Viðskipti innlent

Stefnir kaupir í VÍS fyrir 360 milljónir

Stefnir hf. hefur keypt 36 milljón hluti í VÍS. Miðað við gengi hlutana í augnablikinu er um 360 milljóna kr. viðskipti að ræða.

Þessum viðskiptum var flaggað í Kauphöllinni þar sem eignarhlutur Stefnis fer yfir 5% markið og verður tæplega 6,4%.

Í flögguninni kemur fram að Stefnir hf. sé rekstrarfélag nokkurra sjóða og á ekki eignarhlut í VÍS með beinum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×