Viðskipti innlent

FÍB: Álagning á bensíni hefur aukist

Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu bensínlítrann um röskar fimm krónur og dísillítrann um röskar fjórar krónur í gær. Álagning á bensínlítrann er orðin þremur krónum hærri frá áramótum, en á sama tímabili í fyrra, að mati FÍB.

Hækkunin núna nemur rúmum 2%.  Atlantsolía og dótturfélög stóru félaganna hafa fylgt í kjölfarið í morgun. Athygli vekur að þetta gerist á sama tíma og olíuverð á heimsmarkaði fer lækkandi og gengi krónunnar hefur verið nokkuð stöðugt. Þannig hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um tæp 7% frá 1. apríl s.l. og gengi krónunnar hefur veikst um tæpt prósent á sama tímabili.

Þá búast greiningardeildir við nær óbreyttri verðbólgu í 3,3% í maí en það er minnsta verðbólga undanfarin tvö ár.

Að sögn Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra FÍB benda allir reikningar til þess á álagning olíufélaganna sé orðin þremur krónum hærri á bensínlítrann en á sama tíma í fyrra, að teknu tilliti til allra liða sem áhrif hafa á verðið. Álagning á dísilolíu sé heldur hærri, en hún hafi hinsvegar nokkurn veginn staðið í stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×