Viðskipti innlent

Flugfargjöld til London lækka í undanfara aðalferðamannatímans

Fargjöld til höfuðborgar Bretlands hafa farið lækkandi undanfarið þó aðalferðamannatíminn sé handan við hornið.

Þetta kemur fram á vefsíðunni túristi.is. Þar segir að fyrir viku síðan auglýsti Wow Air tilboð á flugsætum til London á 10.900 krónur. Í dag er farið komið niður fyrir tíu þúsund. Félagið hefur fjölgað ferðum sínum til Lundúna úr þremur í tólf á viku.

Síðasta vor og sumar kepptust Iceland Express og Wow Air við að undirbjóða hvort annað. Verðin fóru þó sjaldnast undir tíu þúsund krónur. Í dag auglýsir Wow Air hins vegar flugmiða til London í sumar á 9.900 krónur. Við gjaldið bætast bókunargjöld og innritaður farangur er ekki innifalinn.

Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur hjá Wow Air er tilboð dagsins hluti af kosningaherferð félagsins. Hún segir þó markmið Wow Air vera að bjóða lægstu verðin og því fylgjast starfsmenn þess náið með verðskrám samkeppnisaðilanna. Svanhvít segir verðlækkanir hjá Easy Jet undanfarið vera eina ástæðu þess að Wow Air hafi lækkað verðin hjá sér.

Samkvæmt vef Easy Jet er ódýrasta fargjaldið í júní til London á 9.992 krónur (63,21 evrur) en þó bara á einni dagsetningu. Annars eru verðin í kringum fjórtán þúsund krónur hjá breska félaginu fyrir far aðra leiðina. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×