Fleiri fréttir

Ekki orð um Íbúðalánasjóð

Ekki er minnst einu orði á Íbúðalánasjóð í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem kynntur var fyrir hádegi. Í ritinu fjármálastöðugleiki, sem Seðlabankinn gefur út tvisvar á ári, er hins vegar vikið að þessum málaflokki. Fyrra rit ársins kom út þann 30 apríl, daginn sem Sigmundur Davíð fékk stjórnarmyndar.

Þúsund milljarða viðskipti

Actavis hefur keypt bandaríska lyfjaframleiðandann Warner Chilcott Plc á 8,5 milljarða Bandaríkjadala, eða 1.045 milljarða íslenskra króna.

FÍB: Álagning á bensíni hefur aukist

Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu bensínlítrann um röskar fimm krónur og dísillítrann um röskar fjórar krónur í gær. Álagning á bensínlítrann er orðin þremur krónum hærri frá áramótum, en á sama tímabili í fyrra, að mati FÍB.

Yfir 15.000 Íslendingar með Alfreð

Alfreð appið fór í loftið 31. janúar sl. og hefur slegið í gegn hjá snjallsímanotendum því núna í maí hafa rúmlega 15 þúsund Íslendingar sótt sér appið og yfir 100 fyrirtæki nýtt sér þessa nýju leið í leit að starfsfólki.

Ferðaþjónustan fagnar stækkun á svæði fyrir hvalaskoðun

Samtök ferðaþjónustunnar fagna ákvörðun atvinnu- og nýsköpunarráðherra að stækka það svæði sem hvalaskoðunarfyrirtækin hafa til umráða á Faxaflóa en samtökin hafa lagt mikla áherslu á að banna allar hvalveiðar í Faxaflóa og innan 30 sjómílna frá öllum hvalaskoðunarsvæðum. Þrátt fyrir að ráðherra hafi ekki orðið við þeirri ósk þá er þetta skref mikilvægt.

ESB útvíkkar rannsókn sína á olíusamráðinu

Samkeppnisyfirvöld innan Evrópusambandsins hafa útvíkkað rannsókn sína á meintu samráði um skráð heimsmarkaðsverð á olíu hjá þremur af stærstu olíufélögum Evrópu og ráðgjafafyrirtækisins Platts.

Ekkert lát á veislunni á Wall Street

Dow Jones vísitalan sló enn eitt metið á Wall Street í gærkvöldi en hún hækkaði um 0,34% og endaði í rúmlega 15.387 stigum sem er hæsta gildi vísitölunnar í sögunni.

Aflaverðmætið stóð nær í stað milli ára í apríl

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 30,2 milljarði króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2013 samanborið við 30,3 milljarða á sama tímabili 2012. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um rúmlega 111 milljónir króna eða 0,4% á milli ára.

Hagstofan mælir 6,6% atvinnuleysi í apríl

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í apríl 2013 að jafnaði 186.800 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 174.400 starfandi og 12.300 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 82,3%, hlutfall starfandi 76,9% og atvinnuleysi var 6,6%.

Axcel sjóðurinn byrjar að selja hluti í Pandóru

Axcel sjóðurinn hefur sett 10% hlut í skartgripaframleiðandanum Pandóru í sölu. Það eru J.P. Morgan Securities og Nordea Markets sem annast söluna á þessum hlut en reiknað er með að sölunni ljúki í dag.

IFS spáir því að verðbólgan standi í stað

Verðbólguspá IFS greiningar fyrir maí hljóðar upp á 0,1% lækkun verðlags frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir helst tólf mánaða verðbólga óbreytt 3,3%. Verðbólga undanfarna þrjá mánuði á ársgrundvelli lækkar úr 8,4% í 1,2%.

Björgólfur Thor hefur grætt 18 milljarða á Actavis

Ekkert lát er á hækkunum á gengi hluta í Actavis á markaðinum vestan hafs. Gengið hækkaði um 2,4% í gærkvöldi og er komið yfir 130 dollara á hlut. Þetta þýðir að gengishagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af hlutum sínum í Actavis er um 18 milljarðar kr. frá 1. apríl s.l.

Vextir verða óbreyttir

Vextir verða óbreyttir út næsta mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans.

Óútskýrðar olíu- og bensínhækkanir

Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu bensínlítrann um röskar fimm krónur og dísillítrann um röskar fjórar krónur í gær. Hækkun nemur rúmum 2%.

Landsbankamenn krafðir um 1,2 milljarða

Slitastjórn Landsbankans hefur stefnt þremur fyrrverandi starfsmönnum bankans til að greiða þrotabúinu samtals 1,2 milljarða króna vegna hlutabréfakaupa árin 2007 og 2008.

Netflix tapar nær 1.800 myndum og þáttum

Afþreyingarveitan Netflix mun tapa rétt tæplega 1.800 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í þessum mánuði. Ástæðan er að samningar sem Netflix hefur við MGM, Universal og Warner Bros. renna út fyrir mánaðarmótin.

Mikið fjör á fasteignamarkaði borgarinnar

Alls var þinglýst 133 kaupsamningum um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Þetta er töluvert meiri fjöldi en nemur vikumeðaltalinu undanfarna þrjá mánuði sem er 105 samningar.

Spá því að verðbólgan haldist óbreytt í 3,3% í maí

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) lækki um 0,1% í maí frá mánuðinum á undan. Gengi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga verða óbreytt í 3,3%, en minni hefur verðbólga ekki verið í tvö ár.

Tölvuþrjótar kínverska Alþýðuhersins aftur á kreik

Sérstök deild tölvuþrjóta innan kínverska Alþýðuhersins er aftur komin á kreik og reynir að ráðast inn í tölvukerfi fyrirtækja og opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Markmiðið er m.a. stórtækur þjófnaður á tæknileyndarmálum úr viðkomandi tölvukerfum.

VÍB styrkir sýninguna Dansar í Eldborg

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, verður aðalstyrktaraðili sýningarinnar Dansar í Eldborg: Igor Stravinsky í 100 ár sem sýnd verður 24. og 25. maí á Listahátíð í Reykjavík.

Apple sakað um viðamikil skattaundanskot

Apple, verðmætasta fyrirtæki heimsins, hefur verið sakað um viðamikil skattaundanskot í Bandaríkjunum, raunar ein þau mestu í sögunni. Af þessum sökum hefur Tim Cook forstjóri Apple verið kallaður fyrir eina af nefndum Öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Apple áfram verðmætasta fyrirtæki heimsins

Apple er áfram verðmætasta fyrirtæki heimsins en verðmæti þess er 185 milljarðar dollara. Þetta kemur fram í árlegum lista sem unninn er af WPP og Millward Brown. Apple var einnig efst á listanum í fyrra.

Actavis kaupir Warner Chilcott á 617 milljarða

Actavis hefur fest kaup á írska lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott. Kaupverðið var 5 milljarðar dollara eða um 617 milljarðar kr. og verður það greitt í formi hlutafjár í sameinuðu félagi Actavis og Warner Chilcott.

Kaupa Tumblr á 1,1 milljarð Bandaríkjadala

Tæknifyrirtækið Yahoo! mun í dag staðfesta kaup sína á Tumblr, vinsælasta bloggkerfi veraldar. Með þessu freistar nýr forstjóri Yahoo! að endurreisa forna frægð fyrirtækisins sem barist hefur í bökkum síðustu ár.

Kínverjar draga úr álframleiðslu vegna verðlækkana

Kínverjar hafa dregið úr álframleiðslu sinni á þessu ár um eina milljón tonna og munu sennilega draga úr henni um 2 milljónir tonna fyrir árið 2015. Ástæðan er verðlækkanir á heimsmarkaðsverði á áli og sú staðreynd að um þriðjungur álvera í Kína er rekinn með tapi þessa stundina.

90 milljónir fóru aftur til Stoða

Nokkur fjöldi þeirra sem gerðu tilboð í hluti í TM í hlutafjárútboði félagsins stóð að lokum ekki við tilboð sitt.

Níu af sautján evrulöndum eiga í kreppu

Þýskaland og Frakkland, stærstu hagkerfi evrusvæðisins, viðurkenna að samstarf þeirra sé lykillinn að því að ráða fram úr erfiðri stöðu evrulandanna. Ráðamenn eru enn ósammála um forgangsröðun verkefna.

Sjá næstu 50 fréttir