. Þau eiga tvö börn, Jóhönnu sem er tíu ára og Má sem er sex ára. Að auki eru hundur og köttur á heimilinu. „Við hjónin vinnum mikið en leggjum áherslu á að helgarnar séu tileinkaðar fjölskyldunni. Annars erum við dugleg að ferðast, fara í útilegur, berjaferðir og ferðalög til útlanda. Ég er þó ekki jafn mikið fyrir hestamennsku og útivist og hinir þrír meðlimir fjölskyldunnar. En ég er mikill bókaormur og get á meðan lesið þeim mun fleiri bækur,“ segir Rakel. Spurð hvort hún eigi fleiri áhugamál en bóklestur segir Rakel að hún sé einnig frétta- og þjóðfélagsumræðufíkill. „Þess vegna á núverandi starf þeim mun betur við mig,“ segir Rakel. „Ég kynntist Rakel fyrst þegar hún starfaði fyrir Morgunblaðið. Það er óhætt að segja að hún sé ótrúlega kraftmikil, útsjónarsöm og lifandi manneskja. Hvar sem ég hef séð til hennar í starfi, hvort sem er hjá Morgunblaðinu, Creditinfo eða í sprotafyrirtækinu Spyr, er hún sérlega drífandi og sér tækifæri sem jafnvel blasa ekki við hverjum sem er." Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. „Rakel er frábær samstarfsmaður í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur, því hún gengur af röggsemi í öll verk með jákvæðni og húmorinn að leiðarljósi. Ég kynntist Rakel í gegnum starf FKA þegar við tókum saman sæti í fræðslunefnd félagsins fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að hún vilji helst einblína á það sem er skemmtilegt hikar Rakel ekki við að tækla það sem er erfitt og fylgir því vel eftir." Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North. „Við Rakel kynntumst hjá Norðurljósum og höfum verið vinkonur síðan. Hún sýnir öllum í kringum sig áhuga, kann að samgleðjast og er vinur vina sinna. Rakel hefur mikið keppnisskap, er ósérhlífin til vinnu, mjög einbeitt og tekst það sem hún ætlar sér. Hún er bóngóð og hikar ekki við að taka að sér krefjandi verkefni. Rakel hefur mikinn sannfæringarkraft og tókst meðal annars að fá mig með sér til Marbella á Spáni með þriggja tíma fyrirvara. Sú ferð gleymist seint enda er gaman að vera prakkari með Rakel." Jensína K. Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum. Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Spyr, er þessa dagana að flytja fyrirtæki sitt í frumkvöðlasetrið á Eiðistorgi. Fyrirtækið, sem er að hennar sögn mitt á milli þess að vera fjölmiðill og samfélagsmiðill, hefur í um ár boðið notendum spyr.is upp á að senda inn spurningar sem starfsfólk vefsins leitar svara við og deilir með lesendum síðunnar. „Ég var áður framkvæmdastjóri hjá Creditinfo og þegar ég kvaddi fyrirtækið vorið 2011 vissi ég að það væru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan og sú varð raunin,“ segir Rakel og bætir því við að hún hafi alla tíð unnið við skemmtileg störf. „Vinnan á að vera skemmtileg og ég hef verið einstaklega lánsöm í þeim efnum.“ Rakel lærði framleiðslu- og rekstrarstjórnun fyrir sjónvarp í Los Angeles á árunum 1991-1992. Hennar fyrsta alvöru starf var sem sölustjóri á Morgunblaðinu. „Þar var ég til þrítugs þegar ég réð mig sem auglýsingastjóra Norðurljósa og þar á eftir rak ég talsetningarfyrirtækið Hljóðsetningu,“ segir Rakel. Sumarið 2005 tók hún við starfi framkvæmdastjóra Fjölmiðlavaktarinnar, sem síðar var sameinuð Lánstrausti, undir nafni Creditinfo. „Þá tók við mjög spennandi tími og það var mikil áskorun að leiða sameininguna því þessi vanskila- og fjárhagshluti sem fylgdi Lánstrausti var algjörlega nýr fyrir mér.“ Rakel er fædd í Stykkishólmi en eiginmaður hennar, Gylfi Freyr Konráðsson, girðingaverktaki og starfsmaður Stólpagáma, er frá Hellissandi. Þau eiga tvö börn, Jóhönnu sem er tíu ára og Má sem er sex ára. Að auki eru hundur og köttur á heimilinu. „Við hjónin vinnum mikið en leggjum áherslu á að helgarnar séu tileinkaðar fjölskyldunni. Annars erum við dugleg að ferðast, fara í útilegur, berjaferðir og ferðalög til útlanda. Ég er þó ekki jafn mikið fyrir hestamennsku og útivist og hinir þrír meðlimir fjölskyldunnar. En ég er mikill bókaormur og get á meðan lesið þeim mun fleiri bækur,“ segir Rakel. Spurð hvort hún eigi fleiri áhugamál en bóklestur segir Rakel að hún sé einnig frétta- og þjóðfélagsumræðufíkill. „Þess vegna á núverandi starf þeim mun betur við mig,“ segir Rakel. „Ég kynntist Rakel fyrst þegar hún starfaði fyrir Morgunblaðið. Það er óhætt að segja að hún sé ótrúlega kraftmikil, útsjónarsöm og lifandi manneskja. Hvar sem ég hef séð til hennar í starfi, hvort sem er hjá Morgunblaðinu, Creditinfo eða í sprotafyrirtækinu Spyr, er hún sérlega drífandi og sér tækifæri sem jafnvel blasa ekki við hverjum sem er." Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. „Rakel er frábær samstarfsmaður í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur, því hún gengur af röggsemi í öll verk með jákvæðni og húmorinn að leiðarljósi. Ég kynntist Rakel í gegnum starf FKA þegar við tókum saman sæti í fræðslunefnd félagsins fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að hún vilji helst einblína á það sem er skemmtilegt hikar Rakel ekki við að tækla það sem er erfitt og fylgir því vel eftir." Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North. „Við Rakel kynntumst hjá Norðurljósum og höfum verið vinkonur síðan. Hún sýnir öllum í kringum sig áhuga, kann að samgleðjast og er vinur vina sinna. Rakel hefur mikið keppnisskap, er ósérhlífin til vinnu, mjög einbeitt og tekst það sem hún ætlar sér. Hún er bóngóð og hikar ekki við að taka að sér krefjandi verkefni. Rakel hefur mikinn sannfæringarkraft og tókst meðal annars að fá mig með sér til Marbella á Spáni með þriggja tíma fyrirvara. Sú ferð gleymist seint enda er gaman að vera prakkari með Rakel." Jensína K. Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum.
Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent